Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 „Helgina fyrsta og annan október síðastliðinn fór fram torfærukeppni sem haldin var rétt fyrir utan bæinn Dyersburg í Tennesee fylki í Bandaríkjunum. Lið skipað Vestmannaeyingum, Team Kubbur með bílinn Kubb, fjölmennti á svæðið og er gaman frá því að segja að Team Kubbur var með stærsta hópinn á svæðinu eða 24 manns í heildina. Mikil eftirvænting ríkti fyrir ferðinni út enda var hún búin að vera í skipulagningu frá því snemma á þessu ári. Flestir voru búnir að kaupa flugmiða og panta sér hótel með margra mánaða fyrirvara svo biðin eftir viðburð- inum var löng,“ segir Guðni Grímsson sem var í hópnum. Allt var vel undirbúið og bíllinn löngu farinn af stað, en bíllinn var settur í gám ásamt 16 öðrum torfærubílum þann þriðja septem- ber. Bílarnir voru fluttir til USA í fjórum 40 feta gámum. Miðvikudaginn 28. september flaug svo allur hópurinn saman út. Millilent var í Boston og flogið svo áfram til Nashville. Þaðan tók svo við þriggja tíma akstur til Dyers- burg í Tennesee. „Á fimmtudeg- inum þegar við vorum að skríða framúr, rétt búin að átta okkur á tímamismuninum var haldið af stað uppá keppnissvæðið, en það var í 10 mín akstursfjarlægð frá hótelinu sem við gistum á. Gámarnir voru að renna í hlað og framundan var vinna við að tæma gámana og setja upp keppnisbúðirnar „Pyttinn“.“ Velti í prufutúrnum Á föstudeginum var svo mætt snemma, bíllinn allur yfirfarinn eftir sjóferðina og lokastillingar gerðar áður en átök helgarinnar byrjuðu á laugardeginum. „Við prófanir kom í ljós að ekki var allt eðlilegt með aflið í bílnum hjá okkur, ljóst var að „boostið“ frá túrbínunni var ekki nægilega hátt sem skilar sér í hræðilegu aflleysi, svo við tóku svolitlar vangaveltur hvað væri að hrjá bílinn. Loks kom það í ljós eftir að búið var að skoða allt gaumgæfilega að lítil slanga fyrir skynjara í tölvu bílsins hafði dottið úr sambandi á leiðinni yfir hafið og var það sem olli þessu vandamáli. Nú vorum við orðnir nokkuð sáttir og Maggi sendur af stað til að prófa bílinn og meta brekkurnar. Ekki vildi betur til en að hátt uppi í miðri brekkunni tekur Magnús ranga beygju niður sem endar með því að hann veltur fyrstu veltu helgarinnar og það í prufu- túrnum. Þetta átti ekki eftir að verða eina velta helgarinnar enda var það markmið ferðarinnar að sýna bandaríkjamönnum almenni- lega hvernig íslensk torfæra færi fram,“ sagði Guðni. Á laugardeginum var mætt í pyttinn um átta leytið, menn voru yfirleitt vaknaðir fyrir klukkan sex á morgnana enda tímamismunurinn ennþá í rugli og spenningurinn mikill. Veðrið var svaka flott alla dagana, 30 til 34 °C og heiðskýrt, þannig að gott var að reyna að kæla sig undir tré eða inni í viðgerðar- tjaldinu og aldrei var langt í svalardrykki hverskonar ... . „Keppnishaldið fór svo fram með frekar hefðbundnum hætti, en fjórir Ameríkanar voru mættir til leiks og voru sumir þeirra búnir að fá lánuð dekk hjá okkur Íslendingunum enda þessi útfærsla mótorsports lítið þekkt á svæðinu. Bílarnir hjá Ameríkönunum eru meira hannaðir til að keppa í svokölluðu klettaklifri sem er meira í harðara efni og stórgrýti og eru þeir meira sérhann- aðir í það. Það kom svo í ljós þegar byrjað var að keyra fyrstu brekk- urnar að þessir bílar voru ekki að gera stóra hluti. Ef þeir komu ekki niður kútveltandi þá brutu þeir allt og brömluðu í drifrásum bíla sinna í brekkunum.“ Erfiðar brautir Allt skipulag og lagning brauta var alfarið á vegum íslenskra brauta- lagningarmanna, dómara og stjórnanda og var hvergi gefið eftir í þeim málum. „Brautirnar voru reyndar svo krefjandi að ekki náðist að keppa nema fjórar brautir af sex sem áætlaðar voru. Kubbur var að standa sig vel í þessum brautum, eitthvað var um veltur hjá okkur og lítilsháttar viðgerðir en alltaf náðum við að mæta í næstu braut. Um klukkan sex þegar farið var að skyggja var keppnin svo flautuð af þennan daginn enda áhorfendur búnir að fá vel fyrir aðgansmið- anum.“ Á sunnudeginum var keppninni svo haldið áfram og keyrðar voru þrjár brautir í brekkunum og átti Magnús eina flottustu og giftusamlegustu reddingu frá veltu sem sést hefur lengi. Að lokum var síðasta brautin keyrð en hún var fleyting yfir 200 m langt vatn sem var þarna stutt frá. Voru menn sammála um að sjaldan hafi gengið jafn vel að fleyta bílunum eins og þarna og fór meirihluti bílanna yfir vatnið og nokkrir alveg án þess að missa ferð og sökkva. Kubbur fór þetta glæsilega enda vorum við búnir að hanna undir hann nokkurs konar væng sem heldur honum betur á floti í þessum aðstæðum og eigum við líklega heimsmetið í fleytingu á sem minnstum hraða.“ Þarna urðu úrslit keppninnar ljós, við vorum búnir að keppa um þriðja til fjórða sæti alla keppnina og enduðum svo í fimmta sæti sem réðst í fleytingunni en hún var tímaþraut og vorum við ekki að setja góðan tíma. Að lokum var ekkert annað að gera en ganga frá og pakka saman aftur í gámana og bíða eftir að næsta keppni verði haldin að ári og vonandi mætir Kubbur og allt hans fylgdarlið einnig þá og heldur á vit nýrra ævintýra í henni stóru Ameríku,“ sagði Guðni að endingu. Eitthvað um veltur og lítilsháttar við- gerðir en mættu alltaf í næstu braut Myndarlegur hópur Íslendinga. Fremst, Arnar Ingi Ingimarsson, Elín Þóra Ólafsdóttir og Magnús Blöndal. Fyrir aftan eru Sævar Benónýsson, Guðni Grímsson, Kristín Hartmannsdóttir, Baldur Gíslason, Magnús Sigurðsson, Margrét Fróðadóttir, Dagný Hlynsdóttir, Ragnar Örn, Hlynur Richardsson, Jón Baldur, Davíð Smári, Svanur Arnarson, Bjarki Hlynsson, Grímur Guðnason, Ívar, Leó, Edda Björk, Guðjón Engilbertsson og Ingi Þór Arnarsson. :: Eyjamenn með Kubbinn stóðu sig vel í torfæru í Bandaríkjunum :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.