Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 52
Hlaupablað 31. maí 2019KYNNINGARBLAÐ Dyrfjallahlaupið fer fram í þriðja skipti þann 20. júlí í Borgarfirði eystri. Hlaupið er á vegum Ungmennafélags Borgarfjarðar og dregur nafn sitt af hinum ægifögru Dyrfjöllum sem gnæfa yfir Borgarfjörðinn. Dyrfjöllin heita svo vegna skarðs mikils í miðju fjallgarðsins sem minnir á risastórar dyr. „Dyrfjallahlaupið er haldið á hverju ári og er fyrir þá sem hafa gaman af því að hlaupa í fjölbreyttu og tæknilegu undirlagi. Þetta er kannski ekki ákjósanlegt fyrsta utanvegahlaup fólks þar sem hækkunin er töluverð og undirlendið fjölbreytt en hefur verið lýst sem einhverju fallegasta hlaupi landsins. Því hefur verið heyrt fleygt þegar keppendur koma í mark að þetta sé erfiðasta hlaupaleið landsins en þó virðast allir vera sammála um það að þetta sé ein af þeim fallegri sem fyrirfinnast,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir, verkefnastjóri hlaupsins. Bæði metin slegin í fyrra Í fyrsta skipti sem hlaupið var haldið kom Arnar Pétursson fyrstur karla í mark á 02:08:19 og Elín Edda Sigurðardóttir fyrst kvenna á 02:40:26. Í fyrra voru bæði metin slegin og var það Elísabet Margeirsdóttir sem setti nýt brautarmet kvenna á 02:30:27 og Ricky Lightfoot sló brautarmet karla, en hann kom í mark á tímanum 01:58:11 og er jafnframt sá eini sem hefur farið þessa leið á undir 2 tímum. Hólaland – Stórurð – Bakkagerðisþorp Leiðin er 23 kílómetra löng og telst hlaupið til utanvegahlaups. „Þetta hefst allt við bæinn Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er hlaupið upp til að byrja með eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Seinustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar.“ Gullfalleg leið „Ef maður skráir sig í hlaupið fyrir 31. maí þá er verðið 9.900 krónur fyrir hvern keppanda. En ef keppandi skráir sig á tímabilinu 1. júní–17. júlí fer verðið upp í 10.900. Skráning eftir það kostar 11.900. Það er um að gera að skrá sig sem fyrst og fara að koma sér í gott hlaupaform fyrir Dyrfjallahlaupið. Þetta er gullfalleg leið og gaman að vera úti í guðsgrænni náttúrunni að hlaupa þarna um fjöll og firnindi. Borgarfjörðurinn er náttúrlega einn fallegasti staður á jarðríki,“ segir Inga. Verðlaun Allir þátttakendur fá þátttökupening þegar þeir koma í mark. Verðlaun verða svo veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna. Allar nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast á dyrfjallahlaup.is n Ein fallegasta hlaupaleið landsins DYRFJALLAHLAUPIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.