Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 23
23Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 ÍÞróTTir u m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Handbolti | Olísdeild karla :: ÍBV 26:27 Afturelding :: Vængbrotið lið Eyja- manna barðist hetjulega Handbolti | Olísdeild kvenna :: ÍBV 21:26 Haukar :: Framundan Fimmtudagurinn 27. október Kl. 18:30 Selfoss - ÍBV Olís-deild karla Föstudagurinn 28. október Kl. 18:30 ÍBV U - Stjarnan U Olís-deild karla Laugardagurinn 29. október Kl. 15:00 Fram - ÍBV Olís-deild kvenna Laugardagurinn 5. nóvember Kl. 15:00 Grótta - ÍBV Olís-deild kvenna Laugardagurinn 5. nóvember Kl. 14:00 ÍBV2 - Mílan Coca Cola bikar karla Fram 6 5 1 0 147 11 Haukar 6 5 0 1 140 10 Stjarnan 6 4 1 1 168 9 Valur 6 3 0 3 143 6 ÍBV 6 3 0 3 172 6 Selfoss 6 1 0 5 154 2 Grótta 6 1 0 5 137 2 Fylkir 6 1 0 5 113 2 Olísdeild kvenna Afturelding 8 7 0 1 226 14 Valur 8 5 0 3 205 10 FH 8 4 1 3 225 9 ÍBV 8 4 1 3 224 9 Stjarnan 8 3 2 3 190 8 Selfoss 8 4 0 4 244 8 Grótta 8 3 1 4 195 7 Fram 8 3 1 4 231 7 Haukar 8 3 0 5 236 6 Akureyri 8 1 0 7 199 2 Olísdeild karla Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði fyrir sterku liði Hauka þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum á laugardag í Olís-deildinni. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og virtust vera einbeittari í öllum sínum aðgerðum. ÍBV tókst hins vegar að vinna sig inn í leikinn og voru búnar að jafna í 3:3 áður en langt um leið. Við tók hræðilegur kafli þar sem Eyjakonur skoruðu ekki mark í tíu mínútur og var munurinn allt í einu orðinn heil fimm mörk og ljóst að róðurinn yrði þungur úr því sem komið var. Sandra Erlingsdóttir batt enda á markaþurrð liðsins þegar hún skorði sitt fyrsta mark í leiknum á 19. mínútu. Á tímabili var munurinn orðinn tvö mörk og útlit fyrir endurkomu en annað kom á daginn. Gestirnir frá Hafnafirði settu í næsta gír og juku forystu sína hægt og sígandi. ÍBV komst aldrei nálægt því að jafna leikinn og töpuðu sannfærandi með fimm mörkum, lokatölur 21:26. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, mark- maður Hauka, átti stórleik í markinu með 23 skot varin og fólst munurinn á liðunum ekki síst þar. Einnig var vörn gestanna sterk og átti ÍBV í stökustu vandræðum með að finna glufur á henni allan leikinn og þurfti ÍBV í rauninni að hafa mun meira fyrir sínum mörkum en Haukar. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Sandra Erlingsdóttir og Ester Óskarsdóttir með sjö mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir var með átta mörk varin og Guðný Jenný Ásmundsdóttir sjö. Eftir umferðina situr ÍBV í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en Haukar eru í öðru sæti með átta þegar sex umferðir eru búnar. Drengskaparbragð Eitt atvik í leiknum vakti sérstaka athygli en það var þegar Hrafn- hildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sýndi af sér afar íþróttamannslega og sjaldséða framkomu í leiknum. Það var þannig að leikmaður ÍBV lá eftir á vellinum eftir samstuð og að ósk Hrafnhildar fór sjúkraþjálfari Hauka inn á völlinn til að hlúa að leikmanninum án þess að hafa fengið formlegt leyfi frá dómara þar sem sjúkraþjálfari ÍBV var vant við látinn. Samkvæmt reglum átti dómarinn engra annarra kosta völ en að dæma tveggja mínútna brottvísun á Haukaliðið sem þurfti fyrir vikið að spila einum færri næstu mínúturnar. Hrafnhildi þótti það ósanngjörn niðurstaða í ljósi þess að hún hafði beðið sjúkraþjálfara Hauka um að hlúa að leikmanni sínum og tók því einn af sínum leikmönnum út af á meðan á refsingunni stóð. Aðdáun- arvert hjá Hrafnhildi og sannarlega íþróttinni til framdráttar. Dagur Arnarsson náði einnig merkum áfanga þegar hann spilaði sinn 100. leik á ferlinum fyrir ÍBV en sá leikur var gegn Haukum í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dagur, sem er ungur að aldri og ekki nema 21 árs gamall, spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki fyrir þremur árum gegn Fjölni og síðan þá hefur hann unnið sér sess sem mikilvægur hlekkur í liði ÍBV. Hvernig er tilfinningin að vera búinn að ná þessum áfanga svona snemma á ferlinum? - Hún er bara góð, mjög gaman að það sé haldið svona vel utan um leikjafjölda leikmanna og er hægt að þakka Sigga Braga fyrir það. Er ÍBV góður staður fyrir unga leikmenn til að bæta sig og fá tækifæri inni á vellinum? - Þetta er held ég einn besti staðurinn á landinu fyrir unga leikmenn að stíga upp. Það er mjög góð aðstaða þar sem krakkar geta mætt og æft nánast að vild. Einnig er mikill metnaður í yngri flokka starfinu og er akademían stór liður í því. Hversu langt stefnir þú í íþrótt- inni? Hver er draumurinn? - Draumurinn er alltaf að fara út og spila sem atvinnumaður og maður er alltaf að elta draumana sína þannig ég stefni út. Hversu langt telur þú ÍBV liðið geta farið á þessu tímabili? - Við tökum einn leik í einu núna og bætum okkur leik fyrir leik. Vonandi skilar það sér þangað sem allir vilja vera á endanum. ÍBV fékk topplið Aftureldingar í heimsókn á fimmtudagskvöld í Olís-deild karla. Leikurinn byrjaði brösulega hjá báðum liðum þar sem þau skiptust á að tapa boltanum. Hin öfluga skytta Aftureldingar, Birkir Benediktsson, braut ísinn með góðu marki á 2. mínútu leiksins og setti þar með tóninn fyrir því sem koma skyldi. Í stöðunni 2:2 sóttu gestirnir í sig veðrið og náðu yfirhöndinni í leiknum og fyrr en varði var staðan orðin 2:6. Eyjamenn tóku þá leikhlé sem virtist skila sér því eftir það var meira jafnræði með liðunum en áður. Það var síðan í lok fyrri hálfleiks sem ÍBV tókst að jafna metin í fyrsta skiptið frá því í stöðunni 2:2. Viðsnúningurinn hélt áfram og voru Eyjamenn einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14:13. Í seinni hálfleik tóku gestirnir frá Mosfellsbæ strax frumkvæðið og leiddu leikinn allt til enda þó forystan hafi alltaf verið naum. Mikil spenna færðist í leikinn á lokamínútunni en þá minnkaði Sigurbergur muninn niður í eitt mark og í kjölfarið tók Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar leikhlé. Ekki tókst gestunum þó að halda boltanum nægilega vel og munaði minnstu að hinn ungi og efnilegi Elliði Viðarsson hefði náð að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins en honum brást bogalistin og lét verja frá sér. Lokastaða 26:27, virkileg svekkjandi niður- staða fyrir ÍBV í þessum toppslag. Nokkuð vantaði upp á að ÍBV liðið gengi heilt til skógar en Agnar Smári Jónsson meiddist snemma leiks og kom ekki meira við sögu eftir það. Að sama skapi var Sigurbergur Sveinsson að glíma við veikindi og var frammistaða hans í samræmi við það. Ekki bætti úr skák þegar Theodór Sigurbjörnsson varð fyrir hnjaski í lok fyrri hálfleiks en hann lét það ekki á sig fá og kláraði leikinn. Ljósi punktur leiksins var sá að margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig og stóðu sig með prýði, bæði í vörn og sókn. Eins og svo oft áður bar Theodór Sigurbjörnsson leik Eyjamanna uppi en hann skoraði 11 mörk. Með fjögur mörk hvor voru þeir Sigurbergur Sveinsson og Kári Kristján Kristjánsson. Kolbeinn Aron Arnarsson var með 12 mörk varin og Andri Ísak Sigfússon með tvö. Í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir átta umferðir Coca Cola-bikar karla: Eyjamenn úr leik Karlalið ÍBV mætti Selfossi á sunnudag í Coca Cola-bikarnum. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, en eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 28:28. Að lokinni framlengingu stóðu Selfyssingar uppi með pálmann í höndunum, lokastaða 33:32 og Eyjamenn þar með úr leik. :: Dagur á 100 leiki með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur :: Einn besti staðurinn á landinu fyrir unga leikmenn að stíga upp Agnar Smári skorar eitt af mörkum sínum. Eyjamennirnir Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigur- björnsson eru í 21 manna hóp íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leiki gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM en leikirnir munu fara fram í byrjun nóvember. Miklar mannabreytingar hafa orðið á landsliðinu fyrir þessa leiki og hálfgerð kynslóðaskipti að eiga sér stað og því fróðlegt að sjá hvort okkar menn eigi eftir að ná að setja mark sitt á liðið. Kári og Teddi í landsliðinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.