Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> SmáAuglýsingAr ljúffeng uppskrift Landakirkja Fimmtudagur 27. október Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Föstudagur 28. október Kl. 10.00 Foreldramorgun. ATH nýr tími. Allir foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Laugardagur 29. október Kl. 14.00 Útför Jónu Kristínar Ágústsdóttur. Sunnudagur 30. október Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Viðars Stefáns- sonar. Gísli Stefánsson mætir með gítarinn. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sr. Viðar prédikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 15.25 Guðsþjónusta á Hraun- búðum. Sr. Viðar og Kór Landa- kirkju. Mánudagur 31. október Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára) Í stuði með Guði. Kl. 18.3012 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 1. nóvember Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára) Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Miðvikudagur 2. nóvember Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 17.00 Fermingarbörn fara um bæinn og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20.00 Fundur hjá Aglow. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíu- lestur. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma. Þriðjudagur kl. 17:15 Samkirkju- leg bænastund. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Vel heppnað kótilettukvöld, ágóði rann til Alzheimersfélagsins Pétur steingrímsson, lögreglumaður og gunnar H. gunnarsson stóðu í þriðja skipti fyrir kótilettukvöldi þar sem fólk kom saman til að eiga góða stund og borða góðan mat. Alls mættu 111 félagsmenn og ágóðinn rann til Alzheimersfélagsins í Vestmannaeyjum. Pétur er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Pétur Steingrímsson. Fæðingardagur: 14. janúar 1957. Fæðingarstaður: Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Hún er ekki stór en við Bubba mín eigum einkasoninn Arnar og tvö barnabörn, þau Dag og Kötlu. Aðaláhugamál: Útivist hefur lengi verið áhugamál og þá að ganga á fjöll hér á Heimaey, það jafnast fátt á við náttúruna hér. Góð gönguferð gerir sálarlífinu svo gott. Ég var alinn upp við sauðfjárbúskap, afi og amma voru með nokkrar kindur þegar ég var lítill peyi og í dag á ég nokkrar ær í Bjarnarey. Svo hef ég síðustu ár verið að staðsetja örnefni á Heimaey með góðra manna hjálp og hefur það verið eitt af stærri áhugamálunum mínum. Uppáhalds matur: Lambakjötið klikkar aldrei, öll villibráð og svo kemur fiskurinn mjög sterkur inn líka. Versti matur: Ég er ekkert hrifinn af kjötfarsi og kálbögglum. Í gamla daga vann ég eitt ár í Kaupfélaginu hér við Bárustíg og þar var kjötvinnsla í gangi. Ég horfði nokkrum sinnum á kjötiðnaðar- manninn búa til kjötfars, hann kallaði þetta uppsóp. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er fátt sem slær náttúrunni hér í Eyjum við á fallegum sumardegi og svo er fallegt í Biskupstungunum. Í maí og byrjun júní í fyrra vorum við hjónin í viku á norðurhluta eyjunnar Mallorcu og gengum þar um fjöll og firnindi með góðum hóp. Þar er líka mjög fallegt landslag og náttúrufegurð. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Engin spurning að það eru barnabörnin, þau Dagur og Katla. Þó svo ég fari ekki á alla leiki núna þá fylgjumst við gömlu vel með þeim, þau spila bæði með mínu uppáhaldsfélagi ÍBV. Svo hef ég alltaf verið tryggur Tottenham aðdáandi. Uppáhalds sjónvarpsefni: Náttúrulífsþættir og svo segir konan að ég sé fréttafíkill, ég veit það nú ekki. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Ég er nánast alæta á lestrarefni og ekkert eitt sem er framar öðru en ljóð hafa verið að koma sterk inn. Kannski er það aldurinn, ég bara veit það ekki. Ég keypti ljóðabók sem heitir Ég sendi þér engil eftir Kristján Hreinsson og gaf Bubbu í afmælisgjöf í haust. Í þessari bók eru fallegustu ljóð sem ég hef lesið og fjalla öll um ást og engla. Bókin kveikti áhuga minn á ljóðum og vil ég endilega benda fólki á þessa bók. Hvernig kviknaði hugmyndin af kótilettukvöldi: Það var á fundi í Oddfellow fyrir fjórum árum. Gunnar Heiðar var að matreiða þessar líka fínu kótilettur ofan í klúbbfélaga og í spjalli okkar á milli kom upp sú hugmynd að stofna kótilettuklúbb hér í Eyjum og auðvitað létum við verða af þessu. Markmið klúbbsins eru þrjú: 1) Á fundi klúbbsins sem er bara einu sinni á ári borða allir kótilettur og það mikið af kótilettum með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og mikilli rabbabarasultu og í eftirrétt verður og er alltaf Royalbúðingur með þeyttum rjóma. 2) Allir fari saddir og ánægðir heim að fundi loknum. 3) Látum svo eitthvað gott af okkur leiða. Hvernig heppnaðist kótilettu- kvöldið í ár: Mjög vel. Hversu margir mættu og hvað safnaðist mikill peningur: Við vorum mjög ánægðir með mæt- inguna í ár því við fréttum það eftir að við auglýstum fundinn að þetta væri helgin sem annar hver Eyjamaður væri annað hvort uppi á landi eða í útlöndum. Það mættu 111 tryggir félagsmenn og gestir þeirra þetta kvöld og áttum við frábæra kvöldstund saman á Háaloftinu. Við gátum afhent Alzheimer – Styrktarklúbbi Vestmannaeyja yfir 200 þúsund í styrk sem við erum afskaplega glöð og ánægð með. Eitthvað að lokum: Ég vil nota tækifærið og þakka öllu þessu frábæra fólki sem hefur gert okkur Gunnari Heiðari það kleift að gera áhugamálið okkar mögulegt, það er að halda kótilettukvöld og láta eitthvað gott af okkur leiða að því loknu. Takk allir sem aðstoðuðu okkur með ýmsu móti þannig að þetta var bæði ánægjulegt og skemmtilegt. Takk, Einar Björn (Einsi kaldi), Bjarni Ólafur, Gísli Foster, Jói Listó, Jarl, Snorri Jóns, Stebbi skó og fleiri, allir lögðu hönd á plóginn með einhverjum hætti. Hjartans þakkir frá okkur Gunnari og við sjáumst vonandi öll að ári liðnu. Thailensk kjúklinga- núðlusúpa Hráefni: 4 hvítlauksrif, smátt söxuð 10 cm engiferrót, söxuð 1 líter kjúklingasoð 1 msk olía 2 eldaðar kjúklingabringur, rifnar niður 3-4 gulrætur skornar í strimla 1/3 af brokkolíhaus 2 tsk red curry paste (1-2 tsk í viðbót ef þið viljið að súpan sé vel sterk) safi úr einni lime 2 dósir kókosmjólk 1 stk laukur, skorinn í sneiðar 1/2 búnt kóríander, gróflega skorið dass af karrý kryddi hálfur poki af Thai chosie núðlum. Aðferð: 1. Steikið í olíu í potti, hvítlauk og engifer við meðalhita. Hellið kjúklingasoðinu útí og hitið að suðu. Minnkið hitann niður í lágan og látið malla í 30 mínútur. 2. Hellið soðinu í gegnum sigti og hendið hvítlauknum og engiferinu. 3. Hitið olíu í stórum potti við meðalhita. Steikið gulrætur þar til þær eru orðnar mjúkar, látið þá laukinn og brokkolí útí. Bætið kjúklingnum útí og síðan red curry paste og limesafa og blandið vel saman. Bætið síðan kjúklingasoði og kókosmjólkinni útí og hitið að suðu. Lækkið síðan á lágan hita í 15-20 mínútur. 4. Veiðið upp olíu sem flýtur upp á yfirborðið … ef þið nennið. 5. Sjóðið núðlur og hafið þær sér með matnum (hver og einn sér um að fá sér þær). 6. Takið af hitanum og látið útí helminginn af kóríander. 7. Setjið í skálar og skreytið með coriander, lime og salthnetum. Naan brauð Hráefni: 200 ml. mjólk 2 msk. sykur 1 poki ger 600 gr hveiti 1 tsk. salt 2 tsk lyftiduft 4 msk olía 1 dós hrein jógúrt. Aðferð naan brauð Hitið mjólkina (þannig að hún sé aðeins meira en volg) og leysið gerið upp í henni. Blandið saman þurrefnum, mjólkinni með geri, olíu og jógúrt (gott er að hafa jógúrt við stofuhita). Hnoðið vel og látið lyfta sér í 30 mín. Mótið brauðin og látið lyfta sér aftur í 15 mín. Skerið rákir í deigið og penslið hvítlaukssmjör- inu á. Grillið ofarlega í ofni í 2 – 3 mín. hvorum megin og berið fram volg. Hvítlaukssmjör 200 gr. smjör 1 msk. hvítlaukur, fínt saxaður eða pressaður 1 msk. pestó 1 tsk. dijon sinnep 1 msk. söxuð steinselja. Aðferð hvítlaukssmjör Hrærið allt vel saman. Smjörið geymist vel og er því hægt að nota það með öðru þótt ekki sé notaður nema lítill hluti af því á þessa uppskrift. Thailensk kjúklinga- núðlusúpa og naan brauð Íbúð í langtímaleigu. 3 herbergja íbúð í langtímaleigu. Laus strax. Upplýsingar í síma 695-3188 ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Pétur Steingrímsson er Eyjamaður vikunnar Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.