Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Side 5

Skessuhorn - 29.04.1999, Side 5
úniðsunv/^ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 5 S j ó n l a r i m i b F 1 o s a Kúkur á priki Skoðanakannanir - skoðanakannanir - skoð- anakannanir. Nú kemst handboltinn varla að fyrir skoðana- könnunum. Það hefur lengi verið útbreidd skoðun að ekk- ert sé jafn marklaust í lífinu og tilverunni eins og skoðanir. Þarf svo sem engan heimspeking til að sjá það. Skoðanir eru, þegar best lætur, einhvers kon- ar fálmkennd viðbrögð mannskepnunnar við að- steðjandi síbreytileik umhverfisins og snar þáttur í viðleitni hvers og eins til að lifa af. Þess vegna hafa menn eina skoðun í dag, aðra á morgun og algengt að menn skipti um skoðun á hraða Ijóssins ef svo ber undir þegar ein skoðun getur komið sér betur en önnur. Síðan er það sérstök íþrótt að reyna að sannfæra sjálfan sig og alla aðra um að skoðan- ir manns séu hugsjónir eða jafnvel guðlegur inn- blástur, sem ekkert hafi með persónulegt hag- nýti að gera, heldur sé hver skoðun knúin fram af göfuglyndi manngæsku og sannleiksást. Þetta á ekki hvað síst við um stjórnmálaskoð- anir. Þegar ég var ungur svona að þreifa fyrir mér um það hvaða skoðanir væru geðþekkar og hverjar ógeðfelldar óraði mig ekki fyrir því hve langt ég mundi ná í lífinu. Já hvursu óralangt. í æsku fylltist ég depurð við þá tilhugsun að sitja uppi með það til æviloka að verða dag- launamaður við þröngan kost. Ég gekk auðvitað til liðs við kommana í von um betri kjör og bætt- an hag. Nú er búið að leggja kommana niður og eftir sitjum við „hugsjónamennirnir" einsog kúkur á priki. Kratar gerðust kratar til að fá djobb hjá Trygg- ingastofnuninni en nú er búið að leggja Alþýðu- flokkinn niður og við það minnkar náttúrlega kúkurinn á „hugsjónaprikinu11. Þeir sem í æsku ætluðu sér frama og vegtyll- ur hjá Sambandi ísl. Samvinnufélaga fylltust ástríðufullri löngun til að bjarga heiminum og gerðust framsóknarmenn og samvinnumenn af hugsjón. Nú er búið að afleggja Sambandið og eftir sitja stórir hópar af framsóknarmönnum - einsog kúkar á priki. Þeir sem bundu vonir við að komast í álnir og safna auði og völdum með því að láta peninga og annað fólk vinna fyrir sig, fylltust eldheitum guðmóði frjálshyggjunnar, störtuðu sjoppu, fengu kvóta og urðu sjálfstæðismenn af hug- sjón. Hjá þeim var sjálfsbjargarviðleitnin jafnan í lagi og þess vegna verða þeir áreiðanlega aldrei einsog kúkur á priki. Hugsjónir, hugsjónir, hugsjónir. Allt þetta góða fólk heldur að það hafi haft skoðun sem sprottin sé af hugsjón, en í raun og veru er þetta ekkert annað en aðferð apanna í frumskóginum til að nálgast hneturnar. Skoðanir hefur mannskepnan eftir því hvern- ig vindurinn blæs og stundum kallað að aka seglum eftir vindi. En eins og allir vita er nú veð- urfarið í lífinu stundum æði svipult. Þessa dagana er forgangsverkefni að kanna skoðanir. Það er gert með SKOÐANAKÖNNUNUM. Stórar og merkilegar vísindastofnanir eru í því og engu öðru dægrin löng en að hringja í Pétur og Pál og Siggu og Guddu til að fá skoð- anir þessa góða fólks á landsins gagni og nauð- synjum, allt frá tilverurétti sauðkindarinnar og fegurðardrottninga uppí spurningar um kjaramál og vexti. Og auðvitað er það eins og við manninn mælt að skoðanir fólksins í landinu einskorðast við það sem kallað er eiginhagsmunir. í hundrað manna úrtaki má reikna með að tveir til þrír standi með sauðkindinni, eða þeir sem að einhverju leyti byggja afkomu sína á henni. Hinir hata þennan unaðslega ferfætling sem ekkert annað hefur unnið sér til óhelgi en að bíta gras. Fagrar konur hafa þá skoðun að fegurðar- samkeppnir stuðli að þjóðarheill, en Ijótar konur álíta að fegurðarsamkeppnir séu smánarblettur á þjóðinni. Að ekki sé nú talað um þá staðreynd að þeir sem eiga bankabók hafa aðra skoðun á vaxtastefnu en þeir sem skulda. Er það ekki alveg furðulegt að nokkur skuli láta sér detta í hug að skoðanakannanir geti ver- ið vísbending um það hvað sé rétt og rangt í líf- inu og tilverunni? Á undanförnum árum hefur verið sýnt framá það með skoðanakönnunum að íslenska þjóðin er trúaðasta og jafnframt vantrúaðasta þjóð í heimi, sú glaðasta og hryggasta, kvíðnasta og hugrakkasta, Davíð vinsælastur og jafnframt óvinsælastur o.s.frv... Marktækasta skoðun í skoðanakönnunum, sem nú tröllríða öllu, semsagt skoðanakönnun- um um kjörfylgi er auðvitað skoðun þeirra sem ekki hafa skoðun, enda eru þeir oftar en hitt fjöl- mennasti hópurinn. Mér bara svona dettur þetta í hug af því að núna eru skoðanakannanir, eins og sagt er, í al- gleymingi. Flosi Ólafsson Bergi Kartöflu æktendtd Mjög gott útsæði, Gullauga o§ rauðar. 'elinaamenrj MötuneyHj Veisluhaldararl Kartöfluskífur til gratineringar oj afhýddar kartöflur afgreitt í 7 kg. fötum. >' Kartöflur í 25. kg. sekkjura.i mmwm® 1 - Meiasveit - 301 Akranesl Símar: $ 8890,896 999«, ‘ «98720 05897 9025 Hárhús Kötlu. Mikiö úrval affrábærum S j<‘ V \ ■ hársrtyrtivörum Fáiö faglega ráöleggirtgu Stillholti 14 - Sími 431 3320 SKOR" SKOR- SKOR á börn - dömur °q herra mikið urval ar domueaudolum. JÖKUMVEL Á MÓTI YKKTJR KJRKJUBRAU74-6 L Hdtíðarhöldin 1. maí 1999 fara fram á Hótel Borgarnesi og hefjast kl. 14.00. Húsið opnað kl. 13.30. Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar leikafrákl. 13.40. Stjórnandi: Olafur Flosason. Dagskrá: Samkoman sett: Sólrún Konrdðsdóttir, form. 1. maf-nefndar. Hátíðarræða: Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar. Kórsöngur: Barnakór Borgarness Stjónandi Birna Þorsteinsdóttir Einsöngur: Björg K. Jónsdóttir. Undirleikari Zsuzanna Budai. Atriði frá nemendafélagi Grunnskóla Borgarness. Upplestur: Ferðasaga. Flytjandi Marfa Jóna Einarsdóttir Kórsöngur: Samkór Mýramanna. Stjórnandi Jónína Arnardóttir Undirleikari. Zsuzanna Budai. Avörp: Elfn Björg Magnúsdóttir Magnús Jósepsson Kvikmyndasýningar fyrir börn í Félagsmiðstöðinni Oðali kl. 13 og 15. Kaffisala á hótelinu að loknum hátíðarhöldum. Minnumst verkalýðsdagsins. Fjölmennum á staðinn. Góða skemmtun. 1. maf - nefnd.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.