Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 76
76 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR
Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir
– Messías majónesins
K
leópatra Kristbjörg Stefánsdóttir,
eigandi Gunnars majónes, er sér-
stök kona svo ekki sé meira sagt. Í
fyrri umfjöllunum DV kemur fram
að hún sé ýmist mærð eða ávítt, hún veit-
ir fjölmiðlum sjaldnast viðtöl eða svör,
en lífshlaup hennar er sérstakt og skraut-
legt. Sama á við um aðkomu hennar
að Gunnars majónesi, og síðan 100%
eignarhaldi.
Gunnars Majones ehf. var tekið til
gjaldþrotaskipta í júní árið 2014, en fyr-
irtækið var stofnað árið 1960. Félag í eigu
Kleópötru keypti fyrirtækið eftir stjórn-
arfund í mars árið 2014 og greiddi 62,5
milljónir fyrir.
Árið 2009 var Kleópatra ráðin sem for-
stjóri Gunnars Majones sf., en hún mun
hafa komið inn í reksturinn árið 2006
og vakti ráðning hennar mikla athygli,
enda var og er Gunnars majónes eitt
þekktasta vörumerki íslenskra fyrirtækja
og Kleópatra var alls óþekkt í viðskiptum.
Helen og Nancy, dætur Gunnars Jóns-
sonar stofnanda, voru samþykkar því að
selja Kleópötru einni fyrirtækið og mun
ekki króna hafa verið greidd fyrir heldur
gefið út skuldabréf til tíu ára sem fyrir-
tækið Gunnarsson ehf. greiddi árlega af.
Í nærmynd DV um Kleópötru var haft
eftir Helen Gunnarsdóttur Jónsson að
Kleópatra væri eins og Jesús Kristur:
„Hún sér í gegnum alla og veit allt,
næmari kona er ekki til. Hún segir eitt-
hvað og það gerist og hún sér inn í fram-
tíðina. Hún talar í dæmisögum og gerir
allt eins og Jesús Kristur sem [innsk. blm]
var líka krossfestur.“
Kleópatra býr í íbúð á efri hæð á Lang-
holtsvegi 100.
Heimili: Langholtsvegur 100, efri hæð, 139,7 fm
Fasteignamat: 53.700.000 kr.
Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir
Tekjublað DV 2018: 1.279.000 kr.
MYND: HANNA/DV
Svanhildur Konráðsdóttir –
Hjartað slær fyrir menninguna
S
vanhildur Konráðsdóttir tók við starfi
forstjóra Hörpu 1. maí 2017, en hún
hefur setið í stjórn Hörpu ohf. síðan
árið 2012 og hefur komið að undir-
búningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykja-
vík frá árinu 2004. Svanhildur var áður
sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar. Svanhildur hefur áratuga
reynslu af stjórnunarstörfum á sviði menn-
ingar, lista og ferðamála, en hún leiddi með-
al annars stofnun Höfuðborgarstofu og átti
frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinn-
ar Reykjavík.
„Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu
og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefn-
inu nánast frá upphafi,“ sagði Svanhildur í
tilkynningu þegar hún var komin í forstjóra-
stólinn.
Þrátt fyrir að hjarta Svanhildar hafi ávallt
fylgt menningarverkefnum hennar, var ekki
sama hægt að segja um launamál í Hörpu,
en mikill styr varð meðal starfsmanna þegar
kom í ljós að laun hennar höfðu hækkað um
nærri 20% á tveimur mánuðum. Fóru laun
Svanhildar úr 1.308.736 krónum á mánuði
þegar hún hóf störf hjá Hörpu í maí 2017
í 1.567.500 krónur í júlí 2017. Áramótin
2018/19 var svo þjónustufulltrúum, en ekki
stjórnendum, gert að lækka eigin laun til að
létta af rekstri Hörpu. Sögðu 20 þeirra upp
störfum. í kjölfarið fór Svanhildur fram á það
að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt til 1.
janúar 2018 eða í þau sömu og í úrskurði
kjararáðs, 1.308.736 krónur á mánuði. „Frið-
ur um Hörpu er ofar öllu,“ segir Svanhildur.
Svanhildur býr sunnan við lækinn í
Hafnarfirði í fallegu húsi sem byggt var árið
1953.
Heimili: Grænakinn 24, 137,5 fm
Fasteignamat: 42.500.000 kr.
Svanhildur Konráðsdóttir
Tekjublað DV 2018: Tekna ekki getið,
en mánaðarlaun samkvæmt úr-
skurði kjararáðs eru 1.308.736 kr.
Svanhildur skálar á upp-
skeruhátíð Hörpu.