Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 19
19EYJAFRÉTTIR/ Miðvikudagur 26. október 2016 á Hótel Íslandi og Heilsu og Spa Vinkonu helgi Er ekki komin tími fyrir vinkonurnar eða saumklúbbinn að lyfta sér upp og leyfa sér smá dekur nú þegar myrkrið og haustið er að færast yfir? Hótel Ísland, Heilsa og Spa og Fegurð og Spa í Ármúla 9, bjóða upp á endurnærandi helgarpakka á frábæru verði. Helgin sem um ræðir er 2.- 4. desember. INNIFALIÐ Í PAKKANUM ER: • Gisting fyrir tvo með morgunverði • Þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Bistro Hótel Ísland (án drykkja) • Hádegisverður fyrir tvo á Bistro Hótel Ísland (án drykkja) • Aðgangur að Heilsu og Spa á meðan dvöl stendur • Freyðivínsglas í Heilsu og Spa • Smáréttabakki í Heilsu og Spa • Baðsloppur og handklæði í spa • Sweet Cheeks jarðaberja og rabbabara andlitsmeðferð ásamt litun og plokkun hjá Fegurð og Spa • Yoga tími • Gjafapakki á herbergi Pakkinn miðast við tveggja manna herbergi í tvær nætur og kostar 87.000 kr. (aðeins 43.500 kr. á mann). Bókanir sendist á booking@hotelisland.is Vinsamlegast hafið samband við Heilsu og Spa fyrir frekari upplýsingar: heilsaogspa@heilasogspa.is sími 595 7007 Hótel Ísland Heilsa og Spa Ármúla 9 hotelisland.is Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. Úthlutað var um 17 milljónum króna til 39 menningarverkefna og um 13 milljónum til 13 nýsköpunarverk- efna. Alls fengu Eyjamenn níu styrki, sjö til menningarverkefna og tvö til nýsköpunarverkefna. Þeir Eyjamenn sem fengu styrki til menningarverkefna, eru: > Heimaey 1973: Einvígi við jarðeldinn, heimildamynd Gísla Pálssonar og Valdimars Leifssonar 800.000 krónur. > Gagnaver Eldheima Vestmanna- eyjabær 600.000 krónur. > Benedikt Búálfur Leikfélag Vestmannaeyja 400.000 krónur. > Lundapysjur í Vestmannaeyjabæ Sæheimar- Fiskasafn 400.000 krónur. > Lögin í gosinu - tímamótatón- leikar á tímamótum, Vestmann- eyjabær 400.000 krónur. > Saga og súpa í Sagnheimum 2017, Bakvarðahópur Sagnheima, byggðasafns 300.000 krónur. > Úr kompunni í 3D. Sýning safngripa á þrívíddarformi Sagn- heimar, byggðasafn 300.000 krónur. Þá fengust styrkir til vörumerkja- hönnun fyrir: > Eldfell Volcanic Red Ale Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf fyrir The Brothers Brewery 1.000.000 krónur. > Rafmagnslest um Heimaey - arð- semismat SegVeyjar ehf. 500.000 krónur. „Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær núna að undirbúningi framkvæmda til að fjölga íbúðum fyrir aldraða og fatlaða. Eftir að sá undirbúningur hófst hefur verið innleidd ný reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignar- stofnanir og almennar íbúðir,“ segir í bókun bæjarráðs í gær. Þar kemur fram að með reglugerð- inni sé Íbúðarlánasjóði falið það hlutverk að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þar með talið fyrir aldraða og fatlaða. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstóra að kanna forsendur þess að sækja um í tilgreindan sjóð og skila inn endanlegri umsókn. Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum :: Uppbyggingar- sjóður Suður- lands úthlutar 30 milljónum króna :: Einvígi við jarðeldinn og raf- magnslest um Heimaey Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.