Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 EYJAFRÉTTIR/ Miðvikudagur 26. október 2016 Náttúruauðlindir Íslands eru ekki margar miðað við sum önnur lönd en ríkulegar. Þær helstu eru jarðvegurinn /gróðurinn, lífríki sjávar, vatnsföll og stöðuvötn, jarðhitasvæði, byggingarefnisnámur og náttúrufyrirbæri eða svæði með fjölbreyttum og/eða sérstæðum jarðmyndunum, landslagi og vistkerfum. Nútíð og framtíð okkar er háð nytjum þessrar náttúru. Þá getum við horft á töluverða fjölbreytni, allt frá landbúnaði og fiskveiðum til tekna af ferðaþjónustu sem mikill meirihluti ferðamanna tekur þátt í vegna náttúru landsins. Ófært er að stunda þessar nytjar án náttúru- og umhverfisverndar. Á milli þeirra tveggja verkþátta verður að vera jafnvægi. Við vitum vel að sú staðreynd felst í hugtakinu sjálf- bærni en það nær líka til félagslegs og efnahagslegs jafnvægis. Sjálfbærni er þríþætt hugtak. Og hvort sem er í landbúnaði eða orkuöflun verður að vega og meta alla þrjá þættina í hvert sinn sem teknar eru meginákvarðanir eða mat lagt á lög, framkvæmdir og stefnubreytingar. Sauðfjárbúskapur er til dæmis ekki bara spurning um beitarmál eða beingreiðslur, heldur líka um félagslegt öryggi í sveitum, góða matvælaframleiðslu, mótvægi við loftslagsbreytingar, jöfnuð í tekjum, dreift álag á umhverfið í landinu öllu og endurheimt landgæða, svo eitthvað sé nefnt. Ný vatnsvirkjun snýst um meira en orkuverð eða stærð. Hún snýst líka til dæmis um félagsleg áhrif í héraði, hagkvæmni fyrir þjóðfélagið í heild, bein umhverfisáhrif og samfélagsleg gildi í ólíkum geirum, allt frá ferðaþjónustu til iðnaðar eða samgangna. Þegar við Vinstri græn leggjum áherslu á sjálfbærni sem leiðarljós atvinnuvega og náttúrunytja, þá er það gert á þessum breiða grunni. Ekki með einhliða og ranga áherslu á hagræðinguna eina, ágóðan einan, þörf einnar atvinnugreinar eða eins fyrirtækis eða án tillits til alvar- legrar stöðu loftslagsmála. Við hugsum heildrænt og hvetjum ykkur til hins sama. Í Suðurkjördæmi búa rúmlega 35 þúsund kjósendur og allmargir erlendir ríkisborgarar. Á ferðum okkar og fundum og í samtölum við fjölmarga skynjum við vel hve velferð fólks er alvarlega ógnað. Við skynjum kröfur um að bæta langvinnan niðurskurð. Að því stefnum við. Á bak við kröfur um betri lífsskilyrði sést svo í óskir um að geta búið sem víðast í þessu stærsta kjördæmi landsins, á nútímalegan hátt, með félagslegu öryggi og fjölbreyttum menntunar- og atvinnutækifærum. Þingmenn VG úr kjördæminu væru traustir talsmenn jöfnuðar, fjöl- breyttra byggða, sjálfbærni og samkenndar. Ykkar er valið. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður skipa tvö efstu sætin á lista VG í Suðurkjördæmi. Vinstri græn - það er málið Heiða Guðný Ásgeirsdóttir. Ari Trausti Guðmundsson. Hluti af haustinu www.n1.is facebook.com/enneinn Haustið er tíminn til að hoppa í polla Dunlop Blizzard barnastígvél Þessi vinsælu stígvél fást nú á N1 í bleiku og bláu. Endingargóð, sterk og loðfóðruð fyrir íslenska veðráttu. Stærðir: 24-35 Verð: 6.700 kr. Fást í eftirtöldum N1 verslunum Reykjavík • Blönduós • Akureyri • Húsavík • Reyðarfirði Höfn • Grindavík • Ólafsvík • Patreksfjörður • Vestmannaeyjar Á mánudaginn, þann 24. október voru konur hvattar til að leggja niður störf frá kl.14:38 og sýna samstöðu. Konur eru með 29,7% lægri tekjur að meðaltali og fá þar með ekki laun fyrir síðustu 2 klukkustundir og 22 mínútur á degi hverjum. Búið var að boða til samstöðufundar við Austurvöll og ákváðu nokkrar konur hér í bæ, þó með skömmum fyrirvara að boða til samstöðufundar við Bárustíg. Á síðu Jafnréttisstofu segir að margvíslegar skýringar geti verið á launamun kynjanna og fer nokkuð eftir því við hvað er miðað. Karlar vinna almennt lengri vinnudag en konur, sem er hluti skýringarinnar. Þeir eru líka frekar í störfum sem meira eru metin til launa í samfé- laginu. Þetta tvennt skýrir að hluta til almennan launamun kynjanna. Í könnunum á kynbundnum launamun er tekið tillit til þessara þátta og einnig er yfirleitt tekið tillit til þátta eins og menntunar, aldurs og starfsaldurs. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa í rannsóknum innan fyrirtækja og stofnana, stendur oftast eftir launamunur á bilinu 7% til 18% sem ekki verður skýrður á annan hátt en þann að kyn ráði. Sá munur er kallaður óútskýrður eða kynbundinn launamunur. Þessi munur kemur fyrst og fremst fram í fríðindum, sporslum og óunninni yfirvinnu sem karlar hljóta í mun ríkari mæli en konur. Að öllum líkindum skiptir hér miklu máli mismunandi staða kynjanna gagnvart heimili og fjölskyldulífi. Með réttu eða röngu er það mat margra atvinnurekenda og stjórnenda að konur séu óáreiðanlegra vinnuafl því þær þurfi mun frekar en karlar að sinna börnum og heimili, séu því frekar fjarverandi og geti síður unnið yfirvinnu. Á síðustu árum hefur heldur dregið saman með kynjunum hvað atvinnutekjur varðar en kynbundinn launamunur er þó viðvarandi samkvæmt könnunum. Um 50 til 60 konur mættu á Bárustíginn sem er góð mæting því fyrirvarinn var stuttur. Drífa Þöll Arnardóttir einn af skipuleggjund- um fundarins tók fyrst til máls og kom inná þessa punkta hér að ofan. Því næst tók til máls Hafdís Snorradóttir sem talaði um jafnrétti og náði í minnargarbrot úr æskunni þar sem hún og tvíburabróðir hennar fengu allt jafnt hvort sem það var dúkka eða bíll. Enda á það að vera þannig. Næst tók til máls Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún hafði frá mörgum góðum sögum að segja frá sér og úr samfélaginu. Hún talaði um stemninguna á vinnustöðum, hvernig konur og karlar haga sér ólíkt, óréttlætið við að einu sinni fóru einungis karlar bara út í Eyju að veiða og þegar hún varð fyrsti kvenforseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og svo margt fleira. Dagskrána enduðu svo á því að starfsmenn leikskólans Sóla tóku lagið,,Já, ég þori, get og vil” við góðar undirtektir. Konur sýndu samstöðu á Kvennafrídaginn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.