Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Page 10

Skessuhorn - 29.04.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 an£99UtU/^ Jóhannes Ragnarsson formaöur Verkalýðsfélags Snœfellsbœjar. Frá Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar Stjómin endurkjörin Jakob Hallgeirsson er genginn til liðs við Skallagrím á ný. Skallagrímur fær liðsauka Jakob kominn aftur Aðalfundur Vlf. Snæfellsbæjar var haldinn 20. apríl sl. Stjóm fé- lagsins var öll endurkjörin á fundinum til næstu tveggja ára. Formaður er Jóhannes Ragnars- son. Samkvæmt ársreikningum fyr- ir árið 1998 var afkoma sjóða sem hér segir: Félagssjóður: 888.262,00 kr. hagnaður, Sjúkrasjóður: 485.022,00 kr. hagnaður Orlofs- sjóður: 150.651,00 kr tap Allir sjóðir: 1.231.497,00 kr hagnaður. Á fundinum voru samþykktar reglugerðir fyrir Sjúkra- og styrkt- arsjóð, Fræðslusjóð, Vinnudeilu- sjóð og Orlofssjóð. Einnig voru samþykktar breyt- ingar á lögum félagsins varðandi kosningar í trúnaðarstöður félags- ins. I hinum nýju ákvæðum segir m.a. „I nóvember það ár sem stjórnarkjör fer ekki fram (stjórnar- kjör fer fram á tveggja ára fresti) skal á íúndi í trúnaðarmannaráði kjósa kjörnefnd fyrir félagið." Kjörnefhd gerir tillögur um fé- laga í allar trúnaðarstöður fyrir næsta kjörtímabil. Kjörnefnd skal hafa lokið störfum fyrir 31. jan. Trúnaðarmannaráð gengur end- anlega frá tillögunum og leggur síðan fram lista til stjómarkjörs eigi síðar en 15. feb. og auglýsir jafh- framt eftir breytingartillögum. Hægt er að leggja ffam breytingar- tillögur um félaga í einstakar trún- aðarstöður og einnig um nýja heildartillögu. Komi fram breytingartillögur skal kosið um þær samkvæmt ákvæðum reglugerðar ASI um alls- herjaratkvæðagreiðslur. EMK Dómarar þinga Knattspyrnudómarar landsins koma saman eina helgi á hverju vori til að stilla saman strengi sína og bera saman rauðu spjöldin fyrir komandi keppnistímabil. Síðustu þrjú vor hafa þeir hist í Borgarnesi enda er aðstaðan þar með því besta sem gerist. Ljósmyndari Skessu- horns leit inn í íþróttahúsið í Borgarnesi síðasdiðinn laugardag en þar tókust dómararnir á í inn- anhússknattpyrnu og þar var venju fremur vægt tekið á brotunum. Þessi var nýkominn úr sundi og leit við í salnum til að fygljast með tæklingunum. Mynd: G.E. Bakvörðurinn eitilharði Jakob Hallgeirsson úr Borgamesi hef- ur snúið aftur á heimaslóðir og mun leika með Skallagrími í 1. deildinni í sumar. Jakob gekk til liðs við Víking í Reykjavík eftir síðasta keppnistímabil en mun ekki hafa líkað vistin hjá þeim sem skyldi og ákvað að snúa aft- ur til sinna gömlu félaga. Fyrir skömmu fengu Skallarnir einnig góðan liðstyrk af Skaganum er framherjinn Ivar Orn Benedikts- son gekk frá félagaskiptum. „Þessir tveir koma til með að styrkja liðið hjá okkur mikið. Jakob er með sterkari bakvörðum landsins og Ivar Orn lofar góðu. Þetta er góður drengur og léttur á sér,“ sagði Jakob Skúlason formaður knatt- spyrnudeildar Skallagríms. Að sögn Jakobs eru Skagamenn- irnir Ingi Steinn Erlendsson, Grét- ar Árnason og Sveinbjörn Hlöðversson til reynslu í herbúð- um Skallagríms. Einnig er Sigmar Scheving kominn til félagsins ffá Víði í Garði. Þá sagði Jakob að fé- lagið hefði áhuga á að fá þá Jón Þór Hauksson og Frey Bjarnason aftur í Borgarnes en þeir hafa verið í hópnum hjá Skaganum í vor og það á eftir að koma í ljós hvort þeir verða með þeim gulu í sumar. „Við erum að huga að fleiri Ieik- mönnum en það sem okkur vantar er fyrst og ffemst sterkur miðju- maður. Við sjáum hvað gerist á næstu dögum því það hlýtur að fara að koma að rýmingarsölunum hjá stóru félögunum,“ sagði Jakob. G.E. Auglýsing um framboðslista I Vesturlandskjördæmi í alþingiskosningum 8. maí 1999. B-listi F ramsóknarflokks: 1. Ingibjörg Pálmadóttir, Heilbrigðis- ráðherra, Vesturgötu 32A, Akranesi. 2. Magnús Stefánsson, Alþingismaður, Engihlíð 8, Ólafsvík. 3. Þorvaldur T. Jónsson, bóndi, Hjarð- arholti, Borgarbyggð. 4. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi, Hallkels- staðahlíð, Kolbeinsstaðarhreppi. 5. Sturlaugur Eyjólfsson, f.v. bóndi, Brunná, Dalasýslu. 6. Ragna ívarsdóttir, húsmóðir, Vatns- holti, Ólafsvík. 7. Guðni Tryggvason, verslunarmaður, Espigrund 2, Akranesi. 8. Hilmar Hallvarðsson, rafverktaki, 1. Nestúni 5, Stykkishólmi. 9. Elísabet Svansdóttir, mjólkurfræð- ingur, Miðbraut 1, Búðardal. 2. 10. Bjami Arason, f.v. ráðunautur, Þórólfsgötu 15, Borgamesi. 3. D-listi 4 Sjálfstæðisflokks: 1. Sturla Böðvarsson, Alþingismaður, Ásklifi 20, Stykkishólmi. 2. Guðjón Guðmundsson, Alþingis- maður, Jörundarholti 31, Akranesi. 3. Helga Halldórsdóttir, skrifstofumað- ur, Hamrakletti 4, Borgamesi. 4. Skjöldur Orri Skjaldarson, bóndi, Hamraendum, Dalasýslu. Borgarnesi 26. apríl 1999 5. Sigríður Finsen, hagfræðingur, Hlíðarvegi 8, Gmndarfirði. 6. Hildur Edda Þórarinsdóttir, dýra- . læknir, Giljahlíð, Borgarfjarðarsveit. 7. Sigurður Valur Sigurðsson, nemi, Bjarkargmnd 30, Akranesi. 8. Ólafur Magnús Helgason, tækni- fræðingur, Eystra Súlunesi 1, Borg- arfirði. 9. Karen Lind Ólafsdóttir, danskennari, Jömndarholti 6, Akranesi. 10. Sigurður Kristjónsson, fv. útgerðar- maður, Munaðarhóli 10, Snæfellsbæ. F-listi Frjálslynda flokksins: Sigurður R. Þórðarson, matvæla- verkfræðingur, Glaðheimar 8, Reykjavík. Kjartan Eggertsson, skólastjóri, Vallholti 4, Ólafsvík. Pétur Gissurarson, skipstjóri, Hjallabraut 15, Þorlákshöfn. Eðvarð Ámason, yfirlögregluþjónn, Reitarvegi 4a, Stykkishólmi. Bergur Garðarsson, útgerðarmaður, Fagurhólstúni 2, Gmndarfirði. Helgi Helgason, bóndi, Þursstöðum, Borgarbyggð. Marteinn Karlsson, útgerðarmaður, Engihlíð 10, Ólafsvík. Sævar Berg Gíslason, stýrimaður, Silfurgötu 40, Stykkishólmi. Sigríður B. Ásgeirsdóttir, húsmóðir, Grenigmnd 12, Akranesi. 10. Jón Sigurðsson, f.v. framkvæmda- stjóri, Miðleiti 12, Reykjavík. H-listi Húmanistaflokksins: 1. Sigmar B. Hilmarsson, verkamaður, Skagasel 9, Reykjavík. 2. Áslaug Ólafína Harðardóttir, kennari, Norðurás 9 Reykjavík. 3. Sveinn Víkingur Þórarinsson, kennari, Ulfsstöðum 2, Borgarfjarð- arsveit. 4. Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir, háskóla- nemi, Langahlíð 9, Reykjavík. 5. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi, Erpsstöðum, Dalasýslu. S-listi Samfylkingar innar: 1. Jóhann Ársælsson, skipasmiður, Vesturgötu 59A, Akranesi. 2. Gísli S. Einarsson, Alþingismaður, Esjubraut 27, Akranesi. 3. Dóra Líndal Hjartardóttir, tónmenntakennari, V-Leirárgörðum, Borgarfirði. 4. Hólmfríður Sveinsdóttir, deildar- stjóri, Holtsgötu 25, Reykjavík. 5. Eggert I. Herbertsson, rekstrarfræði- nemi, Ennisbraut 4, Ólafsvík. 6. Kolbrún Reynisdótth, húsmóðir, Sæbóli 46, Gmndarfirði. 7. Erling Garðar Jónasson, umdæmis- stj. Rarik, Ásklifi 15, Stykkishólmi. 8. Guðrún Konný Pálmadóttir, hús- móðir, Lækjarhvammi 9, Búðardal. 9. Eiríkur Jónsson, laganemi, Vesturgötu 160, Akranesi. 10. Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Staðarstað, Snæfellsnesi. U-Iisti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs: 1. Halldór Brynjúlfsson, deildarstjóri, Böðvarsgötu 6, Borgamesi. 2. Hildur Traustadóttir, landbúnaðar- starfsmaður, Brekku, Borgarfjarðar- sveit. 3. Ragnar Elbergsson, verkamaður, Gmndargötu 23, Gmndarfirði. 4. Ólöf Húnfjörð Samúélsdóttir, náms- ráðgjafi, Akurgerði 8, Akranesi. 5. Kristinn Jón Friðþjófsson, útgerðarmaður, Háarifi 5, Rifi. 6. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nemi, Brúarlandi, Borgarbyggð. 7. Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, nemi, Hábrekku 18, Ólafsvík. 8. Bima Kristín Lámsdóttir, safnvörður, Bmnná, Dalasýslu. 9. Bjöm Gunnarsson, svæfingalæknh, Brekkubraut 16, Akranesi. 10. Einar Valdimar Ólafsson, bóndi, Lambeyrum, Dalabyggð. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördœmis Gísli Kjartansson form., Guðjón Ingvi Stefánsson, Ingi Ingimundarson, Páll Guðbjartsson, Guðný Arsœlsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.