Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 76
76 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir – Messías majónesins K leópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, eigandi Gunnars majónes, er sér- stök kona svo ekki sé meira sagt. Í fyrri umfjöllunum DV kemur fram að hún sé ýmist mærð eða ávítt, hún veit- ir fjölmiðlum sjaldnast viðtöl eða svör, en lífshlaup hennar er sérstakt og skraut- legt. Sama á við um aðkomu hennar að Gunnars majónesi, og síðan 100% eignarhaldi. Gunnars Majones ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2014, en fyr- irtækið var stofnað árið 1960. Félag í eigu Kleópötru keypti fyrirtækið eftir stjórn- arfund í mars árið 2014 og greiddi 62,5 milljónir fyrir. Árið 2009 var Kleópatra ráðin sem for- stjóri Gunnars Majones sf., en hún mun hafa komið inn í reksturinn árið 2006 og vakti ráðning hennar mikla athygli, enda var og er Gunnars majónes eitt þekktasta vörumerki íslenskra fyrirtækja og Kleópatra var alls óþekkt í viðskiptum. Helen og Nancy, dætur Gunnars Jóns- sonar stofnanda, voru samþykkar því að selja Kleópötru einni fyrirtækið og mun ekki króna hafa verið greidd fyrir heldur gefið út skuldabréf til tíu ára sem fyrir- tækið Gunnarsson ehf. greiddi árlega af. Í nærmynd DV um Kleópötru var haft eftir Helen Gunnarsdóttur Jónsson að Kleópatra væri eins og Jesús Kristur: „Hún sér í gegnum alla og veit allt, næmari kona er ekki til. Hún segir eitt- hvað og það gerist og hún sér inn í fram- tíðina. Hún talar í dæmisögum og gerir allt eins og Jesús Kristur sem [innsk. blm] var líka krossfestur.“ Kleópatra býr í íbúð á efri hæð á Lang- holtsvegi 100. Heimili: Langholtsvegur 100, efri hæð, 139,7 fm Fasteignamat: 53.700.000 kr. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir Tekjublað DV 2018: 1.279.000 kr. MYND: HANNA/DV Svanhildur Konráðsdóttir – Hjartað slær fyrir menninguna S vanhildur Konráðsdóttir tók við starfi forstjóra Hörpu 1. maí 2017, en hún hefur setið í stjórn Hörpu ohf. síðan árið 2012 og hefur komið að undir- búningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykja- vík frá árinu 2004. Svanhildur var áður sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Svanhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum á sviði menn- ingar, lista og ferðamála, en hún leiddi með- al annars stofnun Höfuðborgarstofu og átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinn- ar Reykjavík. „Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefn- inu nánast frá upphafi,“ sagði Svanhildur í tilkynningu þegar hún var komin í forstjóra- stólinn. Þrátt fyrir að hjarta Svanhildar hafi ávallt fylgt menningarverkefnum hennar, var ekki sama hægt að segja um launamál í Hörpu, en mikill styr varð meðal starfsmanna þegar kom í ljós að laun hennar höfðu hækkað um nærri 20% á tveimur mánuðum. Fóru laun Svanhildar úr 1.308.736 krónum á mánuði þegar hún hóf störf hjá Hörpu í maí 2017 í 1.567.500 krónur í júlí 2017. Áramótin 2018/19 var svo þjónustufulltrúum, en ekki stjórnendum, gert að lækka eigin laun til að létta af rekstri Hörpu. Sögðu 20 þeirra upp störfum. í kjölfarið fór Svanhildur fram á það að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt til 1. janúar 2018 eða í þau sömu og í úrskurði kjararáðs, 1.308.736 krónur á mánuði. „Frið- ur um Hörpu er ofar öllu,“ segir Svanhildur. Svanhildur býr sunnan við lækinn í Hafnarfirði í fallegu húsi sem byggt var árið 1953. Heimili: Grænakinn 24, 137,5 fm Fasteignamat: 42.500.000 kr. Svanhildur Konráðsdóttir Tekjublað DV 2018: Tekna ekki getið, en mánaðarlaun samkvæmt úr- skurði kjararáðs eru 1.308.736 kr. Svanhildur skálar á upp- skeruhátíð Hörpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.