Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Page 8
8 31. maí 2019FRÉTTIR M ánudaginn 27. maí féll erlendur verkamað- ur niður af húsþaki við Víðimel 50–52 í vestur- bæ Reykjavíkur. Var hann starf- andi við viðgerðir á húsinu og liggur samkvæmt heimildum DV stórslasaður á sjúkrahúsi. Vinnu- eftirlitið hefur bannað alla vinnu á verkstað þar til öryggi hefur ver- ið tryggt. Heyrði fallið Samkvæmt skýrslu Vinnueftirlits- ins, sem DV hefur undir höndum, var fallhæðin 6,6 metrar. Maður- inn var að störfum við þakviðgerð- ir og rann af þakinu inn á vinnu- pall við þakbrún. Þaðan féll hann fram af pallinum og niður á jörð. Nágranni húseigenda, kona sem býr á Hringbraut, heyrði þegar maður féll en hún þekk- ir ágætlega til. Hún segir að mað- urinn sé af erlendu bergi brotinn, í kringum fimmtugt og harðdug- legur. Hann liggi nú illa haldinn á Landspítalanum, sé þríbrotinn á hálsi en ekki lamaður. Hún segir: „Ég sá þetta ekki gerast en ég heyrði hávaðann. Fyrst hélt ég að þeir hefðu misst niður báru- járnsplötu eða eitthvað slíkt. Þessi maður var búinn að vera í fullri vinnu hér í um þrjár vikur. Ég hef fylgst með þessum vinnuflokki. Þetta eru greinilega mjög dugleg- ir menn. En þeim hafði fækkað um helming. Þessi maður er erlend- ur og á dóttur og tengdason sem vinna hér á landi einnig.“ Þegar fallið varð fylltist allt af bæði lögreglumönnum og sjúkra- liði. Eins og áður segir hefur Vinnueftirlitið einnig rannsakað málið. Vinnupallar ófullnægjandi og fallvarnarbúnaður gamall Samkvæmt skýrslunni var örygg- iskröfum ekki sinnt en nákvæmar reglur eru til um þakvinnu. Það er reglugerð nr. 547/1996 um aðbún- að, hollustuhætti og öryggisráð- stafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mann- virkjagerð. „31.3 Ef þak er hátt eða halli þess meiri en 34 gráður má einungis fela þeim einum að vinna á útköntum þaksins, sem vitað er að til þess eru hæfir. Þegar vinna er framkvæmd við slíkar aðstæð- ur skal koma fyrir nægjanlega tra- ustu 0,6 m breiðu (mælt hornrétt frá þakinu) öryggisbretti við þak- brúnina, eða koma fyrir upp und- ir þakskegginu 0,4 m breiðum vinnupalli með 0,6 m háu hliðar- bretti og nægilega vel festum þak- vinnustigum. 31.4 Verði slíkum eða a.m.k. jafntryggum öryggisbúnaði ekki komið við skal hver starfsmaður sem á þaki vinnur hafa öryggisbelti með lás í líflínu af viðurkenndri gerð. Líflínan skal fest á öruggan hátt í fastan hluta byggingarinnar.“ Á Víðimel voru margir öryggis- þættir í ólagi. Vinnupallarnir ófull- nægjandi þar sem engir fótlistar voru á efstu hæð palls, sem getur valdið mikilli slysahættu. Starfsmenn notuðu ekki við- eigandi öryggishjálma sem at- vinnurekanda er skylt að leggja til. En samkvæmt reglum eiga starfs- menn í byggingarvinnu að nota slíka hjálma af viðurkenndri gerð. Útlit hluta fallvarnarbúnað- ar var ófullnægjandi og aldurinn kominn fram yfir viðmiðunar- mörk. Fallvarnarbúnaður skal alltaf uppfylla ákveðin skilyrði og vera innan þeirra marka sem framleiðandinn setur, bæði varð- andi ástand og aldur. Þá hafði ekkert skriflegt áhættu- mat verið gert um öryggi og heil- brigði á vinnustaðnum, þar sem meðal annars eru taldir upp helstu áhættuþættir til að auðvelda upp- rifjun með starfsmönnum. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir við DV að verktakinn hafi þegar brugðist við hluta af athugasemdunum og hafi til 31. maí til að bregðast við öðr- um. Ef Vinnueftirlitið metur sem svo að skilyrðin séu uppfyllt er hægt að hefja vinnu á ný. Heimilt er þó að vinna að öryggismálum á staðnum. Íbúar ekki upplýstir Jónatan Guðnason hjá Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við DV að mál- ið sé til meðferðar hjá embættinu. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um málið. Hlér Guðjónsson, formaður húsfélagsins á Víðimel 50-52, sem telur sex íbúðir, vildi ekki ræða við blaðamann. Annar íbúi kom af fjöllum þegar blaðamaður hringdi í hann. Sagðist hann ekki hafa ver- ið upplýstur um vinnuslysið. Taldi hann að allt hefði verið pottþétt hjá verktakanum og góð meðmæli fylgt. Húsið er merkt verktakan- um Húsaviðgerðir.is. Fram- kvæmdastjórinn, Matthías Eyj- ólfsson, vildi ekki ræða við DV um málið. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is ERLENDUR VERKAMAÐUR FÉLL TÆPA SJÖ METRA OFAN AF ÞAKI n Stórslasaðist n Öryggi í ólagi n Málið í meðferð lögreglunnar Víðimelur 50–52 Maðurinn féll 6,6 metra til jarðar. Skýrsla Vinnueftirlits Margir þættir ófullnægjandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.