Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 10. júní Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Sunnudagur 12. júní Kl. 11.00 Helgistund í Landakirkju. Miðvikudagur 15. júní Kl. 11:00 Helgistund á Hraun- búðum. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Brauðsbrotning og bænastund. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Við Guð erum gott teymi Það koma upp alla vega mál hjá lögreglu og stundum tekst að leysa þau og það getur hjálpað að vera smá þver eins og kom í ljós þegar leita þurfti að bakpoka eftir að hann datt af Heimakletti. Nafn: Halldór Sveinsson. Fæðingardagur: 16.10. á því herrans ári 1956. Fæðingarstaður: Fæddur í Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Kvæntur Guðbjörgu Hrönn Sigursteinsdóttur, sem ég nældi í 1971 og eigum við yndisleg börn, eitt að hvoru kyni, Fríðu Hrönn og Ágúst og svo eigum við þrjú enn yndislegri barnabörn Guðbjörgu Sól Sindradóttur, Emilíönu Erlu og Svein Jörund Ágústsson. Vorum svo heppin að við fengun þolinmóða og góða tengdadóttur, hana Guðbjörgu Erlu Ríkharðsdóttur. (Gott fyrir mig að kerlingarnar heita flestar Guðbjörg). Uppáhalds matur: Matur er mannsins megin og það er margt sem mér þykir gott. Versti matur: Ég borða allt og þykir ekkert vont. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Rokk, blús og jazz. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn: Pink Floyd. Aðaláhugamál: Ljósmyndun. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er sama hvert maður fer um heiminn þá er ekkert sem slær út Eyjun fögru, Heimaey, með sínar perlur og Álsey ber þar af. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Barnabörnin og ÍBV. Uppáhalds sjónvarpsefni: Breskir sakamálaþættir. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Spennusögur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Hef gaman að útiveru og skemmta mér í góðum félagskap. Hvað ertu búinn að vera lengi í lögreglunni: Ég byrjaði í lögregl- unni 1988 og því búinn að vera í 28 ár. Lendið þið oft í svona óvenju- legum aðstæðum sem þið þurfið að redda: Það koma upp alla vega mál hjá lögreglu og stundum tekst að leysa þau og það getur hjálpað að vera smá þver. Varðandi málið með glataða bakpokann þá var ég í fríi og staddur á lögreglustöðinni þegar stelpan kom og lýsti vand- ræðum sínum. Bakpokinn rúllaði norður af Heimakletti með vegabréfinu, greiðslukortum, farsíma, linsu og fatnaði. Það var því einfalt að setja sig í hennar spor og bauðst ég til að fara upp og kíkja í Dufþekjuna. Eftir þriggja tíma leit af brúnum að pokanum sem var ljósgrænn og Dufþekjan þakin hvönn sagði ég við Natalie að ég ætlaði að kanna hvort fjaran næði undir þann stað sem hún taldi líklegast að hann hafi rúllað. Við fórum niður og þar lá pokinn. Pokinn var heill en blautur sem og innihaldið eftir u.þ.b. 200 m fall. Natalie sagði, þú sagðist finna pokann minn og gerðir það. Þannig var að þegar ég lagði af stað til leitar sagði Natalie að hún ætlaði að biðja til Guðs um að pokinn fyndist og ég svaraði að þetta gæti ekki klikkað því við Guð værum gott teymi. Halldór Sveinsson er Eyjamaður vikunnar Fátt er betra en íslenska sumarið. Þá er gaman að sitja úti og horfa á rigninguna og rokið berja á litskrúðugum túristum með risastóra bakpoka. Réttirnir sem ég reiði fram hér í dag henta einkar vel í slíkan verknað. Forréttur Bruschetta Í forrétt býð ég upp á Bruschetta með tómötum, mozzarella og basiliku sem hvaða keisari sem er æti með bestu lyst. Skerið snittubrauð í um 1,5 cm þykkar sneiðar. Steikið þær á báðum hliðum upp úr ólífuolíu með basiliku. Sneiðið stóra mozzarella- kúlu í 10 sneiðar og skerið hverja þeirra í tvennt. Dreifið úr þeim og stráið yfir þær nýmuldum pipar og sjávarsalti. Skerið tómata í sneiðar. Raðið brauðsneiðunum á disk og raðið á þær mozzarellasneið, þá tómatsneið og skreytið svo hverja þeirra með einu laufi af ferskri basiliku. Ef vill má dreifa yfir sneiðarnar ristuðum furuhnetum. Gaman er að njóta þessa réttar úti í góðu veðri og fer ískaldur bjór einstaklega vel með honum. Aðalréttur Grillaðar kjúklingabringur Þessi fær mann alltaf til að brosa. Marínering: einn bolli Extra Virgin ólífuolía, 1 msk. balsamik edik, 2 msk. grillsósa, 4 hvítlauksgeirar, steinselja, salt og pipar. Blandið ólífuolíunni, edikinu og grillsósunni saman. Rífið steinselj- una niður og merjið hvítlaukinn og bætið út í. Hellið marineringunni yfir bringurnar og látið standa í a.m.k. tvær klukkustundir. Grillið þær svo á heitu grilli í 4-5 mínútur á hvorri hlið og kreistið limesafa yfir á meðan. Með þessu er gott að hafa grillað grænmeti og bakaðar kartöflur, sætar eða venjulegar, og kalda piparsósu. Hana er best að kaupa í búð t.d. frá Úrvals en setja í lekkera skál og láta sem maður hafi galdrað hana fram sjálfur. Eftirréttur Súkkulaðipavlova Í heimsókn til vinkonu minnar Nigellu um daginn bauð hún upp á dýrindis köku í eftirrétt. Ég gat ekki annað en fengið uppskriftina lánaða og deili henni hér með ykkur. Þessa köku verður að gera með tals- verðum fyrirvara, annað hvort daginn áður eða um morguninn því hún er lengi að bakast og að kólna. 6 eggjahvítur 300 g. sykur eða púðursykur 3 tsk. kakóduft 1 tsk. balsamik edik 50 g. 70% súkkulaði. Byrjið á því að forhita ofninn í 180°C. Þeytið saman eggjahvíturnar og sykurinn. Saxið súkkulaðið og bætið því út í ásamt edikinu og kakóduftinu. Skellið gumsinu á ofnplötu og myndið hring úr því. Gætið að því að hafa hringinn ekki of stóran því kakan rennur mikið út við bakstur. Setjið kökuna í ofninn og lækkið hitann umsvifalaust niður í 150°C. Bakið í um 75 mínútur. Látið kökuna svo kólna vel. Setjið rjóma á kökuna þegar hún er orðin köld. Gott er að setja fersk bláber eða jarðarber ofan á en himneskt er að setja hindber séu þau fáanleg. Næst langar mig að skora á náttúrubarnið og sjálfstæðismann- inn Val Marvin Pálsson. Ég er að vísu ekki viss um að hann kunni að elda neitt gott en hann hlýtur þó að geta kennt okkur að sjóða hrísgrjón eða að panta pizzu. Góðir sumarréttir Þórður Örn Stefánsson er matgæðingur vikunnar Eva Magnúsdóttir og Sara Margrét Örlygsdóttir komu færandi hendi í Rauða krossinn í sl. viku og færðu okkur 5.273 kr sem þær söfnuðu með því að halda tombólu fyrir utan Krónuna. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir. Tombóla Eimskip leitar að þjónustuliprum, duglegum og samviskusömum ein- stakling í kvöld/helgarstarf í sumar í Herjólfsafgreiðslu Vestmannaeyjum. Helstu verkefni eru almenn afgreiðsla og sala á miðum, símsvörun, bókanir og annað tilfallandi. Aðrar hæfniskröfur eru almenn tölvu- kunnátta, sjálfstæð vinnubrögð, fram- takssemi, samskiptahæfni, jákvæðni, og almennt hreysti. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Rannveig Ísfj örð, afgreiðslustjóri Herj- ólfs, í síma 856-2818, rai@eimskip.is Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. SuMARSTARF kVÖLD- OG HELGARViNNA Í HERJÓLFSAFGREiÐSLu VESTMANNAEYJuM umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2016.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.