Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Börnin okkar Ég hef setið á Alþingi þetta kjörtímabil sem fulltrúi ykkar, kjósenda í Suðurkjördæmi. Það hefur verið mikil reynsla, oft erfið, en alltaf áhugaverð og langoftast ánægjuleg. Árið 2014 hlotnaðist mér sá heiður og ábyrgð að vera útnefndur sem einn af sérstökum talsmönnum barna á Alþingi af hagsmuna- félögum sem starfa í þágu barna. Ég tók þetta hlutverk strax mjög alvarlega og hef styrkst í sann- færingu minni fyrir mikilvægi þessa verkefnis. Ég hef kynnt mér vel stöðu barna á Íslandi og sett mig inn í mál sem varða þau sérstaklega og hef séð svo margt aðfinnsluvert sem verður að bæta. Því miður er það ömurleg staðreynd að stór hópur barna hér á landi býr ekki við sömu tækifæri og önnur börn. Sum þeirra verða undir strax í leikskóla og grunn- skóla, vegna félagslegra aðstæðna, fátæktar, fötlunar og skerðingar og fá ekki þann stuðning sem við getum sem samfélag svo vel veitt þeim. Að verða undir hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þessara barna og tækifæri í öllu lífinu og vegur að hamingju foreldra þeirra og annarra aðstandenda. Það er þyngra en tárum taki, er algjörlega óásættanlegt og óþarft í velmeg- unarsamfélagi okkar. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki við að tryggja börnum tækifæri til að þroska sig og gera þeim kleift að njóta lífsins á sínum forsendum. Skólinn á að vera án aðgreiningar og mismununar. Hann á að laga sig að einstaklingnum, þörfum hans og hæfileikum. Börn eiga ekki að þurfa að laga sig að skólanum. Ég veit, af eigin reynslu, að skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skólanna vilja sinna þeim vel. Þetta góða fólk þarf hins vegar að fá fleiri og marg- breytilegri úrræði og stuðning til þess að geta sinnt öllum börnum, þörfum þeirra og forsendum. Sem talsmaður barna á Alþingi hef ég skrifað margar greinar, flutt margar ræður og lagt fram fyrirspurnir sem lúta að málefnum barna. Í september s.l. hlotnaðist mér sá heiður að vera verðlaunaður fyrir að standa mig best þingmanna í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna, ekki síst þeirra sem eru í erfiðri stöðu. Þessi viðurkenning er mér meira virði en nokkuð annað sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Hún er mér líka mikil hvatning til að halda áfram að vinna í þágu barna. Ég veit hins vegar að staða þingmanns færir mér bestu tækifærin til að berjast fyrir þessu mikilvæga málefni. Að bæta stöðu og réttindi barna og jafna tækifæri þeirra til að njóta lífsins og vera virkir og hamingjusamir þátttakendur í samfélaginu. Þess vegna bið ég þig ágæti kjósandi að veita mér stuðning til að halda áfram á sömu braut. Páll V. Björnsson …segir máltækið og annað segir: „Heilsan er fátækra manna fasteign.“ Já, heilsan er óumdeilan- lega eitt það verðmætasta sem við eigum og að henni þarf að hlúa. Við berum ábyrgð á eigin heilsu en þegar slysin verða eða heilsan brestur, þá vill Framsóknarflokkur- inn að á Íslandi sé góð heilbrigðis- þjónusta sem allir hafi aðgang að, óháð efnahag. Til að það megi ganga eftir vill Framsóknarflokkur- inn byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, efla heilsugæsluna og heilbrigðisstofnanir um land allt. Aukin framlög til heilbrigðismála Ríkisstjórnin, undir forystu Framsóknarflokksins hefur aukið framlög til heilbrigðiskerfisins um tæpa 40 milljarða á kjörtímabilinu og útgjöld til tækjakaupa hafa sjöfaldast. Útgjöld til heilbrigðis- mála hafa verið stærsti liður ríkissjóðs á kjörtímabilinu, en á síðustu fjárlögum voru 162 milljarðar settir í heilbrigðiskerfið. Framsóknarflokkurinn vill efla heilbrigðiskerfið enn frekar en einnig að frekari greiningar og gæðamælingar verði gerðar á heilbrigðiskerfinu svo þeir fjár- munir sem settir eru í málaflokkinn nýtist sem allra best. Eyðum biðlistum Heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni eru margar hverjar vannýttar. Með því að nýta þessi sjúkrahús betur þá væri hægt að eyða biðlistum með einföldum aðgerð- um og um leið að styrkja rekstur þessara stofnana, sem hafa margar hverjar verið fjársveltar um árabil. Um leið værum við að létta álaginu af Landspítalanum. Við þurfum að eiga gott hátæknisjúkrahús og Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að reisa nýjan Landspítala á nýjum stað. Múhammed til fjallsins Framsóknarflokkurinn vill bæta aðgengi fólks á landbyggðinni að sérfræðingum – fjallið á ekki að fara til Múhammeds. Við viljum líka efla fjarlækningaþjónustu en verkefnið á Kirjubæjarklaustri hefur gefist afar vel og því tilefni til að nýta þá reynslu til frekari uppbygg- ingar. Framsókn vill að komið sé til móts við þá sem þurfa að fara að heiman til að sækja sér heilbrigðis- þjónustu, s.s. vegna fæðinga þar sem fæðingarstöðum hefur fækkað verulega hin síðari ár og vegna eftirlits eða eftirfylgni sem ekki er hægt að veita í heimabyggð. Réttlætismál Verðandi foreldrar á landsbyggðinni þurfa t.d. oft að hefja töku fæð- ingarorlofs fyrr, þar sem þeir þurfa að fara tímanlega á fæðingarstað. Þá dregst biðtíminn eftir barninu, frá orlofinu. Barn og foreldrar njóta því styttri samveru þegar barnið kemur loksins í heiminn. Með því að breyta lögum um fæðingarorlof gætum við tryggt rétt barna til að njóta jafnlangs tíma með foreldrum sínum eftir fæðingu eins og þau börn sem eiga heima í nágrenni við fæðingarþjónustu, en annar greinarhöfunda lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi. Hár dvalarkostnaður Annað atriði sem þarf að huga betur að er dvalarkostnaður þeirra sem þurfa að fara að heima vegna barnsfæðinga og eiga ekki ættingja eða vini sem geta hýst þá meðan á biðinni stendur. Ein leið væri að útvega fólki dvalarstað eða með fjárstyrk vegna dvalarkostnaðar í nágrenni við fæðingarstað. Verðandi foreldrar eiga ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingar- stöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu almennt. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri HSU og í 3. sæti. Góð heilsa er gulli betri Ásgerður Kristín Gylfadóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Reggie Óðins með Zeppelin og Uriah Heep á kantinum Það hefðu að ósekju fleiri mátt mæta á tónleika Reggie Óðins og hljómsveitar á Háaloftinu á laugardagskvöldið. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og tónlistar- fólkið lét það ekki slá sig út af laginu þó nokkuð vantaði upp á að hvert sæti væri skipað. Þetta voru útgáfutónleikar vegna nýjustu plötu þeirra, Life´s about the journey. Á plötunni eru tólf lög sem þau léku öll og létu þau vel í eyrum við fyrstu hlustun. Sjálf lýsa þau tónlist sinni sem melódísku poppi með rokkívafi ásamt dægurlagatónlist. Áhrifin komu víða að og mátti jafnvel greina smá Zeppelin og Uriah Heep í sumum lögunum. Öll eiga lögin sína sögu og í textunum eru sagðar sögur úr reynslubanka höfundanna. Var þetta allt kynnt á milli laga sem gaf kvöldinu meira gildi. Flest eru lögin eftir Reggie og Anton Rafn Gunnarsson gítar- leikara og Sævar Árnason sem líka spilar á gítar á eitt lag. Aðrir í hljómsveitinni eru Óðinn Hilmisson bassi og Þorbergur Skagfjörð Ólafsson trommur. Öll stóðu þau sig frábærlega, lögðu sig fram og uppskáru samkvæmt því. Það verður gaman að fylgjast með Reggie Óðins sem á ættir að rekja til Eyja. Hún getur svo sannarlega sungið og er í hópi ungra kvenna á Íslandi sem eiga eftir að láta meira að sér kveða í tónlistinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.