Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 :: Arna Huld skipar sjöunda sæti á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi :: Eflum grunnþjónustuna og leyfum sér- hagsmunum ekki að hafa yfirhöndina Arna Huld Sigurðardóttir er fædd í Svíþjóð 1981. Hún skipar sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Arna Huld er deildarstjóri sjúkradeildar Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar eru Sigurður Karl Sveinsson og Guðlaug Birna Guðjónsdóttir. Anna Hulda á eina dóttur, Kolbrúnu Birnu, sem er í fyrsta bekk. Arna Huld var á árum áður alltaf virk í stjórnmálum en tók sér svo góða pásu frá þeim. Þegar hún flutti aftur til Vestmannaeyja síðasta haust vildi hún taka upp þráðinn aftur. Heilbrigðismálin eru henni hugleikin sem og samgöngumálin. Hvað ertu að aðhafast þessa dagana? Tími minn fer að mestu í að sinna vinnunni, vera með dóttur minni, horfa á einstaka sjónvarps- þátt og svo er kosningabaráttan auð- vitað komin á fullt. Hvað var til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér? Hér áður fyrr var ég nokkuð virk í stjórnmálum en á ákveðnum tímapunkti fékk ég alveg nóg og dró mig í hlé. Ég ætlaði mér ekki að taka aftur virkan þátt. En þegar ég flutti heim síðasta haust varð hugarfarsbreyting hjá mér. Ég fékk aftur áhuga á því að geta haft áhrif á hvernig samfélagi við búum í. Þannig að þegar ég fékk símtal frá Oddnýju Harðardóttur um að taka sæti á lista þá ákvað ég að slá til og fá þar af leiðandi tækifæri til að vinna að því að koma mínum skoð- unum á framfæri. Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð inn á þing? Við skulum nú alveg vera raunsæ um að ég sé ekki á leiðinni á þing, þar sem Suðurkjördæmi er með núna samtals tíu þingmenn og ég skipa sjöunda sæti listans. En það er ekki þar með sagt að það séu ekki ákveðin mál sem eru mér mjög hugleikin og ég tilbúin að berjast fyrir. Fyrsta og eitt mikilvægasta mál- efnið eru auðvitað heilbrigðismálin. Ég vann í tíu ár á gjörgæslu og vöknun á Landspítalanum og er núna á sjúkradeildinni hér í Eyjum þar sem ég hef unnið í rúmt ár. Mín reynsla er að það er sama hvernig árar þá hefur alltaf verið sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Sparnaður er eitthvað sem mér finnst ekki eiga við í heilbrigðikerf- inu. Skynsemi í rekstri er hins vegar eitthvað sem þarf að hafa að leiðar- ljósi. Eftir hrun stökk heilbrigðis- kerfið okkar aftur um tugi ára, biðlistar lengdust og heilbrigðis- starfsfólk flúði íslenska kerfið vegna mikils álags í starfi, slæmrar vinnuaðstöðu og slakra kjara. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Allir Íslendingar eiga að geta búið við fyrsta flokks heilbrigðiskerfi, það er allavega mín ósk. Til þess að það sé möguleiki þá þurfa allir landsmenn að geti fengið viðeig- andi þjónustu og tryggja þarf öryggi fyrst og fremst. Í raun væri hægt að tala endalaust um þetta málefni, en ég læt hér við sitja. Annað málefni sem er þarft að koma í gegn eru breytingar á hús- næðismálum. Það er ekki eðlilegt að mínu mati að ungt fólk, þar á meðal ég sjálf, eigi svona erfitt með að festa kaup á húsnæði. Það þarf að efla leigumarkaðinn um allt land og auðvelda fólki að kaupa sér sína fyrstu eign. Ég er sérstaklega ánægð með þær raunhæfu hugmyndir sem Samfylkingin er með í þeim málum fyrir þessar kosningar og held að þær geti hjálpað mörgum. Að mínu mati þarf að efla lög- gæslu um allt land og setja þarf meira fjármagn í málaflokkinn. Þetta væri liður í að auka öryggi almennings og ekki síst öryggi lög- reglumanna í starfi. Mikilvægt er að passa uppá öll menntunarstig, það á að vera hvetjandi að sækja sér menntun. Við þurfum að hlúa bæði að nemendum og starfsfólki og taka mið að mis- munandi þörfum einstaklinga. Efn- að bæjarfélag eins og Vestmanna- eyjabær þarf að vinna markvisst að því að skipa okkur meðal fremstu skóla. Samgöngumál og heilbrigðismál er það sem brennur helst á Eyja- mönnum. Hvað viltu helst sjá gert þar? Meðan ég bjó í Reykjavík þá var ég oft mjög pirruð á samgöngunum. Eftir að ég flutti þá snýst lífið stundum um lítið annað en þessi blessuðu samgöngumál. Kemst maður eða ekki? Og það er ekki endilega veðrið sem veldur því að maður komist ekki, heldur er jafnvel fullt í allar ferðir Herjólfs. Þetta er óásættanlegt þar sem siglingaleiðin er okkar þjóðvegur. Því er mikilvægt að gerðar séu ráðstafanir varðandi Landeyjarhöfn og að hún sé ekki bara nothæf hluta ársins. Þessu fylgir auðvitað smíði nýs skips. Þetta er og á að vera for- gangsmál fyrir okkur Eyjamenn. Eins og kemur fram hér að ofan þá eru heilbrigðismálin minn málaflokkur. Ég fór í hjúkrun til að sinna fólki og ég elska vinnuna mína, eða allavega oftast. Það er nánast án undantekningar að ein- staklingur þurfi ekki á einhverjum tímapunkti að þiggja þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Við sem vinnum að þessum málum viljum auðvitað geta veitt bestu mögulegu þjónustu sem hægt er. Álagið er misjafnt og þar sem við búum á eyju höfum við takmarkað “back-up”. Við verðum fyrst og fremst að treysta hvert á annað. Ef við hugsum eingöngu um Eyjar þá þarf að stórbæta sjúkraflutninga frá Eyjum. Við eigum ekki að sætta okkur við það að sjúkravélin sé staðsett á Akureyri og að það geti liðið alltof langur tími í að bráð- veikur sjúklingur komist í loftið. Einnig þarf að efla endurmenntun heilbrigðisstarfsfólks, það er mikil- vægt og hefur sýnt sig að endur- menntun veiti starfsmönnum meira sjálfsöryggi og auki kunnuáttu til að takast á við þau atvik sem gætu komið upp. Það þarf að tryggja að við missum ekki það frábæra starfs- fólk sem við höfum hér í Eyjum úr starfi. Svo þarf auðvitað að gera allt til að við fáum fleiri hjúkrunarrými og passa uppá að við höldum þeim sjúkraplássum sem við höfum. Og hvað á að gera til að þetta lagist og koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gæti gerst? Fyrst og fremst þarf að tryggja að nægilegt fjár- magn sé sett í þennan mikilvæga málaflokk. Annað sem þú vilt koma á fram- færi? Það sem ég held að þessar kosningar muni snúast um að miklu leyti er í hvað viljum við að skattpeningarnir okkar verði notaðir í. Mitt mat er að það þarf að efla grunnþjónustuna og ekki leyfa sér- hagmunum að hafa yfirhöndina. Að lokum þetta: Höfum áhrif og notum kosningaréttinn okkar. Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Arna Huld Sigurðardóttir Ragnheiður Perla Hjaltadóttir er nemandi í hjúkrun við Háskóla Íslands. Hún er dóttir Hjalta Kristjánssonar læknis og Veru Bjarkar Einarsdóttur. Ragnheið- ur Perla vill sjá meiri afköst og öryggi í vegakerfinu hér á landi, auðvelda ungu fólki kaup á fyrstu fasteign og efla nýsköpun. Einnig vill hún sjá fæðingar- þjónustu aftur í Vestmanna- eyjum, betri þjónustu í sjúkra- flutningum og að þeim verkefninum sem í gangi eru varðandi Landeyjahöfn verði fylgt eftir og haldið áfram að bæta. Hvað ertu að aðhafast þessa dagana? Ég er á fjórða og síðasta ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands svo að það fer voða mikill tími hjá mér í skólann og verknám. Ég vinn með náminu á Bráðalyflækninga- deild í Fossvogi á milli þess sem ég er að reyna að sanna að ég geti eitthvað í blaki með Þrótti Reykja- vík. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér? Það var hringt í mig og ég beðin að taka sæti á listanum. Mér fannst það kjörið tækifæri til að skapa tengsl og reyna að hafa einhver áhrif. Stjórnmál eru bara of mikilvæg til að ungt fólk láti sig þau ekki varða. Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð inn á þing? Það myndi allavega styrkja trú mína á kraftaverk ef ég færi beint á þing úr 17. sætinu. En það sem ég vona, að þeir sem eru ofar en ég á listanum geri þegar að þeir fara á þing er til dæmis að það þarf að auka afköst og öryggi vegakerfisins á landinu. Það hljóta að vera fleiri en ég sem eru hræddir að keyra í Landeyjahöfn. Mér finnst einnig mikilvægt að séreignasparnaðs- leiðin verði fest í sessi til að auðvelda ungu fólki kaup á fyrstu eign. Og svo þarf að halda áfram að lækka skatta og efla nýsköpun og sprotastarf svo að dæmi séu nefnd. Samgöngumál og heilbrigðismál er það sem brennur helst á Eyjamönnum. Hvað viltu helst sjá gert þar? Sem fyrrverandi starfsmaður í afgreiðslu Herjólfs er ég orðin algjörlega ónæm fyrir umræðunni um samgöngumál og finnst fátt jafn leiðinlegt en að tala um Herjólf. Það væri því auðvitað ósk mín að finna þessu máli farsælan farveg þannig að við Eyjamenn getum hætt að ræða samgöngumálin í öllum partýum. Það þarf að fylgja nýjum Herjólfi eftir og halda áfram að vinna að úrbætum við Landeyjahöfn. Við Íslendingar erum ekki mjög góð í að hugsa út fyrir rammann og það þarf helst allt að vera gert í gær. Við verðum að tryggja að þær ákvarð- anir og breytingar sem gerðar verða í tengslum við Landeyjahöfn verði teknar á faglegum forsendum og ekki í fljótfærni, til að endurtaka ekki sömu mistök og gerð voru þegar höfnin var byggð. Einnig vil ég sjá sama fargjald í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn. Heilbrigðismálin eru mér líka mjög kær og ég tel að mikilvægast af öllu sé að tryggja fæðingarþjón- ustu í Vestmannaeyjum og fá skurðstofuvakt. Ég hef einnig talað mikið fyrir því að það þarf að efla sjúkraflutninga og nýlega sam- þykkti heilbrigðisráðherra að fjármagna það að skoða þessi mál betur og því þarf að fylgja eftir. Það á einnig að fara að stækka Hraun- búðir og bæta við deild fyrir heilabilaða sem er ekkert nema jákvætt. Annað sem þú vilt koma á framfæri, þá má það endilega koma fram. Ég vil bara minna alla Vestmanna- eyinga á hvað það eru mikil forréttindi að búa í Vestmanna- eyjum, ég hlakka mikið til að flytja aftur heim og græða fleiri klukku- stundir í sólarhringinn. Einnig vil ég auðvitað hvetja alla til að setja X við D! :: Ragnheiður Perla skipar 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi :: Stjórnmál eru bara of mikilvæg til að ungt fólk láti sig þau ekki varða Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Ragnheiður Perla Hjaltadóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.