Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 68
68 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR Skúli Mogensen – Afdrifin óljós S kúli Mogensen fjárfestir stofnaði og rak flugfélagið WOW air sem lagði niður starfsemi í mars síðast- liðnum líkt og flestum er kunnugt. Skúli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og leiðin lá síðan í Háskóla Íslands þar sem hann lagði stund á heimspeki og stjórnmálafræði. Hann lauk þó aldrei námi heldur kaus að hella sér út í fyrirtækja- rekstur og stofnaði Oz Communications. Síðar meir kom Skúli einnig að stofnun Vodafone og Artic Ventures áður en hann stofnaði WOW air árið 2011 og braust með látum inn á íslenska flugmarkaðinn. Eftir sjö ár í rekstri, ævintýralegt ris og fall, var tilkynnt um gjaldþrot WOW air í mars á þessu ári. Í yfirlýsingu sagði Skúli að hann hefði „lagt allt sitt“ í reksturinn og ætti enga aukasjóði. Þá sagðist hann hafa fjárfest í WOW air fyrir um fjóra milljarða króna allt frá stofnun þess og sagði ljóst að hann fengi lítið sem ekkert af því til baka. Í mars síðastliðnum greindi DV frá því að fjárhagsleg framtíð Skúla Mogensen í kjölfar gjaldþrots WOW air væri óljós. Skúli á og býr í einu dýrasta og fallegasta einbýlis- húsi landsins á Seltjarnarnesi, en um er að ræða 609 fer- metra einbýli á tveimur hæðum sem byggt er árið 2008 og stendur á sjávarlóð. Fyrirtæki Skúla, Kotasæla ehf., keypti húsið árið 2016 en umrætt fyrirtæki heldur einnig utan um jarðirnar Hvamm og Hvammsvík, sem keyptar voru af Orkuveitu Reykjavíkur eftir útboð árið 2011. Fyrstu tvö árin var húsið skráð á Kotasælu ehf., en 1. júní 2018 var það fært yfir á Skúla sjálfan. Afdrif Skúla eru óljós í dag. Hann hefur sjálfur sagt að hann viti ekki hvað verði um eignir sinna félaga, en hæsta- réttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson eru skiptastjórar þrotabús WOW air. Heimili: Hrólfsskálavör 2, 609 fm Fasteignamat: 261.000.000 kr. Hrólfsskálavör 2 Heimili Skúla á Seltjarnarnesi. Í Ameríku Skúli og kærastan, Gríma Björg Thorarensen. Róbert Wessman – Lyfjaprinsinn V ilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, er einn af umsvifamestu fjár- festum landsins. Samkvæmt tekjublaði DV á seinasta ári er Róbert tekjuhæsti forstjóri landsins með tæpar 27 millj- ónir á mánuði. Meðal fjárfestinga Ró- berts eru fjölmiðlafyrirtækið Birtingur sem meðal annars gefur út tímaritin Mannlíf, Hús og híbýli og Vikuna. Á síðasta ári hóf Róbert vínrækt við 5.000 fermetra kastala sem hann á í Frakklandi. Stundin greindi frá því í janúar á þessu ári að Róbert hefði gert samkomulag við Glitni í lok árs 2013 og feng- ið felldar niður skuldir upp á hátt í 44 milljarða en skuld- irnar voru meðal annars til- komnar vegna hlutabréfa- kaupa í Glitni 2007 og 2008. Unnusta Róberts er Ksenia Vladimirovna Shakhmanova en parið trúlofaði sig í septem- ber á seinasta ári. Þau eignuð- ust sitt fyrsta barn í apríl síð- astliðnum. Það væsir ekki um litlu fjölskylduna sem hefur komið sér fyrir í 426 fermetra einbýlishúsi í Arnarneshverf- inu í Garðabæ. Húsið er skráð á félagið HRJÁF ehf. Heimili: Tjaldanes 15, 426,7 fm Fasteignamat: 144.650.000 kr. Róbert Wessman: Tekjublað DV 2018: 26.891.000 kr Wow Air Á meðan allt lék í lyndi. MYND: INSTAGRAM @ROBERTWESSMAN MYND: INSTAGRAM @ROBERTWESSMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.