Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 92

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 92
92 FÓKUS 31. maí 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR LÆKJARSMÁRI 4, 201 KÓPAVOGUR 55.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýlishús 109 M2 4 SÆVIÐARSUND 29, 104 REYKJAVÍK 43.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýlishús 86 M2 3 LANGHOLTSVEGUR 19, 104 REYKJAVÍK 42.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 97 M2 4 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT Brotnir útlimir og ástarbasl n Gísli Kristjánsson gefur út fyrstu plötuna í fimmtán ár n Fékk fimm ára dóttur sína í undirspilið T ónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson gaf út plötuna The Skeleton Crew núna á dögunum, en fimmtán ár eru liðin síðan hann gaf út fyrstu plötuna sína, How About That. Þá vakti hann mikla athygli fyrir undarlega textagerð. Textarnir á nýju plötunni eru engin undantekning frá undar- legu textunum á fyrri plötunni. Núna fjalla þeir þó um frekar venjulega hluti eins og að lifa með brotna útlimi eða um baslið sem ástin getur verið. „Ég er búinn að vera lengi að bögglast við þetta, en svo allt í einu bara datt eitthvað á rétta staði og passaði saman, réttu lög- in og rétti fílingurinn.“ Vann með Duffy og Mick Jones Eftir útgáfuna á fyrstu plötunni var Gísli á tónleikaferðalagi í þrjú ár og í kjölfarið fór hann til Los Angeles. Þar hljóðritaði hann aðra plötu sínu með upptökustjóran- um Mickey Petralia en hann hefur gert plötur með stórstjörnum eins og Eels, Peches, Dandy Warhols og Beck. Gísli flutti síðan til London þar sem hann vann sem upptökustjóri og lagasmiður fyrir aðra tónlistar- menn. Þar vann hann með ýms- um tónlistarmönnum, en á meðal þeirra voru stjörnur eins og Duffy, Mick Jones og Cathy Dennis. „Þetta var lífsreynsla sem var mikils virði, bæði sem manneskja og sem tónlistarmaður. Maður var svona frekar „starstruck“ allan tím ann en allir ógeðslega næs að hjálpast að og bara rosagóður fíl- ingur.“ Dóttirin spilar á slagverk Eftir að hafa verið í London í sex ár flutti Gísli heim til Íslands og sett- ist að á Höfnum á Reykjanesi með konu sinni, Elízu Newman. Þar byggði hann sér stúdíó og hefur verið að vinna með hinum ýmsu íslensku tónlistarmönnum. Á nýju plötunni sér Gísli sjálf- ur um allar upptökur og hljóð- blöndun. Hann spilar á nánast öll hljóðfærin fyrir utan aðstoð frá El- ízu Newman á fiðlur og bakradd- ir, fimm ára dóttir þeirra spilar á ýmis slagverkshljóðfæri og Birkir Örn Gíslason tekur eins og eitt gít- arsóló. „Þetta er allt tekið upp af mér, heima hjá mér. Ég er búinn að vera að dúlla við þetta þar í friði.“ Nafnið á plötunni, The Skel- eton Crew, á því vel við þar sem „Skeleton Crew“ merkir einmitt að vinna verkefni með lágmarks mannskap. Gísli á samfélagsmiðlum gisli_m usic gislim usic @ G isliK ristjans gisli-kristjansson Plötuumslag The Skeleton Crew.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.