Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 31. maí 2019
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
A
rnold Bryan Cruz byrjaði
snemma að grúska í mót-
orhjólum og keypti fyrsta
mótorhjólið fyrir ferming-
arpeningana sína. Hann er einn
stofnenda mótorhjólaklúbbs-
ins Pyratez í Bandaríkjunum og
á Íslandi og hann og fimm fé-
lagar hans eru nýkomnir heim frá
Mexíkó þar sem þeir fóru á El Di-
ablo Run í annað sinn. Arnold seg-
ir félagsskapinn einkennast af vin-
áttu, samheldni og virðingu.
Arnold fékk mjög snemma
áhuga á mótorhjólum. „Ég var
byrjaður 11 ára að laga reiðhjól
fyrir aðra krakka í blokkinni. Síð-
an fór ég 14 ára og sótti ferming-
arpeningana mína upp í skáp og
keypti tvö mótorhjól í pörtum,
annað þeirra rétt hékk saman.
Mamma varð alveg brjáluð.“
Mótorhjólaáhuginn tók því
við af boltanum, en Arnold hafði
stundað bæði handbolta og fót-
bolta, og lá hann flest kvöld undir
hjólum við að laga, gera og græja
og lærði af því. „Sonur minn sem
er 18 ára er farinn að geta gert
ótrúlegustu hluti af því að það er
hægt að fletta öllu upp á YouTube.
Ég var með eina bók og svo gerði
maður eitthvað og það virkaði eða
ekki. Ef það virkaði ekki þá bara
byrjaði maður upp á nýtt.“
Árið 2007, þegar Arnold var bú-
settur í Los Angeles, kynntist hann
Rick Mitchell, öðrum áhugamanni
um mótorhjól, og klúbburinn
Pyratez varð til úti. „Rick er núna
höfuð og herðar klúbbsins úti,“
segir Arnold og útskýrir að upp-
fylla þurfi ákveðnar reglur og lög
til að mega stofna nýjan klúbb.
„Þú getur í raun ekki, hvort sem
er hér heima eða í Evrópu eða
Bandaríkjunum, bara ákveðið að
stofna klúbb og sett merkið á bak-
ið á þér, það er ákveðið klúbba-
samfélag á viðkomandi svæði sem
þú þarft að kynnast og kynna þig
fyrir, sýna samfélaginu og með-
limum þess virðingu. Þannig öðl-
ast þú virðingu til baka.
Bræðralag vináttu, trausts og
virðingar
„Þegar ég flutti heim árið 2009 átti
ég fullt af mótorhjólavinum hér
heima og við bara hóuðum okk-
ur saman og létum slag standa,
skoðuðum klúbba hér heima,
þekktum suma þeirra og aðra
ekki,“ segir Arnold og MC Pyratez
varð að veruleika á Íslandi líka.
„Við erum 16 meðlimir í dag
með flott klúbbhús uppi á Ásbrú,
við erum allir fjölskyldumenn
í vinnu, alls konar störfum, við
mætum þarna stundum á kvöldin
og grillum fyrir börnin okkar. Við
erum með stórt verkstæði, sófa
með Playstation, pílukast, pool-
borð og alls konar skemmtilegt,
fundarherbergi, útikamínu, grill
og fleira.
Klúbburinn er byggður þannig
upp að við veljum stráka sem passa
inn í hópinn, þetta er bræðralag og
það er ákveðið ferli í að komast inn
og vera með. Það er alla vega 12
mánaða ferli að fá að komast inn.
Það er betra að hafa fáa og góða
félaga en marga,“ segir Arnold.
„Þegar ég stofnaði klúbbinn árið
2009 voru í honum strákar sem ég
þekkti mjög vel, síðan meðan ég
bý úti heldur hópurinn áfram að
stækka og inn koma strákar sem
ég kynntist ekki almennilega fyrr
en árið 2017 þegar ég er fluttur aft-
ur heim. Ég treysti hins vegar hin-
um til að velja inn nýliða sem var
hægt að treysta.
Við viljum vera klúbbur sem
gott orð fer af. Við erum með regl-
ur sem segja hvernig við eigum
að vera og ekki vera og ef einhver
okkar sýnir af sér ósæmilega hegð-
un, hvort sem hann er með merk-
ið á bakinu eða ekki, þá snertir það
okkur alla.
„Í fréttum ber mest á þessum
1–2% sem eru til vandræða. Hérna
heima er mjög heilbrigð hugs-
un í samfélaginu, erlendis finnst
fólki allt í lagi að vera hlífalaus-
ir, fá sér 2–3 bjóra, jafnvel meira,
og keyra svo, hjólafólk hér myndi
aldrei gera þetta. Allir klúbbarn-
ir eru með samneyti sín á milli,
hver og einn heldur til dæmis einn
viðburð á ári, opið hús eða ann-
að þar sem allir aðrir klúbbar eru
velkomnir. Þegar annar klúbbur
er að gera eitthvað þá mætir mað-
ur til að sýna stuðning og kynnast,
hvort sem um er að ræða grill, fjöl-
skylduhátíð eða annað.“
„El Diablo Run er það skemmti-
legasta sem ég hef gert“
Árið 2017 fóru Arnold og vin-
ur hans og klúbbfélagi, Birgir Ax-
elsson, saman á viðburð í Mexíkó
sem heitir El Diablo Run. Viðburð-
urinn er haldinn annað hvert ár af
fyrirtæki sem heitir Biltwell Inc. og
selur alls konar íhluti og varahluti
fyrir mótorhjól. Í ár fóru þeir aftur,
ásamt fjórum félögum í klúbbnum
hér heima og nokkrum í klúbbn-
um í Los Angeles.
„Það eru svona 500–600 manns
sem mæta á hjólum, þetta er lít-
ill viðburður en það skemmti-
legasta sem ég hef gert. Þegar
við fórum í fyrra skiptið vissum
við í raun ekkert hvað við vorum
að fara út í,“ segir Arnold. „Þetta
er haldið í litlum strandbæ, San
Á mótorfákum
um Mexíkó
Flúraðir og flottir Íslendingar í klúbbnum MC Pyratez
Töffarar og
tryllitæki Hópurinn
við heimför til LA
fyrir framan villuna.
Mynd: Melanie Ladish
Fimm fjörugir Ólafur Már Kristjánsson,
Kristján Freyr Imsland, Bjarni Hannesson, Birgir
Axelsson og Halldór Jóhannsson mættir til LA.