Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2019, Side 68
68 31. maí 2019FRÉTTIR - RÍKIR ÍSLENDINGAR Skúli Mogensen – Afdrifin óljós S kúli Mogensen fjárfestir stofnaði og rak flugfélagið WOW air sem lagði niður starfsemi í mars síðast- liðnum líkt og flestum er kunnugt. Skúli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og leiðin lá síðan í Háskóla Íslands þar sem hann lagði stund á heimspeki og stjórnmálafræði. Hann lauk þó aldrei námi heldur kaus að hella sér út í fyrirtækja- rekstur og stofnaði Oz Communications. Síðar meir kom Skúli einnig að stofnun Vodafone og Artic Ventures áður en hann stofnaði WOW air árið 2011 og braust með látum inn á íslenska flugmarkaðinn. Eftir sjö ár í rekstri, ævintýralegt ris og fall, var tilkynnt um gjaldþrot WOW air í mars á þessu ári. Í yfirlýsingu sagði Skúli að hann hefði „lagt allt sitt“ í reksturinn og ætti enga aukasjóði. Þá sagðist hann hafa fjárfest í WOW air fyrir um fjóra milljarða króna allt frá stofnun þess og sagði ljóst að hann fengi lítið sem ekkert af því til baka. Í mars síðastliðnum greindi DV frá því að fjárhagsleg framtíð Skúla Mogensen í kjölfar gjaldþrots WOW air væri óljós. Skúli á og býr í einu dýrasta og fallegasta einbýlis- húsi landsins á Seltjarnarnesi, en um er að ræða 609 fer- metra einbýli á tveimur hæðum sem byggt er árið 2008 og stendur á sjávarlóð. Fyrirtæki Skúla, Kotasæla ehf., keypti húsið árið 2016 en umrætt fyrirtæki heldur einnig utan um jarðirnar Hvamm og Hvammsvík, sem keyptar voru af Orkuveitu Reykjavíkur eftir útboð árið 2011. Fyrstu tvö árin var húsið skráð á Kotasælu ehf., en 1. júní 2018 var það fært yfir á Skúla sjálfan. Afdrif Skúla eru óljós í dag. Hann hefur sjálfur sagt að hann viti ekki hvað verði um eignir sinna félaga, en hæsta- réttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson eru skiptastjórar þrotabús WOW air. Heimili: Hrólfsskálavör 2, 609 fm Fasteignamat: 261.000.000 kr. Hrólfsskálavör 2 Heimili Skúla á Seltjarnarnesi. Í Ameríku Skúli og kærastan, Gríma Björg Thorarensen. Róbert Wessman – Lyfjaprinsinn V ilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, er einn af umsvifamestu fjár- festum landsins. Samkvæmt tekjublaði DV á seinasta ári er Róbert tekjuhæsti forstjóri landsins með tæpar 27 millj- ónir á mánuði. Meðal fjárfestinga Ró- berts eru fjölmiðlafyrirtækið Birtingur sem meðal annars gefur út tímaritin Mannlíf, Hús og híbýli og Vikuna. Á síðasta ári hóf Róbert vínrækt við 5.000 fermetra kastala sem hann á í Frakklandi. Stundin greindi frá því í janúar á þessu ári að Róbert hefði gert samkomulag við Glitni í lok árs 2013 og feng- ið felldar niður skuldir upp á hátt í 44 milljarða en skuld- irnar voru meðal annars til- komnar vegna hlutabréfa- kaupa í Glitni 2007 og 2008. Unnusta Róberts er Ksenia Vladimirovna Shakhmanova en parið trúlofaði sig í septem- ber á seinasta ári. Þau eignuð- ust sitt fyrsta barn í apríl síð- astliðnum. Það væsir ekki um litlu fjölskylduna sem hefur komið sér fyrir í 426 fermetra einbýlishúsi í Arnarneshverf- inu í Garðabæ. Húsið er skráð á félagið HRJÁF ehf. Heimili: Tjaldanes 15, 426,7 fm Fasteignamat: 144.650.000 kr. Róbert Wessman: Tekjublað DV 2018: 26.891.000 kr Wow Air Á meðan allt lék í lyndi. MYND: INSTAGRAM @ROBERTWESSMAN MYND: INSTAGRAM @ROBERTWESSMAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.