Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Blaðsíða 8
8 31. maí 2019FRÉTTIR M ánudaginn 27. maí féll erlendur verkamað- ur niður af húsþaki við Víðimel 50–52 í vestur- bæ Reykjavíkur. Var hann starf- andi við viðgerðir á húsinu og liggur samkvæmt heimildum DV stórslasaður á sjúkrahúsi. Vinnu- eftirlitið hefur bannað alla vinnu á verkstað þar til öryggi hefur ver- ið tryggt. Heyrði fallið Samkvæmt skýrslu Vinnueftirlits- ins, sem DV hefur undir höndum, var fallhæðin 6,6 metrar. Maður- inn var að störfum við þakviðgerð- ir og rann af þakinu inn á vinnu- pall við þakbrún. Þaðan féll hann fram af pallinum og niður á jörð. Nágranni húseigenda, kona sem býr á Hringbraut, heyrði þegar maður féll en hún þekk- ir ágætlega til. Hún segir að mað- urinn sé af erlendu bergi brotinn, í kringum fimmtugt og harðdug- legur. Hann liggi nú illa haldinn á Landspítalanum, sé þríbrotinn á hálsi en ekki lamaður. Hún segir: „Ég sá þetta ekki gerast en ég heyrði hávaðann. Fyrst hélt ég að þeir hefðu misst niður báru- járnsplötu eða eitthvað slíkt. Þessi maður var búinn að vera í fullri vinnu hér í um þrjár vikur. Ég hef fylgst með þessum vinnuflokki. Þetta eru greinilega mjög dugleg- ir menn. En þeim hafði fækkað um helming. Þessi maður er erlend- ur og á dóttur og tengdason sem vinna hér á landi einnig.“ Þegar fallið varð fylltist allt af bæði lögreglumönnum og sjúkra- liði. Eins og áður segir hefur Vinnueftirlitið einnig rannsakað málið. Vinnupallar ófullnægjandi og fallvarnarbúnaður gamall Samkvæmt skýrslunni var örygg- iskröfum ekki sinnt en nákvæmar reglur eru til um þakvinnu. Það er reglugerð nr. 547/1996 um aðbún- að, hollustuhætti og öryggisráð- stafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mann- virkjagerð. „31.3 Ef þak er hátt eða halli þess meiri en 34 gráður má einungis fela þeim einum að vinna á útköntum þaksins, sem vitað er að til þess eru hæfir. Þegar vinna er framkvæmd við slíkar aðstæð- ur skal koma fyrir nægjanlega tra- ustu 0,6 m breiðu (mælt hornrétt frá þakinu) öryggisbretti við þak- brúnina, eða koma fyrir upp und- ir þakskegginu 0,4 m breiðum vinnupalli með 0,6 m háu hliðar- bretti og nægilega vel festum þak- vinnustigum. 31.4 Verði slíkum eða a.m.k. jafntryggum öryggisbúnaði ekki komið við skal hver starfsmaður sem á þaki vinnur hafa öryggisbelti með lás í líflínu af viðurkenndri gerð. Líflínan skal fest á öruggan hátt í fastan hluta byggingarinnar.“ Á Víðimel voru margir öryggis- þættir í ólagi. Vinnupallarnir ófull- nægjandi þar sem engir fótlistar voru á efstu hæð palls, sem getur valdið mikilli slysahættu. Starfsmenn notuðu ekki við- eigandi öryggishjálma sem at- vinnurekanda er skylt að leggja til. En samkvæmt reglum eiga starfs- menn í byggingarvinnu að nota slíka hjálma af viðurkenndri gerð. Útlit hluta fallvarnarbúnað- ar var ófullnægjandi og aldurinn kominn fram yfir viðmiðunar- mörk. Fallvarnarbúnaður skal alltaf uppfylla ákveðin skilyrði og vera innan þeirra marka sem framleiðandinn setur, bæði varð- andi ástand og aldur. Þá hafði ekkert skriflegt áhættu- mat verið gert um öryggi og heil- brigði á vinnustaðnum, þar sem meðal annars eru taldir upp helstu áhættuþættir til að auðvelda upp- rifjun með starfsmönnum. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir við DV að verktakinn hafi þegar brugðist við hluta af athugasemdunum og hafi til 31. maí til að bregðast við öðr- um. Ef Vinnueftirlitið metur sem svo að skilyrðin séu uppfyllt er hægt að hefja vinnu á ný. Heimilt er þó að vinna að öryggismálum á staðnum. Íbúar ekki upplýstir Jónatan Guðnason hjá Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við DV að mál- ið sé til meðferðar hjá embættinu. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um málið. Hlér Guðjónsson, formaður húsfélagsins á Víðimel 50-52, sem telur sex íbúðir, vildi ekki ræða við blaðamann. Annar íbúi kom af fjöllum þegar blaðamaður hringdi í hann. Sagðist hann ekki hafa ver- ið upplýstur um vinnuslysið. Taldi hann að allt hefði verið pottþétt hjá verktakanum og góð meðmæli fylgt. Húsið er merkt verktakan- um Húsaviðgerðir.is. Fram- kvæmdastjórinn, Matthías Eyj- ólfsson, vildi ekki ræða við DV um málið. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is ERLENDUR VERKAMAÐUR FÉLL TÆPA SJÖ METRA OFAN AF ÞAKI n Stórslasaðist n Öryggi í ólagi n Málið í meðferð lögreglunnar Víðimelur 50–52 Maðurinn féll 6,6 metra til jarðar. Skýrsla Vinnueftirlits Margir þættir ófullnægjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.