Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 38
38 SPORT 26. apríl 2019 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla n Sá stóri fer á Hlíðarenda þriðja árið í röð ef spá DV rætist n HK og Grindavík er spáð falli S tærsta og vinsælasta íþróttakeppni á Íslandi hefst um helgina þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað. Um er að ræða efstu deild karla í knattspyrnu og að mati margra er þessi vinsælasta íþrótt í heimi vorboðinn ljúfi. 12 lið eru í deildinni líkt og síðustu ár. Hart verður barist á toppnum en ekki síður á botninum og fréttamenn DV settust niður og röðuðu liðun- um niður í spá fyrir tímabilið. Spá- in er líkleg til þess að ganga eftir, enda fréttamenn DV sérfræðingar upp til hópa. 1 ValurValur hefur unnið Pepsi Max- deildina tvö ár í röð og allt stefnir í að liðið muni vinna deildina í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Valur hefur lang- sterkasta leikmannahópinn í deildinni. Það hefur tvo íslenska landsliðsmenn, Birki Má Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson sem kom til félagsins á dögunum. Valur hefur keypt fjölda leikmanna í vetur og státar af breidd í sínum leik- mannahópi sem önnur lið geta aðeins látið sig dreyma um. Krafan á Hlíðarenda er að liðið vinni deildina og flestir telja að sú verði raunin. Ef einhver getur staðið undir slíkri pressu er það Ólafur Jóhannesson, reyndur þjálfari Vals. 2 FHEftir hörmungarnar á síðustu leiktíð er pressa á FH að koma sér aftur í fremstu röð, en liðinu gekk illa á fyrsta tímabilinu sem Ólafur Krist- jánsson var með liðið. Ólafur var með mikið breytt lið á síðustu leiktíð og getur notað þá afsökun, en sú afsökun dugar ekki í ár og þarf FH að berjast á toppnum. FH er með afar sterkt byrjunarlið, en liðið þarf að treysta á að Guð- mann Þórisson og Björn Daníel Sverrisson, sem komu í vetur, beri liðið uppi en báðir eiga að styrkja FH mikið. Vandamál FH gæti verið að skora mörk en liðið treystir á að Jákub Thomsen frá Færeyjum og Steven Lennon geti dregið vagninn þar. 4. Stjarnan Litlar breytingar hafa orðið í Garða- bæ en þær geta stundum verið af hinu góða. Stjarnan úr Garðabæ er lið stemningar og Rúnar Páll Sigmunds- son kann að vekja upp þá stemn- ingu. Stjarnan hefur á að skipa öflugri sveit, vörnin og markvarsla gæti orðið styrkleiki liðsins með komu Martins Rauschenberg. Vandræði liðsins gætu orðið á miðsvæðinu, þó er Þorri Geir Rúnarsson klár í stærra hlutverk en síðustu tvö ár, hann hefur náð fullri heilsu. Eyjólfur Héðinsson og Baldur Sigurðsson, sem borið hafa uppi mið- svæðið, eru ekki að yngjast, báðir hafa glímt við meiðsli og liðið má illa við að missa þá út. Haldist allir heilir getur Stjarnan farið langt. 5. Breiðablik Lykilmenn hafa horfið á braut og fleiri gætu farið. Gísli Eyjólfsson og Willum Þór Will- umsson eru farnir og nú reynir Jonathan Hendricx að losna úr Kópavoginum. Blikar hafa hins vegar styrkt lið sitt á móti og þar ber helst að nefna Guðjón Pétur Lýðs- son og Höskuld Gunnlaugsson og þá er Arnar Sveinn Geirsson einnig mættur í Kópavoginn. Thomas Mikkelsen, besti framherji deildarinnar, verður með frá byrjun, það munar um minna. Ungir drengir munu svo leika stórt hlutverk og eru margir spenntir að sjá hvernig Brynjólfur Willumsson tekur við stærra hlut- verki; er hann jafn öflugur og bróðir sinn? 3 KREf guð er til í Vesturbænum, þá er það Rúnar Kristinsson. Þessi öflugi þjálfari gerði vel með KR á síðustu leiktíð og kom liðinu aftur inn í Evrópu. Nú vilja KR-ingar fara að berjast um titla og ef mið er tekið af vetrinum ætti það að geta gerst. KR hefur gert litlar breytingar, sami kjarni er til staðar en Tobias Thomsen er mættur aftur. KR-ingar treysta á að Thomsen raði inn mörkum og vörnin haldi, þá gæti KR komist á þann stað að liðið gæti barist um titla. KR er með gamalt lið en það þarf oft reynslu til að vinna titla. Fari liðið langt í Evrópu- og bikarkeppni gæti það haft áhrif í deildinni en annars ætti reynslan að vinna með KR, frekar en hitt. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Rúnar Kristinsson, þjálfari KR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.