Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. EYJAFRÉTTIR Eyjafréttir sendu Sigurði Inga Jóhannssyndi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokks- ins, Páli Magnússyni Sjálfstæðis- flokki, Oddnýju Harðardóttur Samfylkingu, Ara Trausta Guðmundssyni Vinstri grænum, Páli Val Björnssyni Bjartri framtíð, Smára MacCarthy Pírötum, Jónu Sólveigu Elínar- dóttur Viðreisn, Guðmundi Sighvatssyni Alþýðufylkingunni og Sturlu Hólm Jónssyni Dögun sem öll eru oddvitar framboð- anna í Suðurkjördæmi nokkrar spurningar um stöðu heilbrigðis- mála á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum. Heimtur voru rýrar og aðeins svöruðu þrír, Páll Valur, Ari Trausti og Páll Magnús son. Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði? Ég hreinlega hef ekki svar við því hvar það ætti að gerast enda tel ég að ekki verði lengra gengið í niðurskurði hjá stofnuninni. Ef hún á að standa undir lögbundnum skyldum sínum þá verður öllum niðurskurði að ljúka nú þegar og auknu fjármagni veitt til hennar. Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? Nei, það finnst mér alls ekki og hef reifað þá hugmynd að Landhelgis- gæslan sjái um sjúkraflugið allavega sunnan og vestanlands. Hún gæti síðan gert þjónustusamning við t.d. Mýflug um að sinna sjúkraflugi norðan og austanlands. Þetta er gífurlega mikilvægt öryggisatriði fyrir fólk á landsbyggðinni, ekki síst fyrir íbúa Vestmannaeyja sem ekki búa við tryggar samgöngur allan sólarhringinn. Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? Nei, það tel ég ekki og myndi halda að nýta ætti skurðlækni sem staðsettur yrði í Eyjum til þess að sjá um einhvern hluta þeirra aðgerða sem gerðar eru á Land- spítalanum. Nú bíða um 6000 manns eftir aðgerðum af öllu tagi og að minni hyggju ætti að nýta stærri heilbrigðisstofnanir landsins sem búnar eru skurðstofum til þess að sinna þessum aðgerðum. Það segir sig sjálft að Landspítalinn nær ekki að sinna þessu. Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? Alls ekki og þetta er eitthvað sem hreinlega verður að breyta, það er algerlega óásættanlegt að mismuna fólki eftir því hvar það er búsett. Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði? Við sjáum engan raunhæfan möguleika á niðurskurði. Nóg er komið. VG hafa lagt fram þá stefnu að endurskipuleggja og/eða auka starfsemi sjúkrahúsanna úti á landi eins og sagt er. Meðal annars er gert ráð fyrir að safna saman 51 milljarði króna með álögum á þá sem hæstar hafa tekjur og t.d. með auknum auðlindagjöldum - á næsta ári. Þar af eiga 18 milljarðar að ganga til heilbrigðismála. HSU, á öllu þjónustusvæðinu, færi ekki varhluta af því handabandi. Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? Sjúkraflug er afar kostnaðarsamt. Það er hægt og rétt að minnka álagið á það með aukinni þjónustu helstu heilbrigðisstofnana utan Reykjavíkur og Akureyrar. Vissulega væri farsælt að hafa tvo upphafsflugvelli sjúkraflutninga - og raun þyrfti líka að hafa neyðar- og hjálparþyrlur staðsettar í tveimur landshlutum og þá einmitt á sömu stöðum og tvíhreyflurnar. Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? Nei - án þess að skilgreina hvað rétt og fært er að hafa af slíku í Vestmannaeyjum - þ.e. hvers konar aðgerðir skulu þar gerðar. Vonandi tekst að endurlífga nauðsynlega þjónustu þar. Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? Nei, að sjálfsögðu ekki og löngu kominn tími til að reikna út heildar samfélagskostnað af þessu sérstæða ráðslagi. Inni í tölunni er raunkostn- aður foreldra og fjölskyldna o.fl. Búast má við að samfélagskostnað- urinn opinberaði að sparnaðartölur á reikningum ríksins af fæðingum utan Eyja dygðu ekki til að réttlæta þessa skerðingu sjúkrahúsþjónustu og það annað sem fylgt hefur nákvæmlega niðurskurði á fæðingarþjónustunni. Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði? Það eru engir möguleikar á frekari niðurskurði, þvert á móti þarf að auka fjárveitingar stofnunarinnar og bæta þjónustu. Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? Óbreytt fyrirkomulag í sjúkraflugi er ótækt. Tillaga sem lögð hefur verið fram, m.a. af Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðis- flokksins og Styrmi Sigurðarsyni yfirmanni sjúkraflutninga á HSU, um sjúkraþyrlur er hugmynd sem vert er að skoða alvarlega. Sjúkra- þyrla, skipuð bráðatækni og bráðalækni á vakt allan sólarhring- inn gerir það að verkum að viðbragðstími myndi styttast verulega. Slíkt getur skipt sköpum, því við vitum það að hver mínúta getur skipt máli þegar alvarleg veikindi eða slys ber að garði. Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? Nei, þetta er skilyrðislaus og sanngjörn krafa. Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? Það er með öllu ótækt. Að sjálf- sögðu eiga konur að eiga þann kost að eiga börn í sínum heimabæ, ekki síst í ljósi þess hversu samgöngur eru ótryggar. :: Heilbrigðismál í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi :: Aðeins Páll Valur, Ari Trausti og Páll Magnússon svöruðu :: Óásættanlegt að mismuna fólki eftir því hvar það er búsett Páll Magnússon Ari Trausti Björn Valur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Jóna Kristín Ágústsdóttir Áhamri 6, Vestmannaeyjum lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 18. október sl. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. október og hefst athöfnin klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Magnús Birgir Guðjónsson Toke Ploug Henriksen Halla Kristín Kristinsdóttir Guðjón Magnússon Anna Kristín Magnúsdóttir Ólafur Vignir Magnússon :: Aukna þjónustu helstu heilbrigðisstofnana utan Reykjavíkur og Akureyrar :: VIÐ HÖFNUM ALFARIÐ Íslenska Þjóðfylkingin WWW.X-E.IS ÍSLENSKA ÞJÓÐFYLKINGIN AÐILD AÐ ESB EYJAFRÉTTIR - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.