Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 35
Golfblaðið 26. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ ÁSBYRGISVÖLLUR: Spilaðu golf í goðsagnakenndri náttúrufegurð Golfklúbburinn Gljúfri er starfandi við Ásbyrgisvöll. „Við erum ekki stór klúbbur, rétt um 10 félagar. En allir erum við dyggir golfiðkendur og þykir vænt um Ásbyrgisvöll,“ segir Marínó Eggertsson, forstöðumaður Ásbyrgis- vallar. Ásbyrgisvöllur er staðsettur á einum goð- sagnakenndasta stað Íslands. Með hamraveggi Ásbyrgis í bakgrunni er þessi níu holu völlur algjör gimsteinn í guðsgrænni náttúrunni. „Það er rosa- lega flott að vera þarna með þessa háu hamra- veggi í kringum sig. Sérstaklega eru sumar- kvöldin falleg. Eftir heita daga þá geislar hitinn frá berginu á vangann og það er hægt að spila golf langt fram eftir kvöldi. Við rekum ekki golfskála en erum með þjónustu í verslun við Ábyrgi, rétt við völlinn við þjóðveg 85. Verslunin er opin allan daginn. Þar geta menn fengið sér að borða, drukkið kaffi og komist á snyrtingu. Þar er einnig hægt að fá golfsett leigð.“ Dagurinn á Ásbyrgisvelli fyrir einn fullorðinn kostar 2.000 krónur. „Það góða við völlinn er að það eru ekki margir sem sitja um hann. Þar er yfirleitt engin ös og sjaldan sem maður þarf að bíða eftir rástíma. Við erum svona að huga að því að opna völlinn fyrir notkun. Þeir sem eru áhugasamir um að skella sér í golf á Ásbyrgis- velli mega endilega hafa samband við mig í síma 892-2145.“ Ásbyrgisvöllur 671 Kópasker Sími: 465-2145 og 892-2145

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.