Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 17
17Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 :: Unga fólkið og Alþingiskosningar á laugardaginn :: Birgitta Ósk Valdimarsdóttir. Kristín Erna Sigurlásdóttir.Einar Thor Ísfjörð.Anton Bjarnason. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að kosningar til Alþingis muni fara fram laugardaginn n.k. Upphaflega áttu kosningarnar að vera 22. apríl 2017 en í ljósi óróleikans í kjölfar Panamaskjalana var þeim flýtt eins og frægt er orðið. Þeir sem fylgst hafa með umræðunni að undanförnu hafa tekið eftir því að valkostirnir á kjörseðlinum munu vera fjölmargir í ár en til viðbótar við þá sex flokka sem þegar sitja á þingi, munu sex aðrir flokkar gefa kost á sér. Að gefnu tilefni kannaði blaðamaður hug ungs fólks í Vestmannaeyjum, annars vegar hvernig þeim líst á kosningarnar og pólitíkina almennt og hins vegar hvort það hafi gert upp hug sinn. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Þær leggjast bara ágætlega í mig. Þetta verður spennandi í ár þar sem það eru margir flokkar í framboði og nokkrir nýir. Það verður áhugavert að sjá hvaða nýju flokkar komast inná þing og einnig hvort að núverandi ríkisstjórn standi storminn af sér. Hefur þú gert upp hug þinn? Ekki alveg, þarf að kynna mér flokkana betur, enda mikið úr að velja. Þórir Bergsson Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Alþingiskosningarnar leggjast bara almennt vel í mig og er ég spenntur fyrir komandi tímum. Það væri samt skemmtilegra ef fleiri mundu taka virkan þátt í íslenskri pólitík. Hefur þú gert upp hug þinn? Píratar alla leið. Anton Bjarnason Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Þessar kosningar leggjast bara ágætlega í mig. Ég er ekkert mikið að missa mig yfir pólitík, læt aðra um það. Hefur þú gert upp hug þinn? Já ég kýs alltaf það sama, veit bara ekki hvort það sé sniðugt að segja það þar sem margir hér um borð í Gullberginu eru rammpólitískir. Einar Thor Ísfjörð Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Kosningarnar leggjast vel í mig. Það er kominn tími á þær. Íslensk pólitík er full af fólki sem hugar meira að eigin hagsmunum heldur en hagsmunum þjóðarinnar. Þar er líka gott fólk en þeim þarf að fjölga. Hefur þú gert upp hug þinn? Ég er orðinn 90% á því hvað ég kýs. Kynni mér stefnur flokkana enn betur í vikunni áður en ég kýs. Gísli Matthías Sigmarsson Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Þær leggjast bara vel í mig, það hefur verið gaman og oft mjög spaugilegt að fylgjast með hversu langt rógsherferðir gegn ýmsum flokkum ganga. Ég held að íslensk pólitík sé að taka svolítið nýjan vinkil núna þar sem vitundarvakn- ing virðist vera í samfélaginu í kjölfar afhjúpunar á spillingu í fjölmiðlum undanfarið. Það er augljóslega á mörgu sem þarf að taka á og það verður athyglisvert að sjá niðurstöður þessarar kosninga. Hefur þú gert upp hug þinn? Já, ég hef ákveðið mig og þarf ég að vísu að leggja á mig smá ferðalag til að kjósa þar sem ég er staddur í austurhluta Tékklands og þarf að fara í sendiráð Íslands í Prag sem er fjögurra tíma lestarferð hvora leið. Kannski maður geri sér bara þriggja daga helgi, þar enda Prag skemmtileg borg. Kristín Erna Sigurlásdóttir Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Kosningarnar leggjast í mig á svipaðan hátt og áður þar sem er mikið rætt og miklu lofað en lítið staðið við og það verður líklega þannig áfram. Hefur þú gert upp hug þinn? Ég hef gert upp hug minn og ég mun skila auðu. Erna Valtýsdóttir Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Þetta leggst bara ágætlega í mig, ég er vongóð og bjartsýn fyrir framtíðinni. World peace. Hefur þú gert upp hug þinn? Nei ég hef ekki gert það og mun líklega ekki gera það fyrr en ég kem í kjörklefann. Aron Hugi Helgason Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Alþingiskosningarnar leggjast virkilega vel í mig, þrátt fyrir að það sé fremur undarlegt að velta fyrir sér hvað skal kjósa í skamm- deginu í október. Íslensk pólitík er einskonar skrípaleikur og kemur það því ekki á óvart að öllu fögru er lofað, en mörgu hverju ekki framfylgt. Þar sem engum stjórn- málaflokki ber skylda að framfylgja loforðunum. Hefur þú gert upp hug þinn? Með hverjum deginum sem líður verð ég óákveðnari með mitt atkvæði. Ef það hefði verið spurt mig fyrir viku þá var ég handviss hvert atkvæðið mitt fær. En vegna umfjöllunar undanfarna daga finnst mér flokkarnir einungis vera að tyggja sömu tugguna. Ég vil sjá nýjan ferskan flokk á Alþingi sem taka betur á hlutunum. Má þar sérstaklega nefna húsnæðismál þar sem þau er mér efst á baugi. Birgitta Ósk Valdimarsdóttir Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Kosningarnar leggjast ekki vel í mig. Hefur þú gert upp hug þinn? Nei, hef ekki enn gert upp hug minn. Hannes Jóhannsson Hvernig leggjast komandi Alþingiskosningar í þig og íslensk pólitík almennt? Ég hef mjög takmarkaðan áhuga á pólitík og hef því lítið verið að velta mér uppúr komandi alþingiskosn- ingum. Hefur þú gert upp hug þinn? Nei, hef ég ekki gert upp hug minn. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Erna Valtýsdóttir.Hannes Jóhannson. Aron Hugi Helgason.Þórir Bergsson.Gísli Matthías Sigmarsson. Flestir enn að spá og spekúlera Nú er byrjað að bora vinnsluhol- ur fyrir varmadælustöðina sem á að rísa við Hlíðarveg. Boraðar verða þrjár vinnsluholur að því er Ívar Atlason, forstöðumaður tæknideildar HS-Veitna í Vestmannaeyjum tjáði Eyjafrét- tum. Hver hola verður 20 tommur í þvermál og 40 metra djúp og fóðruð fyrstu 20 metrana. Borinn sem borar vinnsluholurnar heitir Saga og er frá Jarðborunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.