Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 26. apríl 1564 – Enska leikskáldið William Shakespeare er skírt í Stratford-upon Avon í Warwick-skíri á Englandi. Ná- kvæmar upplýsingar um fæðingardag skáldsins liggja ekki fyrir. 1803 – Þúsundir loftsteinabrota falla af himnum ofan í L’Aigle í Frakklandi. Viðburðurinn sannfærir evrópska vísindamenn um tilvist loftsteina. 1865 – John Wilkes Booth, banamaður Abrahams Lincoln Bandaríkjaforseta, er króaður af og skotinn til bana. 1989 – Mannskæðasti hvirfilbylur sögunnar gengur yfir Mið-Bangladess og verður allt að 1.300 manns að bana. Um 12.000 manns slasast og allt að 80.000 missa heimili sín. Síðustu orðin „Segið móður minni að ég hafi dáið fyrir föðurlandið. Ég hélt að ég væri að gera hið rétta. Tilgangslaust! Tilgangslaust!“ – John Wilkes Booth (1838–1865), morðingi Abrahams Lincoln. Streitumestu störfin og þau streituminnstu A ð upplifa streitu í starfi er óhjá- kvæmilegt og lík- lega kannast flestir við það. Streitan getur verið mismikil eftir álagi en sum störf valda þó ávallt meiri streitu en önnur. Heima- síðan CareerCast hefur undanfarin ár rannsakað ellefu þætti sem hafa áhrif á streitu í starfi og gefið út árlega skýrslu um hvaða störf valda mestu og minnstu streit- unni. 1. Hermenn 2. Slökkviliðsmenn 3. Flugmenn 4. Lögreglumenn 5. Fréttamaður í útsendingu 6. Viðburðastjórnandi 7. Fréttamaður á dagblaði 8. Almannatengill 9. Stjórnarformaður 10. Leigubílstjóri 1. Ómskoðunartæknir 2. Regluvörður 3. Hárgreiðslufólk 4. Hljóðfræðingur 5. Háskólaprófessor 6. Tæknimaður sjúkraskrár 7. Skartgripahönnuður 8. Rekstrarstjórnaraðili 9. Lyfjafræðingur 10. Nuddari Streitumestu störfin: Streituminnstu störfin: Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Tanja Ýr auglýsir vörur sem hún sjálf selur n Hið dularfulla Bossbabe.is n Eins vörur á Aliexpress T anja Ýr Ástþórsdóttir, sem kosin var Ungfrú Ísland árið 2013, auglýsir vörur frá skartgripanetversl- un sem heitir Bossbabe. is. Á síðu Bossbabe kemur fram að síðan sé í eigu fyrir tækisins Social Kaktus ehf. Þar er auk þess síma- númer og netfang en engin nöfn eigenda. Þegar að er gáð kemur í ljós að Tanja er sjálf eigandi Social Kaktus ehf. Hún á 50 prósenta hlut í fyrirtæk- inu en hin 50 prósentin á María Hólmgrímsdóttir. Tanja og María hafa áður starfað saman en árið 2016 stofnuðu þær um- boðs- og auglýsingastof- una Eylenda. Tanja er sjálf mjög vin- sæl á samfélagsmiðlum og hefur til að mynda rúmlega 32 þúsund fylgj- endur á Instagram síðu sinni. Spennur í „gjöf“ Tanja kemur fram í fjölda auglýs- inga frá Bossbabe.is en hvergi er að sjá að hún sé eigandi í fyrirtæk- inu og hafi því beinar tekjur af sölu varningsins. Í færslu á Instagram- -reikningi hennar frá 2. apríl síð- astliðnum birtir hún mynd af sér með spennur frá versluninni. Í færslunni segir: „Fékk fallegar spennur í gjöf frá BossBabe og ákvað að sýna þér í IGTV.“ Tanja fékk sem sagt spennurnar í gjöf frá eigin fyrirtæki. Við aðra mynd af Tönju með spennurnar svarar síðan Boss- babe.is sjálft: „Spennurnar fara þér rosalega vel.“ DV hefur ekki vitneskju um hvort Tanja sjálf svaraði fyrir Boss- babe.is, María, meðeigandi henn- ar, eða unnusti Tönju, Egill Fannar Halldórsson. En símanúmerið á Bossbabe.is er skráð á fyrirtæki hans, Wake up Reykjavík sf. Áttfaldur verðmunur Á síðunni Bossbabe.is er að finna ýmiss konar skartgripi og glingur. Athygli vekur að sams konar skartgripi er hægt að finna á net- verslunum erlendis, til dæmis kínverskum síðum á borð við Ali- express. Það sem vekur einnig athygli er gríðarlegur verðmunur á vörunum. Svo dæmi sé tekið er hægt að kaupa Woven Twist Hoops, silfur- litaða eyrnalokka á 2.490 krónur hjá Bossbabe.is. Nákvæmlega eins lokka er hægt að fá hjá búð- inni Onekiss á Aliexpress á aðeins tæplega 2,5 dollara, 290 krónur á seðlagengi dagsins. Munurinn á verðinu er því vel ríflega áttfaldur, sem verður að teljast ansi mikið í ljósi þess að á milli Íslands og Kína var undirrit- aður fríverslunarsamningur vorið 2013. Neitaði að tjá sig Þegar blaðamaður DV hringdi í Tönju til að spyrjast fyrir um málið var skellt á áður en hann náði að klára orðið Bossbabe. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Spennurnar fara þér rosalega vel Tanja Ýr SKJÁSKOT/YOUTUBE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.