Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 14
14 26. apríl 2019FRÉTTIR níunda áratugnum og hrundi af stað þarfri umræðu um lögreglu­ ofbeldi í samfélaginu. „Ég var settur í handjárn með hendur fyrir aftan bak, hent inn í lögreglubílinn og beint á mag­ ann. Einn lögregluþjónanna kom síðan inn í bílinn til mín. Hann setti annað hnéð í mjóhrygg minn og togaði því næst í hárið á mér. Síðan byrjaði hann að berja and­ liti mínu trekk í trekk í gólfið. Og fyrr en varði var andlitið orðið ein blóðhella og stór blóðpollur myndaðist á gólfinu,“ sagði hinn 27 ára gamli Skafti Jónsson blaða­ maður í samtali við DV í desember 1983 en hann hafði þá kært þrjá lögregluþjóna fyrir misþyrmingar við handtöku sem átti sér stað fyr­ ir utan Þjóðleikhúskjallarann. Lýsti Skafti því þannig að röð atvika hefði leitt til þess að tveir dyraverðir réðust á hann að ósekju. Þegar hann hefði veitt við­ nám voru viðbrögð dyravarðanna að kalla á lögreglu sem mætti á staðinn og handtók hann að ástæðulausu. „„Komdu með okkur upp á stöð,“ sögðu þeir. Ég svar- aði þeim að ég hefði ekkert til saka unnið og ætti ekkert er- indi þangað. Þá skipti engum togum að þeir keyrðu mig nið- ur á afgreiðsluborðið og hand- járnuðu mig. Þeir þjösnuðu mér síðan út í bíl. Ég var ófús og streittist á móti,“ sagði Skafti í samtali við DV á sínum tíma. Hann sagðist hafa verið beittur ofbeldi af hálfu lög­ reglunnar og þurft að þola mikið harðræði þegar á lögreglustöðina var komið. Lögreglumennirnir þrír voru síðar meir ákærðir fyrir ólöglega handtöku, brot í opinberu starfi, harðræði og líkamsmeiðingar. Þeir voru sýknaðir í héraðsdómi en Hæstiréttur taldi hins vegar sannað að Skafti hefði hlotið meiðsli eftir að hann var fluttur í handjárnum í lögreglubifreið þar sem hann var látinn liggja á grúfu á gólfinu. Lögreglumaður­ inn sem sat aftur í með Skafta var því sakfelldur vegna málsins og dæmdur til greiðslu miska­ bóta auk sektar­ greiðslu til ríkis­ sjóðs. „Hræðileg niðurlæging“ Það vakti gríðarlega athygli í árs­ lok 1994 þegar athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin fyrr­ verandi, Linda Pétursdóttir, steig fram í viðtali við DV og lýsti því þegar hún var handtekin og flutt á lögreglustöð ásamt þáverandi unnusta sínum, Lee Robertsson. Sagðist hún hafa þurft að þola mikið harðræði og niðurlægingu af hálfu lögreglunnar. Forsaga málsins var sú að til­ kynning barst til lögreglu um að Les hefði ekið á kyrrstæðan bíl og síðan horfið á braut. Sú kæra reyndist síðar meir ekki á rökum reist. Fyrr um kvöldið hafði parið verið úti að skemmta sér ásamt fleirum og þar lenti Les í útistöð­ um við eiganda bílsins. Eftir að til­ kynningin barst til lögreglu voru bæði Les og Linda handtekin fyrir utan veitingastaðinn Marhaba. Einn lögreglumannanna sem komu að handtökunni ritaði í skýrslu að Linda hefði ruðst inn í lögreglubílinn eftir að sambýlis­ maður hennar var handtekinn. Upptökur af fjarskiptum á milli lögreglubíla þóttu hins vegar benda til annars og í kjölfarið vöknuðu grunsemdir um að Linda hefði verið handtekin að ástæðu­ lausu vegna þess að hún var um­ töluð og áberandi í samfélaginu. Í lögregluskýrslu var því meðal annars haldið fram að Linda hefði „bitið og klórað.“ Linda lýsti atburðarásinni á lögreglustöðinni meðal annars þannig: „Fyrst var ég ofboðslega hrædd því ég vissi ekki hvað var að gerast. Síðan varð ég reið þegar þeir fór að taka á mér. Ég kall­ aði á Les og sagði að þeir væru að meiða mig. Þeir beygðu mig fram á borðið og sneru upp á höndina á mér, ég var í stuttu pilsi og þetta var alveg hræðileg niðurlæging. Þeir skipuðu mér að hætta að öskra og þegar ég hélt því áfram þá tóku þeir fyrir munninn á mér. Stuttu síðar fékk ég svo fótinn á honum í afturendann á mér og hann sagði að þó að ég væri Linda P. þá væri ég ekkert merkilegri en annað fólk.“ Í samtali við DV á sínum tíma sagðist Linda ekki skilja hvað vakti fyrir lögreglumönnunum og benti á þeir hefðu verið tví­ saga í framburði sínum af atvik­ inu. Fyrst hefðu þeir haldið fram að hún hefði verið dauðadrukk­ in, en svo hefðu þeir sagt í skýrslu að hún hefði verið ódrukkin „en þó undir annarlegum áhrifum.“ Þá undraðist Linda mjög að ekki var tekin af henni blóðprufa á lög­ reglustöðinni. „Ég skil ekki svona framkomu hjá lögreglunni. Hún er að reyna að koma því inn hjá fólki að ég sé í eiturlyfjum. Það er verið að reyna að sverta mann­ orð mitt og gera mig að einhverri ljótri manneskju, sem mér finnst ég ekki eiga skilið,“ sagði Linda meðal annars. Þá kom jafnframt fram að Linda væri með sjáanlega áverka eftir aðgerðir lögreglunnar, væri meðal annars marin á bakhlutanum, með bólgna hönd og verki í hálsi og baki. Linda ræddi stuttu síðar aft­ ur við DV og kom þá fram að hún hefði farið í lyfjapróf til að sanna sakleysi sitt. Í kjölfar þessa lagði Linda fram kæru á hendur lögreglunni fyrir meint harðræði, en lög­ reglan gagnkærði Lindu fyrir of­ beldi og fleira. Fram kemur í grein Stundarinnar í desember 2015 að Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, hafi á sínum tíma farið á fund með Böðvari Bragasyni lögreglustjóra þar sem gerð var sátt um að falla frá ákærum á báða bóga. „Við sam­ mæltumst um að það væri eng­ um í hag að halda þessum málum áfram.“ Sagði lögreglumennina hafa verið með yfirgang Linda er ekki eini nafntogaði Ís­ lendingurinn sem hefur neikvæða sögu að segja af samskiptum sín­ um við lögregluna. Í júlí 2010 lenti Ellen Kristjánsdóttir söngkona í átökum við lögregluna í mótmæl­ um fyrir utan Seðlabankann. Leit­ aði hún í kjölfarið á bráðamóttöku og sagði lögregluna hafa snúið upp á handlegg hennar. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa hafa setið við inngang Seðlabank­ ans þegar lögregla kom að henni og sneri fyrirvaralaust upp á handlegg hennar. Ellen var þó ekki handtek­ in. Í samtali við mbl.is sagðist hún vera „blá og mar in eft ir viðskipti sín við lög regl una. Sagðist hún hafa setið við inn gang hússins og neit­ að fyrirmælum lögreglumanns sem sagði henni að færa sig. Sagði hún lögreglumanninn hafa snúið upp á handlegg hennar og fært hana frá. Hann hefði síðan skeytt engu þegar aðrir mótmælendur brugðust við og sögðu honum að biðja Ellen afsök­ unar. Ellen tók undir að viðbrögð lögreglumannsins hefðu verið til­ efnislaus. „Já, eig in lega. Ég er nú voðal ega friðsöm.“ Árið 2015 sakaði Oddur Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, lögregluna um óþarfa harðræði við handtöku. Í júní 2013 var lögreglan kölluð að heimili Krumma eftir að ná­ grannar kvörtuðu undan háværri tónlist. Í kjölfarið var Krummi handtekinn fyrir að sparka í fót lögreglumanns. Hann var í kjölfar­ ið ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni en fyrir dómi sagði hann lögreglumennina hafa verið „dónalega og með yfirgang.“ „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru bún- ir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heim- ili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárn- uðu mig harkalega.“ n www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL FRISLAND 1941 „Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið Linda á forsíðu DV. Ljósmynd/Tímarit.is MYND/ TÍMARIT.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.