Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Guðrún Erlingsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi, varaþingmaður og formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og síðar starfsmaður VR í Eyjum hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún og Gylfi Sigurðsson, maður hennar fluttu héðan árið 2013. Í vor lauk hún BA prófi í norsku og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands. Á laugardaginn stefnir hún svo á tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem Kór Ástjarnarkirkju flytur tónlist eftir Guðrúnu ásamt hljómsveit og einsöngvurum. Sjálf er Guðrún í hópi einsöngvara en auk hennar syngja Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir, Kolbrún Shalini Árnadóttir og Svava Halldórsdóttir. Hljómsveitina skipa Matthías Baldursson kórstjórn og píanó, Friðrik Karlsson gítar, Þorbergur Ólafsson slagverk og Þórir Rúnar Geirsson bassi. „Við erum fjögur frá Eyjum í kórnum, mágkona mín Bjartey Sigurðardóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og S. Árni Ingimars- son,“ sagði Guðrún. „Kórstjórinn okkar Matthías útsetur lögin en hann er ættaður úr Eyjum. Það eru fleiri í kórnum með tengingu til Eyja.“ Ástjarnarkirkja er á Völlunum í Hafnarfirði og segir Guðrún að kórinn njóti vinsælda fyrir gospel- söng sinn og léttleika. „Það verða flutt 15 lög eftir mig og ég hef samið bæði lögin og textana. Svo tökum við fjögur vinsæl erlend gospellög þar sem textarnir eru í minni þýðingu.“ Flest lögin eru með trúarlegum textum og önnur eru á persónu- legum nótum. m.a. lag sem hún samdi um Noregsferðina 1973 og flutti í Höllinni með Blítt og létt 2013. Sjálf var hún ein af um 1000 krökkum frá Vestmannaeyjum sem fóru til Noregs í tvær vikur gossumarið 1973. Um þessa ferð fjallar BA ritgerð hennar og er á norsku. Þrettán af lögunum eru samin í Eyjum og tvö á höfuð- borgarsvæðinu þar af kom annað lagið eftir heimsókn til Eyja. „Sköpunarkraftinn fæ ég úr náttúrunni heima. Við Gylfi stöndum fyrir þessum tónleikum og ákváðum að nota tækifærið til þess að fagna BA prófinu mínu úr Háskólanum með þessum hætti. Fyrsta lagið samdi ég 2011 og kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti, ég tel lögin mín séu frá Guði komin, og ég er eins konar kanall og er stolt af því að hafa hlýtt og þorað að koma þessu á framfæri. Ég byrjaði á því að flytja lögin mín í Aglow í Eyjum 2011. Ég lærði einn vetur á gítar þegar ég var tólf ára og kann vinnukonugrip en kann ekki að skrifa nótur. Ég get hljómasett lögin mín en svo þarf ég að syngja þau fyrir þá sem meira kunna svo hægt sé að skrifa við þau nótur.“ Þarna sýnir Guðrún á sér nýja hlið, bæði er það tónlistarsköpunin og svo hvað trúin skipar stóran sess í lífi hennar. „Já, lífið tekur stundum óvæntar stefnur Ómar, ekki allt sem sýnist og konur leyna á sér. Þar sem Guð gaf mér þessa náðargjöf þá get ég ekki selt inn á þessa tónleika, þetta verður mitt þakklæti fyrir gjöfina. Tónleikarnir verða teknir upp bæði hljóð og mynd og ég veit að mér verður sýnd leið til þess að gefa tónlistina út í fyllingu tímans. Ég veit að lögin mín og textarnir hafa snert við fólki sem er mark- miðið,“ sagði Guðrún að endingu. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi kl. 16.00 á laugardaginn kemur,11. júní. Allir er velkomnir og frítt er inn, Guðrún vonast til þess að sem flestir Eyjamenn brottfluttir og búandi í Eyjum mæti á tónleikana. Guðrún Erlingsdóttir :: Fagnar BA prófi og býður á tónleika í Salnum :: Flest lögin og textarnir eftir hana: Fyrsta lagið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti :: Tel lögin mín séu frá Guði komin :: Stolt af því að hafa hlýtt og þorað að koma þessu á framfæri Vestmannaeyjar fullkomn- aðar undir forystu Guðlaugs Gíslasonar Árið 1960 skrifuðu Guðlaugur Gíslason, þá bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, Ingólfur Jónsson, þá landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra, undir samning þar sem Vestmanna- eyjakaupstaður keypti úteyjarnar af íslenska ríkinu. Taldi Guðlaugur að um mikið framfaramál væri að ræða fyrir Eyjarnar og að þetta hefði verið eitt af merkustu málum í sinni bæjarstjóratíð. Í maí 2016 samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja friðlýsingu sem felur m.a. í sér að margvíslegt vald er fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, land- notkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar auk flestra búsvæða fugla á Heimaey. Hvernig er staðið að frið- lýsingu? Nú stendur yfir friðlýsing Kerlinga- fjalla. Þar er skipaður samráðsvett- vangur fulltrúa aðliggjandi hreppa, Kerlingafjallavina og Umhverfis- stofnunar. Í samráðsáætluninni kemur fram að samráð sé ,,afar mikilvægur hluti af undirbúningi friðlýsingar” og að það sé ,,mikil- vægt að það hefjist á fyrstu stigum máls”. Ennfremur kemur þar fram að markmið samráðsins sé að veita þeim sem ,,hagsmuna eiga að gæta á svæðinu og þeim sem áhuga hafa á svæðinu að koma sínum sjónar- miðum á framfæri”. Að lokum er sagt í samráðsáætluninni að þannig sé ,,leitast við að skapa sátt um fyrirhugaða friðlýsingu”. Í áætluninni stendur einnig að þessir aðilar hafi sex vikur til þess að skila inn athugasemdum eftir að tillaga að auglýsingu um friðland í Kerlingafjöllum hafi verið auglýst. Mikill kurr í Bjargveiðimönn- um Við erum vanir því að heyra kurr í lundanum okkar fallega en nú eru félagar í Bjargveiðafélagi Vest- mannaeyja farnir að kurra líka. Málið var ekkert kynnt, hvorki fyrir þeim né öðrum Eyjamönnum, fyrir utan stuttan fund í Eldheimum sem fulltrúar bæjarstjórnar, fulltrúar skipulags og umhverfisráðs og formaður bjargveiðimanna voru boðaðir á. Þar var m.a. sagt að friðlýsingin hafi engin áhrif á nytjar þó að ekkert sé um það að finna berum orðum í reglugerðardrögum um friðlýsingu. Þar er sagt að ekkert megi byggja í úteyjunum heldur einungis viðhalda núverandi eignum sem þýðir m.a. að nauðsyn- leg endurnýjun húsnæðis, eins og sú sem átti sér stað í nánast öllum úteyjum undir lok síðustu aldar, geti ekki átt sér stað í framtíðinni. Þá er óskiljanlegt þegar okkur er gerð grein fyrir því að friðlýsing skipti í raun litlu máli en fáum á sama tíma fábrotin svör við spurningunni af hverju sé þá verið að leggja upp í þennan leiðangur yfirhöfuð. Nýting náttúrunnar hefur leikið stórt hlutverk í lífi Eyjamanna í gegnum aldirnar. Í ægifögur fuglabjörgin sóttu menn af harðfylgi björg í bú og sauðfé hefur séð hinum grænkollóttu úteyjum og fjöllum heimalandsins fyrir ókeypis hársnyrtingu um langa hríð. Þrátt fyrir að nytjarnar hafi á undan- förnum áratugum þróast út í tómastundagaman má með sanni segja að bjargveiðimenn hafi verið eins konar vörslumenn náttúru Eyjanna, og viðhaldið menningu sem er einstök. Stórmennska að viðurkenna mistök Friðlýsing búsvæðis sjófugla við Vestmannaeyjar snertir dýpstu rætur menningar Eyjanna. Ófullnægjandi kynning og málsmeðferð, sem stenst engan veginn þær kröfur sem umhverfisyfirvöld á Íslandi viðhafa í dag, er þessu mikilvæga máli ekki til framdráttar. Það er engum til góðs að þessu máli sé troðið ofan í kokið á Vestmannaeyingum. Ég trúi ekki öðru en að forystumenn beggja bæjarstjórnarflokkanna, sem greiddu atkvæði gegn friðlýsing- unni, og allt hitt sómafólkið í bæjarstjórninni beiti sér fyrir því að málið verði tekið upp á nýjan leik og tryggi okkur heimamönnum áframhaldandi umsjón og yfirráð með okkar náttúruperlum. Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum Eyþór Harðarson, formaður Bjargveiðimanna- félags Vestmannaeyja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.