Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 18
18 PRESSAN 31. maí 2019
völd myndu kanna skútuna hans
myndu þau finna mikið magn af
hreinu kókaíni sem hann var að
flytja fyrir spænskt glæpagengi frá
Venesúela til Spánar. Hann varð
að losa sig tímabundið við farm-
inn og því sigldi hann meðfram
ströndinni til að leita að felustað
fyrir kókaínið en verðmæti þess
hljóp á sem nemur milljörðum ís-
lenskra króna.
Fjöldi hella er við strendur Sao
Miguel. Maðurinn sigldi að helli
nærri Pilar da Bretanha og byrjaði
að afferma skútuna. Kókaínið var
pakkað inn í plast og voru pakk-
arnir mörg hundruð. Hann notaði
net og keðjur til að þyngja pakk-
ana og sökkti þeim í sjóinn. En
fljótlega versnaði veðrið og sjórinn
ókyrrðist og kókaínpakkarnir losn-
uðu úr festingum sínum og byrjaði
að reka á land.
Fámennt samfélag
Á Azoreyjum búa um 140.000
manns. Á Sao Miguel hafa flest-
ir atvinnu af sjávarútvegi og land-
búnaði en fjölmargir vinna ekki og
fá bætur frá hinu opinbera. Fólk
lifði sínu venjulega lífi en þegar
hálft tonn af kókaíni rak á land
hafði það mikil áhrif á Sao Miguel.
Daginn eftir að fyrst sást til skút-
unnar fann veiðimaður krossfisk
sem var þakinn plasti. Undir plast-
inu fann veiðimaðurinn efni sem
honum fannst líkjast hveiti en það
lak úr pakkanum. Hann hringdi í
lögregluna.
Á næstu klukkustundum fundu
lögreglumenn 270 pakka af hreinu
kókaíni eða 290 kíló í heildina.
Þetta var bara fyrsti skammtur-
inn sem fannst. rúmlega viku síðar
fundust 158 kíló til viðbótar í helli
nærri Pilar da Bretanha. Tveim-
ur dögum síðar fundust 15 kíló til
viðbótar á strönd hinum megin á
eyjunni. Á hálfum mánuði fundust
rétt tæplega 500 kíló. En það voru
ekki allir sem létu lögregluna vita
þegar þeir fundu kókaín. Margir
heimamenn gerðust nú fíkni-
efnasalar og fluttu efnið á milli
staða í mjólkurbrúsum, máln-
ingardollum og sokkum. Þá geng-
ur sú saga á Sao Miguel að tveir
sjómenn hafi séð þegar skipstjóri
skútunnar kastaði kókaíninu í sjó-
inn og hafi þeir náð miklu magni
upp. Ekki er vitað hversu miklu en
miklum sögum fer af sölu þeirra á
efninu. Lögreglan óttaðist að um-
fangsmikil kókaínsala færi fram á
eyjunum.
Áður en þetta gerðist hafði
kókaín verið sjaldséð á eyjunni.
Heróín og hass var algengara en
kókaín var eiturlyf elítunnar enda
var það dýrt.
Grunlaus
Skipstjóri skútunnar sigldi til hafn-
ar og hafði enga hugmynd um
að lögreglan væri farin að fylgj-
ast með honum. Upplýsingar frá
heimamönnum urðu til þess að
lögreglan vissi að hér var smyglar-
inn á ferð. Þann 8. júní kom Ítali,
Vito Rosario Quinci, til skipstjór-
ans og hitti hann í skútunni þar
sem hún lá í höfn. Vito reyndist
vera tengiliður skipstjórans við
spænska smyglhringinn sem skip-
stjórinn starfaði fyrir. Í ljós kom
að Vito og skipstjórinn, sem heitir
Antonino Quinci, eru frændur.
Smyglhringurinn hafði keypt
skútuna fjórum mánuðum áður
en hún kom til Azoreyja. Rann-
sókn málsins leiddi í ljós að tvær
aðrar skútur voru einnig í ferðum
á milli Evrópu og Suður-Ameríku
með kókaín.
Antonino og Vito voru hand-
teknir eftir að þeir höfðu farið að
staðnum þar sem Antonino hafði
hent kókaíninu í sjóinn. Í fyrstu
var Antonino mjög samvinnu-
þýður og ræddi óhikað við lög-
regluna en daginn eftir hætti hann
öllu samstarfi og þvertók fyrir að-
ild að málinu. Lögreglan telur að
hann hafi verið hræddur þar sem
hann átti tvö ung börn og unnustu
og þar sem hann hafði týnt hálfu
tonni af kókaíni, sem aðrir áttu,
hafi hann ekki þorað að tala. Eða
þá að hann taldi sig geta sloppið
við saksókn ef hann segði ekkert.
Vildi komast í burtu
Antonino var úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna rannsóknar á mál-
inu. Kókaín hélt áfram að reka á
fjörur og allt flóði bókstaflega í
kókaíni á eyjunni. Auk þeirra tæpu
500 kílóa sem lögreglan hafði lagt
hald á taldi hún að 200 kíló til við-
bótar væru í umferð á eyjunni.
Sjómenn fundu mikið af efninu
og seldu og ekki var óalgengt að
kókaínið væri selt í kílóaskömmt-
um. Rannsóknir á efninu leiddu í
ljós að það var 80% hreint sem er
miklu hreinna og sterkara en það
kókaín sem venjulega er til sölu
á götum úti. Þetta gerði að verk-
um að fólk ánetjaðist efninu fljótt.
Margir þeirra sem keyptu þetta
kókaín og prófuðu vissu ekki hvað
þeir voru með í höndunum. Af-
leiðingarnar voru hræðilegar.
Fjöldi fólks leitaði til lækna vegna
hjartsláttartruflana eða skyndilegs
meðvitundarleysis. Sumir lifðu
þetta ekki af.
En Antonino sat ekki auðum
höndum í fangelsinu því hann
reyndi sitt besta til að sleppa á
brott frá Sao Miguel. Tíu dögum
eftir handtökuna náði hann að
flýja úr fangelsinu með því að klifra
yfir gaddavírsgirðinguna sem um-
lukti það. Hann komst yfir hana
og ók á brott á skellinöðru. Hann
leitaði skjóls hjá heimamanni úti
í sveit og dvaldi þar næstu tvær
vikur. Þeim varð ágætlega til vina.
Antonino beið sífellt eftir að sam-
verkamenn hans kæmu á annarri
skútu til að sækja hann en úr því
varð ekki. Um tveimur vikum eft-
ir flóttann gerði lögreglan húsleit
hjá heimamanninum og fann Ant-
onino fyrir algjöra tilviljun. Lög-
reglan var á höttunum eftir fíkni-
efnum hjá heimamanninum og
hafði engar upplýsingar né grun
um að Antonino væri þar. Algjör
heppni, eins og einn lögreglumað-
urinn sagði síðar.
Gjörbreytti mannlífinu
Á örfáum vikum tókst Antonino
að gjörbreyta lífi íbúa Sao Migu-
el. Áhrifanna gætti strax og þeirra
gætir enn. Portúgölsk stjórnvöld
breyttu fíkniefnalöggjöfinni 2001
og gerðu vörslu og neyslu ólög-
legra fíkniefna refsilausa. Áherslan
var í staðinn lögð á forvarnir og
endurhæfingu fíkla.
En á Sao Miguel færðist fíkni-
efnaneysla mjög í vöxt í kjölfar rek-
ans og nú eru margir langt leidd-
ir fíkniefnaneytendur á eyjunni.
Aðrir auðguðust mjög á kókaíninu
sem þeir fundu og settu pening-
ana í uppbyggingu löglegra við-
skipta á borð við kaffihús. Enn aðr-
ir voru ekki svona heppnir og létu
lífið af völdum fíkniefnaneyslu.
Margir fíkniefnaneytendur
segja að vegna þess hversu sterkt
kókaínið var hafi þeir byrjað að
nota önnur fíkniefni til að draga
úr fráhvarfseinkennunum. Heróín
kemur þar mikið við sögu en það
er sent til eyjunnar, oft með pósti.
Antonino var dæmdur í 10
ára fangelsi. Hinar skúturnar
tvær voru stöðvaðar í júlí 2001 af
spænsku lögreglunni.
Evrópulögreglan Europol seg-
ir að Azoreyjar komi nú mikið við
sögu í fíkniefnasmygli á milli Suð-
ur-Ameríku/Karabíska hafsins og
Evrópu. Smyglararnir nota eyjarn-
ar sem viðkomustað á leið sinni til
Evrópu. Fíkniefnin eru oft flutt yfir
í fiskibáta eða hraðbáta sem sigla
með þau til meginlands Portú-
gals eða Spánar. Í september á síð-
asta ári fundust rúmlega 800 kíló
af kókaíni um borð í hraðbáti sem
var stöðvaður nærri Azoreyjum.
Hann sigldi undir frönskum fána.
n
TÍMAVÉLIN
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
„Á São Miguel færðist
fíkniefnaneysla mjög í
vöxt í kjölfar fjörurekans og nú
eru margir langt leiddir fíkni-
efnaneytendur á eyjunni
Óvæntur sjóreki Sao Miguel á Azoreyjum.