Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Stöðugleiki skilar tugþúsunda kjarabót fyrir almenning Einhver líkti krónunni okkar við korktappa í ólgusjó fjármálaum- hverfisins og stóru gjaldmiðlunum við stórskip með siglingarhæfni til að mæta mismunandi veðrum. Á Íslandi upplifum við núna ágæta tíma með þokkalegum kaupmætti og lágri verðbólgu. En ef við lítum út fyrir túnfótinn sjáum við að krónan hefur risið óþægilega mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og það veldur útflutnings atvinnugrein- unum vanda eins og staðfest var í fréttum fyrir nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri hátækni- fyrirtækisins Nox Medical lýsti því að fyrirtækið glímdi við 20% verðbólgu vegna stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Keppinautar fyrirtækisins í öðrum löndum búa við allt annað og betra rekstrarumhverfi. Ísland er ekki samkeppnishæft vegna þess hvað krónan sveiflast. Lækkum greiðslubyrði um tugi þúsunda Sveiflurnar tengjast líka fjár- málum einstaklinga og birtast í vaxtaokrinu. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbæri. Samanburður við önnur lönd verður að miðast við óverðtryggð lán. Fyrir skömmu skrifaði ungur íslendingur grein um breytta stöðu sína eftir að hafa flutt til Svíþjóðar. Húsnæðislánið sitt fékk hann í venjulegum banka á 2% vöxtum án verðtryggingar. Sá sem tekur óverðtryggt lán á Íslandi greiðir næstum fjórfalda þá vexti. Ég tek dæmi af íslenskum banka sem býður óverðtryggt húsnæðislán með 7,3% vöxtum. Sá sem tæki 20 milljóna lán á þeim kjörum til 25 ára með jöfnum mánaðargreiðslum væri að greiða 145 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma væri skuldar- inn í Svíþjóð að greiða 85 þúsund. Munurinn er 60 þúsund! Miðað við lægra skattþrep á Íslandi þyrfti launatekjur uppá 90 þúsund til að fjármagna þennan mun. Þetta er eitthvað sem alla munar um. Myntráð virkar Viðreisn vill festa krónuna við annan gjaldmiðil til að hún hætti að sveiflast eins og korktappi. Það fyrirkomulag byggir á tillögu Seðla- bankans um Myntráð sem hann telur að virki til að ná stöðugleika og í beinu framhaldi lægri vöxtum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki sýnt áhuga á að fara þessa leið og bæta kjör almennings og fyrirtækja í landinu. Það hlýtur því að vera öllum fyrir bestu að þeir fái frí. Viðreisn er XC. Ingunn Guðmundsdóttir viðskipta- fræðingur Er búsett á Selfossi og skipar þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi Krónan er eins og korktappi Myndin sýnir hvernig vaxtakjör húsnæðislána eru í nokkrum löndum. Það er alveg sama hvar borið er niður í dag og hvaða alþjóðlegu mælikvarðar eru skoðaðir - Ísland skorar alltaf hæst: Ríkissjóði hefur verið snúið úr gegndarlausum hallarekstri í afgang; atvinnuleysi er nú bara tölfræðilegt, rúmlega 2%, sem þýðir á mannamáli að það er ekkert atvinnuleysi; hagvöxtur á Íslandi hefur verið meiri að undanförnu en í öllum þeim löndum sem við notum til samanburðar - og kaupmáttur launa hefur aukist meira síðustu misserin en dæmi eru um á svo skömmum tíma um langt skeið. Þessi upptalning gæti haldið áfram lengi enn - og er einn samfelldur vitnisburður um hversu vel hefur tekist með stjórn efnahagsmála á því kjörtímabili sem er að ljúka. En við vitum líka að það þarf að gera betur á ýmsum sviðum. Hér á okkar slóðum - í Suðurkjördæmi - eru það innviðabrestirnir sem eru mest aðkallandi. Þeir eru samstofna um allt kjördæmið - vestan frá Reykjanesi og austur á Höfn - og á öllu þessu svæði nefna menn fyrst tvennt: Samgöngumál og heil- brigðisþjónustu. Þar á eftir kemur svo löggæslan. Sumir þessir brestir eiga sér rætur í groddalegum niðurskurði í kjölfar hrunsins, aðrir eiga sér lengri sögu en allir verða þeir augljósari núna þegar fjöldi erlendra ferðamanna í kjördæminu hefur margfaldast á aðeins nokkrum árum. Forgangsmálin eru mismunandi eftir svæðum og stöðum í kjör- dæminu en öll af sömu rótum runnin. Þessa bresti munum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á að laga á næsta kjörtímabili. Forsendan fyrir því að það sé hægt, er að áfram haldi sú jákvæða þróun í efnahags- málum og meðfylgjandi stöðugleiki sem ég gat um hér í byrjun. En einmitt þar liggur hundurinn grafinn. Það er alls ekki víst að svo verði - og raunar fremur ólíklegt miðað við hina pólitísku stöðu í dag. Það má segja að það hafi verið heiðarlegt hjá vinstri flokkunum undir forystu Pírata að hefja stjórnarmyndunarviðræður um síðustu helgi - sex dögum FYRIR kosningar. Það hefði að vísu verið lýðræðislegra að hinkra eftir kosningaúrslitunum en látum það vera. Þetta útspil Pírata og viðbrögð hinna vinstri flokkanna við því hafa einfaldað og auðveldað val kjósenda á laugardaginn. Það eru bara tveir kostir í boði: fjögurra eða jafnvel fimm flokka vinstri stjórn undir forystu Pírata - eða ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við vitum hvað Sjálfstæðisflokkur- inn stendur fyrir; hluta af því nefndi ég í byrjun þessarar greinar. En sem betur fer vitum við líka hvað vinstri flokkarnir, sem hittust um helgina, standa fyrir. Þeir stjórna nefnilega allir saman einu verst rekna sveitarfélagi á Íslandi: Reykjavík. Á nýjum lista yfir 20 best reknu sveitarfélög á Íslandi tróna tvö á toppnum: Vestmannaeyjar og Grindavík. Tvennt af því sem þau eiga sameiginlegt er að þau eru bæði í Suðurkjördæmi og í báðum eru Sjálfstæðismenn við völd. Reykjavík kemst ekki einu sinni inn á þennan topp 20 lista. Tilviljun? Ég held ekki! Og við vitum meira. Við vitum að ef við leggjum saman megináherslur þessarra flokka ganga aftur allir gömlu draugarnir frá Jóhönnu og Steingrími J.: skattahækkanir á einstaklinga og atvinnulíf; Evrópusambandið; niðurbrot á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og óvissuferð inn í upp- boðsleiðina; niðurrif á stjórnar- skránni sem ekkert hefur gert af sér - og svona mætti áfram telja. Á laugardaginn er sem sagt hægt að velja á milli áframhaldandi framfara og efnahagslegs stöðugleika undir forystu Sjálfstæðisflokksins - eða fjölflokka vinstri óvissuferðar undir forystu Pírata. Ég treysti á dómgreind kjósenda í Suðurkjördæmi. Ég treysti á að þeir kjósi með með sjálfum sér - fyrir eigin velferð og öryggi. Ég treysti á að þeir hafni þessu vinstra kraðaki; sporin hræða. Ég treysti því að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn! Páll Magnússon Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Veljum öryggi - höfnum óvissu! Páll Magnússon skipar fyrsta sæti í Suðurkjördæmi. Vegagerðin er að skoða tilboð frá pólsku skipasmíðastöðinni Crist SA í Póllandi í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Fyrr í mánuðinum dró norska skipasmíðastöðin Fiskerstr- and Verft AS tilboð sitt til baka. Var tilboð Norðmannanna talið hagstæðast en lægstu tilboðin voru upp á 2,6 til 2,7 milljarða. Kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 3,5 milljarða. Tilboð pólska fyrirtækisins var það fimmta lægsta og munar um 600 milljónum á því og tilboðum frá Kínverjum sem áttu lægstu tvö lægstu tilboðin ásamt Tyrkjum og Norðmönnum. Áætlað var að nýtt skip verði tilbúið sumarið 2018 en hvort þessi uppákoma Norðmannanna verður til þess að það dragist á eftir að koma í ljós. Hvenær mun nýtt skip leysa núverandi Herjólf af hólmi? Skoða nú tilboð frá Pólverjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.