Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2016, Blaðsíða 21
21Eyjafréttir/ Miðvikudagur 26. október 2016 Aðalfundur Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja var hátíðlegur haldinn á fimmtudaginn á Háloftinu þar sem mættu liðlega 100 manns. Dagskráin var einföld, að borða mikið af vel brösuðum kótelettum, kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabbabarasultu. Á eftir var svo Royalbúðingur með karamellubragði og þeyttum rjóma sem vakti upp góðar minningar hjá þeim sem eldri eru. Þetta er þriðja Kótilettukvöldið sem þeir félagar, Pétur Steingrímsson, lögreglumaður og Gunnar H. Gunnarsson, stórkokkur standa fyrir og rennur allur ágóði til líknarmála. Maturinn brást ekki og það gerðu heldur ekki Snorri Jóns, Stebbi skó og Jói Listó sem fóru með gaman- mál. Úr varð notaleg kvöldstund með góðu og skemmtilegu fólki og það var gott að vita að dágóð upphæð rann til Alzheimer-stuðningsfélags í Vestmannaeyjum sem er nýstofnað. Kótilettukvöldið er upplyft- ing í skammdeginu :: Allur ágóði rann til Alzheimer-stuðningsfélags í Vestmannaeyjum ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.