Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 hARALDUR ARI Veislustjóri „Við höfum orðið varar við aukinn áhuga, sérstaklega frá konum á landsbyggðinni, á að fá að koma til okkar í dekur á höfuðborgarsvæð- inu. Þar sem við erum með fyrsta flokks aðstöðu, hótel, heilsurækt, spa, snyrtistofu og veitingastað þá ákváðum við að kýla á þetta,“ segja Gígja Þórðardóttir sem ásamt Heiðdísi og Sunnu ætla að standa að dekurhelgi á Hótel Íslandi 2. til 4. desember nk. Þetta kemur fram í frétt sem þær sendu frá sér. „Það hefur verið töluvert um áhugaverðar helgar fyrir vinkonur, mæðgur, systur og frænkur úti á landi þar sem boðið er upp á afslöppun, dekur og notalega- heit en minna um slíkar helgar hér á höfuðborgarsvæðinu. Okkur langar að fá kraftmiklar konur til okkar og bjóða upp á jóladekur og notalegheit á aðvent- unni. Hér er allt á sama stað; nýtt spa með heitum og köldum potti, saunu og flotlaug þar sem hægt er að fljóta undir dansandi norður- ljósasýningu, nudd, yoga og nýja og flotta snyrtistofu sem heitir Fegurð og Spa. Hótel Ísland er í stöðugri endur- nýjun og þar er flott Bistró sem framreiðir mat sem kitla bragðlauk- ana. Það er því auðveldlega hægt að láta fara vel um sig hér hjá okkur, upplifa og njóta,“ segja þær stöllur fullar af tilhlökkun. Hótel Ísland er vel staðsett, Laugavegurinn, miðbærinn og Kringlan eru í göngufæri og því tilvalið að nýta tækifærið og sameina jólainnkaupin og afslöppun þar sem dekurhelgin er í desember þegar jólaundirbún- ingurinn er hafinn. „Við eigum að njóta aðventunnar, dekra við sjálfar okkur og aðra og ekki gleyma því að njóta“ segja Gígja, Heiðdís og Sunna að lokum. Innifalið í pakkanum er gisting fyrir tvo með morgunverði ásamt viðgjörningi í mat og drykk, snyrtingu, jóga og gjafapakka. Pakkinn miðast við tveggja manna herbergi í tvær nætur og kostar 87.000 krónur eða 43.500 krónur á mann. Þær benda á að fólk sem vill og þarf að sækja sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þá er Hótel Ísland með samning við sjúkra- tryggingar Íslands og fólk getur því nýtt sér gistingu hjá þeim. :: Hótel Ísland :: Vinkonuhelgi á höfuðborgarsvæðinu fyrir konur af landsbyggðinni :: Langar að fá kraftmiklar konur í jóla- dekur og notalegheit á aðventunni VERSLÓ2016 FRábæR SkEmmtIAtRIðI hÚSIð OPNAR kL.19:30hAPPADRættI í höLLINNI LAUgARDAgINN 5. NÓVEmbER ÞRIggJA RÉttA máLtíð Að hættI EINSA kALDA F O R R É t t U R Parmaskinka kjúklingur, chorizó, beikondöðlur, ricotta, confekttómatar, basilika, parmesan-púður A ð A L R É t t U R Sinneps-estragonhjúpaður lambaframhryggur. Sætkartöflukaka, spínat, sveppir, ætilþyrslar, garðablóðbergsósa E F t I R R É t t U R hindberjasvampur, súkkulaðimús, hindberjamarengs, súkkulaðiganache, súkkulaðiperlur. Skemmtunin er opin öllum fyrirtækjum, félagasamtökum, saumaklúbbum, smíðaklúbbum, kaffistofuhópum, stórum sem smáum, háum sem lágum. ALLIR hJARtANLEgA VELkOmNIR ;-) 18 áRA ALDURStAkmARk Verð á mat, skemmtun og ball kr. 9.800,- Verð á ball 2.500,- Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum borðapantanir hjá grétu í Eyjavík ( greta@eyjavik.is og í síma 893-1511 ) Eurobandið Friðrik Ómar og Regína Leó Snær og Sara Renee Sindri Freyr og félagar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.