Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 22
22 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 :: Kristján Guðmundsson, nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu :: Vil búa til lið sem setur þrýsting á ofurliðin í deildinni Fyrr í mánuðinum tók hinn reynslumikli þjálfari Kristján Guðmundsson við karlaliði ÍBV í knattspyrnu. Kristján samdi til þriggja ára og mun setjast að í Eyjum. Á ferlinum hefur Kristján stjórnað liðum á borð við ÍR, Þór, Keflavík, Val, HB Þórshöfn og núna síðast Leikni Reykjavík. Árið 2006 vann Kristján bikarmeistaratitil með Keflavík og árið 2010 varð hann færeyskur meistari með HB Þórshöfn. „Það verður að skoða leikmannahópinn og samsetningu hans, samningsstöðu leikmanna og hvernig þarf að styrkja hópinn af leikmönnum til að liðið verði betra. Ræða við knattspyrnuráð, ræða við leikmenn og athuga líkamlegt og andlegt ástand þeirra og skoða betur aðstöðuna sem í boði er fyrir leikmenn til að æfa knattspyrnu bæði í Eyjum og uppi á landi,“ sagði Kristján þegar hann var spurður um sitt fyrsta verk sem þjálfari ÍBV. Breytingar á liðinu? Hvernig viltu byggja upp liðið? „Helst af öllu myndi ég vilja hafa kjarnann í liðinu Eyjamenn og er það ákveðið ótímasett markmið í mínum huga. Það verða breytingar á leikmanna- hópnum en þó vonandi ekki óeðlilega miklar þannig að einhver stöðugleiki haldist þar.“ Einhverjar áherslubreytingar á spilamennsku liðsins og hvernig fótbolta viltu spila? „Ég vel leikstíl og leikfræði eftir þeim leikmannahóp sem ég vinn með í hvert skipti þannig að það henti þeim einstaklingum sem við höfum yfir að ráða. Hvað verður hjá ÍBV á næsta sumri er ekki komið í ljós en liðin sem ég hef sett saman á ferlinum hafa flest sótt hratt og varist af ákafa.“ Væntingar fyrir tímabilið? „Á meðan við erum ekki búnir að setja saman endanlegan leikmannahóp fyrir næsta ár get ég ekki svarað þessu á annan hátt en að við viljum búa til lið sem losar sig við fallspennuna og þróar sig svo í að verða lið sem setur þrýsting á ofurliðin í deildinni.“ Mikið hefur verið fjallað um skipan nýs knattspyrnuráðs og formanns þess undanfarna daga og hefur umræðan að miklu leyti einkennst af neikvæðni. Að sama skapi hefur ekki verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri félagsins og segir sagan manni það að sá einstaklingur eigi ekki eftir að endast lengi í starfi. Hvernig er fyrir þjálfara að koma inn í svona ólguástand? „Nú er verið að ganga frá ráðningu á framkvæmdastjóra sem knatt- spyrnuráðið er mjög ánægt með og er það vel. Ég er vanur tíðum framkvæmdastjóraskiptum í starfi mínu sem knattspyrnuþjálfari og læt slíkt ekki á mig fá en auðvitað þurfum við sem störfum í þessum kröfuharða heimi knattspyrnunnar að hjálpast að við að gera starf hvers annars sem farsælast til að skapa árangursríkt umhverfi sem nær því besta frá okkur öllum. Hvað varðar þau átök sem skapast hafa við breytingar á knattspyrnu- ráði treysti ég því að fólk tali saman og leysi sín mál þannig að niðurstaðan styrki félagið ÍBV til framtíðar.“ Síðastliðin fimm ár hefur nýr þjálfari tekið við ÍBV liðinu fyrir hvert tímabil en hætt, ýmist á miðju tímabili eða strax eftir það, oftast menn sem skrifað hafa upp á þriggja ára samning við félagið. Munu Eyjamenn koma til með að sjá breytingu á þessu mynstri á næsta ári? „Það er óskandi að svo verði, það er allavega stefnan. Það er auðvitað hægt að setja saman lið sem á að skila úrslitum á einu ári með einhverri sprengju en oftast er farsælast að byggja traustan grunn sem hægt er að byggja lið á til frambúðar. Slíkt tekur mislangan tíma og við skulum sjá hvernig okkur gengur á næstu mánuðum.“ Hvernig leggst það í þig að flytja til Eyja? Hefur þú einhverja tengingu hingað? „Ég veit það eitt að ég ætla að láta mér líða vel í Eyjum í leik og starfi. Njóta þess að kynnast nýju fólki, kynnast samfélaginu og láta gott af mér leiða. Mágkona mín og fjölskylda hennar búa í Eyjum og taka væntanlega vel á móti mér.“Kristján Guðmundsson Grétar Þór Eyþórsson lék á dögunum sinn 300. leik fyrir ÍBV á ferlinum þegar liðið mætti Gróttu á Seltjarnarnesi en leiknum lyktaði með stórsigri Eyjamanna 18:26. Með liðinu hefur Grétar orðið deildarmeistari, Íslandsmeistari og síðast bikarmeistari árið 2015 þegar ÍBV lagði FH naumlega 23:22. Hvenær spilaðir þú þinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk? Árið 2003. Erlingur Richardsson gaf mér eldskírnina og það hefur aldeilis reynst honum vel enda orðinn tvöfaldur heimsmeistari félagsliða. Hann talar oft um að ég hafi opnað nýjar víddir í þjálfunar- aðferðum sínum eftir að hann gaf mér tækifærið. Var alltaf draumurinn að vera handboltamaður? Nei og já, þessi handboltafjölskylda hér í Eyjum er bara þannig að þú vilt vera hluti af henni og mun ég væntanlega aldrei yfirgefa hana. Tek tíu ár í viðbót sem leikmaður og verð svo í kringum liðið restina af ævinni. Hvernig er tilfinningin að vera búinn að ná 300 leikjum fyrir ÍBV? Þokkaleg, vantar um 50 leiki í að ná Sigga Braga. Þegar ég fer fram úr honum þá held ég partý og býð bara SB og við fögnum því rækilega. Nú hefur þú borið fyrirliðabandið í þó nokkrum leikjum, hversu mikla þýðingu hefur það fyrir þig að fara fyrir liðinu? Ég er í raun varafyrirliði en nýt góðs af því að Magnús Stefánsson er fyrirliði því hann missir af svo mörgum leikjum vegna eymsla að ég er nánast alltaf fyrirliði. Til gamans má geta að ÍBV hefur aldrei tapað leik þar sem ég er með bandið. Hver er metnaður liðsins á yfirstandandi tímabili? Metnaðurinn er gríðarlega mikill enda erum við allir keppnismenn. Draumurinn er að vinna allar þessar dollur en til þess að það gerist þarf allt að ganga upp. Markmiðin eru skýr og það er að fara í hvern leik til þess að vinna hann og helst með tíu mörkum. :: Grétar Þór Eyþórsson með 300 leiki :: ÍBV hefur aldrei tapað leik þar sem ég er með bandið :: Treysti því að fólk tali saman og leysi sín mál þannig að niðurstaðan styrki félagið ÍBV til framtíðar ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.