Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Page 42
42 PRESSAN 18. apríl 2019 Þ egar Lalla Salma tók sér stöðu í sviðsljósinu í október 2002 sem eig- inkona Mohameds VI. Marokkókonungs nötraði allt og skalf hjá hinni íhaldssömu kon- ungshirð. Salma, sem var þá 23 ára, var með mikið rautt hár og var svo allt öðruvísi en fyrri prinsessur. Hún gat allt eins verið frá annarri plánetu. Hún neitaði að hylja hár sitt með höfuðklút að múslímskum sið, klæddist oft gallabuxum og leyndi oft ekki frjálslyndum skoðunum sínum. Hún fékk konunginn til að lýsa því yfir að hann myndi ekki taka sér fleiri eiginkonur, eins og honum er heimilt, hún þvertók fyrir að halda sig til hlés og braut blað í sögunni með því að verða fyrsta eiginkona þjóðhöfðingja landsins sem fékk opinberan, konunglegan titil. Auk þess varð hún fyrsta eiginkona þjóðhöfðingja landsins sem leyfði myndatökur af sér. Orðrómur um að konungur hafi lokað hana inni Salma er með háskólapróf í tölv- unarfræði og hún stofnaði góð- gerðasamtök til stuðnings krabba- meinssjúklingum. Hún var gerð að góðgerðarsendiherra hjá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Sem fyrsta prinsessa lands- ins fékk hún einnig nokkrum sinni tækifæri til að vera fulltrúi lands- ins og eiginmanns síns opinber- lega. Engin prinsessa hefði geta verið sýnilegri og mikilvægari en Lalla Salma. En síðan bar svo við að hún hvarf algjörlega úr sviðsljósinu í október 2017. Þetta hefur vakið upp margar spurningar enda mik- il breyting frá því sem áður var. Eftir 16 ára hjónaband hvarf hún skyndilega úr sviðsljósinu. Síðasta opinbera verk hennar var að sækja viðburð á Yves Saint-Laurent- safninu í Marrakesh. Innlendir fjölmiðlar dirfast ekki að tala um dularfulla fjarveru hennar en það drepur ekki orðróminn sem svíf- ur yfir bæjum og borgum. Margir Marokkómenn spyrja sig hvað hafi orðið af Lalla Salma. Getur verið að hún og konungurinn séu skilin og hún berjist nú fyrir umgengnisrétti við börnin þeirra tvö, krónprins- inn Moulay Hassan, sem er 15 ára, og prinsessuna Lalla Khadija, sem er 12 ára? Er hún flutt til Grikk- lands? Bandaríkjanna? Getur það virkilega staðist að hún hafi nýlega sést á Ítalíu með börnunum sín- um? Þá hefur sá orðrómur geng- ið fjöllum hærra að konungurinn hafi lokað hana inni í einni af tólf höllum sínum. Í nýútkominni bók er því haldið fram að hann hafi beitt þessari sömu aðferð á móður sína, Lalla Latifa, þegar hún neitað að slíta ástarsambandi við einn af lífvörðum föður hans. Lalla Latifa fékk þó síðar leyfi til að flytja til Parísar og búa þar í útlegð. Æpandi þögn Mohamed VI. er einn af síðustu konungum heimsins sem fer með einhver völd en hann er mjög valdamikill og hefur síðasta orðið í nær öllum málum landsins. Hann ferðast mikið, er oft í París, og er óspar á að sýna lúxuslíf sitt á samfélagsmiðlum. Hann er sagð- ur stýra skuggaríkisstjórn, sem samanstendur af vinum og sér- fræðingum, og er hún sögð valda- meiri en hin opinbera ríkisstjórn. Á síðasta ári gekkst konungur- inn undir hjartaaðgerð í Frakk- landi. Þá kom fjarvera drottn- ingarinnar berlega í ljós því á myndum, sem hirðin sendi frá sér, af konungnum á sjúkrabeði sást Lalla Salma hvergi, en aftur á móti voru börnin hans og fjögur systkin með honum á myndunum. Ekki þótti það síður undar- legt fyrir skömmu þegar spænsku konungshjónin og skömmu síðar Harry Bretaprins og Meghan prinsessa komu í opinbera heim- sókn til Marokkó að það voru kon- ungurinn og börn hans sem tóku á móti þeim. Lalla Salma sást hvergi. Þetta stakk mjög í stúf því Lalla Salma og spænsku drottningunni er vel til vina. Spænska slúðurblaðið Hola! segir að hjónin séu skilin og að Lalla Salma búi enn í Marokkó. Þögn konungsfjölskyldunnar þykir þó æpandi. The Times seg- ir að skilnaðarorðrómurinn sé þó styrktur af grein í litlum vefmiðli í Marokkó nýlega, en þar sagði að Lalla Salma hefði „svikult viðhorf“ og „uppblásið egó“. Skrif sem þessi eru tímamótaskrif í Marokkó og ekki væri hægt að birta slík skrif án leyfis konungsins. n Dularfullt hvarf prinsessunnar Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Lalla Salma Áberandi prinsessa sem hvarf úr sviðsljósinu. Hvar er Lalla Salma? MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.