Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 8. júní 2016 Viðurkenningar Að venju voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsár- angur þar sem hæst stóð árangur Guðnýjar Charlottu Harðardóttur sem dúxaði á vorönn. Fékk hún viðurkenn- ingu fyrir mjög góðan árangur á stúdentsprófi en meðal- einkunn hennar var 8,92. Næst kom Kristín Edda Valsdóttir sem líka fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á stúdents- prófi en hún var með meðal- einkunnina 8,63. Baldur Haraldsson, Guð- mundur Tómas Sigfússon, Magnús Karl Magnússon og María Björk Bjarnadóttir fengu merki ÍBV vegna góðrar ástundunar í íþróttaakademí- unni. Guðný Charlotta fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í félagsgreinum frá Drífanda stéttarfélagi. Hún fékk líka viðurkenningu frá Eymundsson fyrir góðan árangur í íslensku. Kristín Edda fékk viðurkenn- ingu fyrir afburða árangur í íslensku frá Landsbankanum. Hallgrímur Þórðarson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku frá Danska sendiráðinu. Mirra Björgvins- dóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku frá Þýska sendiráðinu. Viðurkenn- ingu fyrir besta árangurinn í hjúkrunargreinum fékk Sigríður Jóhanna Sigurbjörns- dóttir frá Vestmannaeyjadeild sjúkraliðafélags Íslands. Sú venja hefur skapast að veita nemendum með 100% raunmætingu fría innritun á næstu önn og þar skaraði Lísa María Friðriksdóttir fram úr. Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum er með stærstu vinnu- stöðum í Vestmannaeyjum. Á vorönn starfaði 21 kennari við skólann, tveir stjórnendur og annað starfsfólk telur átta manns. Þá eru ótaldir nem- endur sem voru 221 í upphafi annar í mismörgum einingum. Brottfallið á önninni var um 7% sem er minna en á fyrri önnum. Þetta var meðal þess sem kom fram í yfirliti Björgvins Eyjólfs- sonar, aðstoðarskólameistara þegar skólanum var slitið. Björgvin sagði brottfall samt sem áður litið alvarlegum augum og betur megi ef duga skal. Hefur skólinn fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu til áframhaldandi baráttu við þetta vandamál og verður ráðinn verkefnisstjóri í haust. Starfið á önninni var nokkuð hefðbundið. Í janúar var FAB LAB smiðjan formlega opnuð í húsnæði skólans og voru kenndir þar þrír áfangar. Góðir gestir komu í heimsókn, Héðinn Unnsteinsson höfundur bókarinnar Vertu Úlfur hélt mjög athyglisverðan fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk. Marítafræðslan kom í sína árlegu heimsókn og fræddi nemendur um forvarnir og skaðsemi fíkniefna og félag læknanema Ástráður var með kynfræðslu að venju. „Samráðsfundur kennara okkar og Grunnskólans var haldinn þar sem ræddar voru leiðir til nánara samstarfs skólanna á ýmsum sviðum. Mjög gagnlegur fundur og vonandi verður áframhald á þessu góða samstarfi,“ sagði Björgvin og nefndi að stjórnendur og forsvars- menn vélstjórnarbrautar hafi boðað fulltrúa málmiðnaðarfyrirtækja í Eyjum til fundar þar sem leitað var leiða til að auka samvinnu skólans og þessara fyrirtækja til eflingar iðnnáms í Vestmannaeyjum. „Vonandi verður þetta kveikjan að árangursríku samstarfi því vöntun á iðnlærðu starfsfólki er stækkandi vandamál í samfélaginu.“ Skólanum bárust nokkrar höfðing- legar gjafir á önninni. M.a. bókagjöf frá Einhug, foreldrafélagi Eyjabarna á einhverfurófinu sem nýtist vel í skólastarfinu. Oddfellow Rebekkustúkan Vilborg gaf kennslugögn fyrir starfsbrautina og OLÍS styrkti vélstjórnarbrautina með kaupum á rafgeymum. „Kunnum við þessum aðilum bestu þakkir. Það er skólanum ómetanlegt á þessum niðurskurðartímum að eiga slíka velunnara,“ sagði Björgvin. Framhaldsskólarnir standa á tímamótum með nýrri námskrá sem miðast við þriggja ára nám. Björgvin sagði þessar breytingar taka tíma og í FÍV væri sá háttur á að fara yfir námsferil hvers nemanda við útskrift og ákveða í samráði við hann hvort hentar betur að hann útskrifist samkvæmt nýju eða gömlu námskránni. „Að þessu sinni eru það tveir nemendur, þeir fyrstu frá FÍV sem útskrifast samkvæmt nýju námskránni en þeir verða fleiri á næstu önnum,“ sagði Björgvin. Þau sem útskrifuðust eru Agnes Líf Sveinsdóttir á félagsfræðibraut, Alma Rós Þórsdóttir á stúdentsbraut, Andrés Egill Guðjónsson á félagsfræði- braut, Baldur Haraldsson á náttúrufræðibraut, Berglind Ósk Sigvarðsdóttir á sjúkraliðabraut, Brynja Rut Halldórsdóttir á félagsfræðibraut, Guðmundur Tómas Sigfússon á náttúrufræðibraut, Guðný Charlotta Harðardóttir á félagsfræðibraut, Hallgrímur Þórðarson á náttúrufræði- braut, Hjalti Jóhannsson á félagsfræðibraut, Kristín Edda Valsdóttir á félagsfræðibraut, Magnús Karl Magnússon á félagsfræðibraut, María Björk Bjarnadóttir á félagsfræðibraut, Marta Karlsdóttir á stúdentsbraut, Mirra Björgvinsdóttir á félagsfræðibraut, Ólafur Ágúst Guðlaugsson á náttúrufræðibraut, Sigríður Jóhanna Sigurbjörnsdóttir á sjúkraliðabraut, Sólveig María Birkisdóttir á sjúkraliðabraut og viðbótarnámi til stúdents af starfsnámsbrautum, Sólveig Sverrisdóttir á félagsfræðibraut, Svanhildur Eiríksdóttir á félagsfræðibraut, Tinna Karítas Finnbogadótt- ir á náttúrufræðibraut, Tómas Árni Johnsen Arnarsson á félagsfræðibraut, Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir á félagsfræðibraut og Valtýr Snæbjörn Birgisson í vélstjórnarnámi. „Góðan daginn kæru gestir og takk fyrir komuna. Fyrir hönd útskriftar- hópsins vil ég þakka ykkur kennurum og skólastjórnendum fyrir alla leiðsögnina og hjálpina á undanförnum árum. Ég veit að án ykkar og án allra þeirra sem hér í salnum sitja, hefði leiðin verið mun grýttari. En okkur tókst það! Við erum að útskrifast,“ sagði Kristín Edda Valsdóttir nýstúdent í þakkarræðu sem hún fluttu fyrir hönd útskriftar- nema. Hún lauk námi á þremur árum og sagði að margt hefði breyst og gerst á ekki lengri tíma. „Ef þið hefðuð sagt mér fyrir þremur árum að ég ætti eftir að standa hérna í dag fyrir framan ykkur öll haldandi ræðu hefði ég álitið ykkur eitthvað rugluð. En ég hef líka breyst helling á þessum þremur árum og það sama má örugglega segja um ykkur hin.“ Hún sagði þetta merkan áfanga fyrir útskriftarnema sem megi vera stoltir yfir að hafa náð að ljúka náminu. „Saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt hérna í skólanum en nú er öllu fjörinu að ljúka. Við yfirgefum skólann, skiljum eftir góðar minningar og munu minningarnar úr þessum skóla ávallt vera með okkur.“ Kristín Edda sagði þau eiga margs að minnast ekki síst þegar þau sátu brosandi og glöð að gantast hvert í öðru, fyrir utan kennslustofurnar. „Við eigum eftir að minnast hljóðsins í inniskónum ykkar, kæru kennarar, er þið genguð taktfast inn ganginn, lyklarnir klingjandi aftan úr öðrum rassvasanum, með blöð og bækur undir annarri hendinni og rjúkandi heitan kaffibolla í hinni. Við eigum eftir að minnast þess til dæmis er ákveðinn kennari kom haltrandi niður stiga skólans eftir of erfiða æfingu sem og skemmtilegra rökræðna við kennarana í tímum, sérstaklega þær sem snerust um allt annað en námsefnið. Við eigum eftir að minnast með hlýju tímans sem við eyddum hér saman, en eins og er erum við ofsa spennt fyrir því að hefja næsta kafla lífsins,“ sagði Kristín Edda og fór næst inn á það sem framundan er. „Og nú tekur alvaran við. Hjá flestum okkar er kominn tími til þess að standa á eigin fótum og yfir- gefa hótel mömmu, allavega um óákveðinn tíma. Ég veit að sum hérna eru þó löngu flutt að heiman og og hafa staðið í öllu þessu, en þið vitið allavega um hvað ég er að tala. Núna er kominn tími til þess að hætta að treysta á pabba sem vekjaraklukku á morgnana og á mömmu til að segja manni að kominn sé matur, já eða nú er bara kominn tími til þess að fara að útbúa matinn sinn sjálfur. Það er kominn tími til þess að fullorðnast og fljúga burt af eyjunni okkar fögru, fyrir flest okkar allavega. Mér finnst við hafa verið heppin að geta fengið tækifæri til þess að vera aðeins lengur heima og náð meiri þroska áður en haldið er út í hinn stóra heim. Það er þetta sem skólinn okkar, FÍV hefur veitt okkur. Og fyrir það er ég þakklát. Sama hvert við stefnum eftir þetta þá eigum við daginn í dag saman. Við eigum þennan áfanga og við eigum þennan frábæra skóla sem stutt hefur við bakið á okkur. Til hamingju allir með þennan áfanga og megi þetta verða ykkur kraftur til að halda áfram á ykkar leið í lífinu sama hvert hún liggur,“ sagði Kristín Edda sem að endingu þakkaði fyrir sig og hópinn. Þakkarræða útskriftarnema Björgvin aðstoðarskólameistari :: Yfirlit vorannar 2016 :: 24 útskrifuðust: Tveir útskrifuðust samkvæmt nýju námskránni :: Samráð við nemendur hvort hentar betur að útskrifast samkvæmt nýju eða gömlu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.