Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 20
20 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 :: Fjölmenni á 75 ára afmælishátíð Rauða kross Vestmanneyja :: Hvatning að finna þann mikla stuðning og velvild hér í Eyjum :: Það gerir okkur starfið léttara og ánægjulegra, sagði Geir Jón formaður :: Það mættu margir til að fagna með Rauða kross fólki 75 ára afmælishá- tíð Rauða krossins í Vestmanna- eyjum. Opið hús var í höfuðstöðv- unum í Arnardrangi og boðið upp á veitingar í Akóges. Þar fyrir utan var búnaður sem Rauði krossinn hefur forræði yfir, sjúkrabíll og fjöldahjálparkerra með útbúnaði fyrir 30 manna skyndihjálparstöð. Í ræðu við þetta tilefni sagði Geir Jón Þórisson, núverandi formaður Rauða krossins í Vestmannaeyjum að það væri öllum sem starfa að málefnum Rauða krossins mikil hvatning að finna þann mikla stuðning og velvild sem ríkir hér í Eyjum. Það gerði þeim starfið léttara og ánægjulegra. „Eins og öllum er kunnugt byggir starfið á sjálfboðaliðum, fólki sem er tilbúið að koma að ýmsum verkefnum okkar deildar til að bæta mannlífið, veita fyrstu hjálp, útbúa fatapakka með notadrjúgum fatnaði sem prjónakonur okkar sjá um fyrir þá sem minna mega sín og vera til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðstoða ung grunnskólabörn af erlendu bergi við lestur til að auðvelda þeim íslenskuna. Skyndi- hjálparleiðbeinendur, heimsókna- og ökuvinir og svo má lengi telja. Allt verkefni sem skipta svo miklu máli nær og fjær. Í dag er okkur í stjórn Rauða krossins í Vestmanna- eyjum efst í huga þakklæti og aftur þakklæti til Eyjamanna, forráða- manna Vestmannaeyjabæjar og stjórnenda fyrirtækja hér í bæ fyrir ómetanlegan stuðning.“ Geir Jón þakkaði fyrir hönd stjórnar öflugu sjálfboðafólki fyrir ómetanleg störf sem skipti svo miklu máli fyrir starfið. Líka Ástu Kristinsdóttur, starfsmanni deildarinnar og Eddu Angantýs- dóttur sem starfaði lengi á skrif- stofunni. „Og sjálfboðaliðum okkar fyrir ómetanleg störf í gegnum öll árin. Þá vil ég þakka öllum samstarfsaðilum okkar s.s. Lögreglustjóranum í Vestmanna- eyjum, Björgunarfélagi Vestmanna- eyja, starfsfólki Sjúkrahússins, lögreglumönnum í Vestmanna- eyjum, en störf okkar að neyðar- vörnum í Eyjum hefur tengt okkur vel saman. Forráðamönnum Bókasafns Vestmannaeyja og Grunnskóla Vestmannaeyja, í verkefni okkar með grunnskóla- börnum og Eimskipafélaginu sem flytur allt fyrir okkar bæði til og frá .Eyjum endurgjaldslaust og svo get ég lengi talið. Ég vil að lokum þakka Hermanni Einarssyni, fyrrum formanni deildarinnar fyrir framtak hans við útgáfu afmælisrits okkur sem dreift var í hvert hús í bænum. Var þar vel að verki staðið.“ Geir Jón sagði að á þessum merku tímamótum sé litið yfir farinn veg en ekki sé ætlunin að staðnæmast. Heldur líta fram á veginn og gera enn betur ef það er nokkur leið. Hvatti hann alla velunnara til að styðja Rauða krossinn í Vestmanna- eyjum til áframhaldandi vaxtar svo hún verði þess megnug að sinna sínum verkefnum af alúð og metnaði. „Einnig vil ég hvetja þá sem gætu hugsað sér að vera sjálfboðaliða að koma til starfa með okkur,“ sagði Geir Jón sem að endingu bar gestum kveðjur forráðamanna Rauða krossins á Íslandi sem ekki gátu komið. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Það var flott veisluborðið í 75 ára afmæli Rauða krossins. Bryndís, Þórunn, Aðalheiður og Ragnhildur. Hermann Einarsson fyrrum formaður og Geir Jón núverandi formaður. Ásta Kristinsdóttir starfsmaður, Sif Svavarsdóttir og Friðrikka Svavarsdóttir. Edda Angantýsdóttir fyrrum starfsmaður og Sigmar Georgsson fyrrum formaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.