Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Page 23

Skessuhorn - 29.04.1999, Page 23
gKESSUHÖBKI FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 23 Netleikur Flugleiða og Skessuhoms Heppinn lesandi Skessuhoms getur unnið ferð til Parísar Einn af höfuðkostum inter- netsins er að sú þjónusta sem boðin er á vefnum nýtist öllum jafint óháð búsetu. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið nýtt sér þessa leið til að veita öllum við- skiptavinum sínum jaíha þjón- ustu. A Flugleiðavefnum má meðal annars nálgast upplýsing- ar um alla áfangastaði Flugleiða og bóka jafnóðum ferðir, hótel og bflaleigubfla. Að sögn Garðars Hreinssonar talsmanns Flugleiða er sértilboða- síðan ein vinsælasta vefsíðan á Flugleiðaveínum. ,„4 síðunni eru sértilboð Flugleiða kynnt og til að bóka og ganga frá ferðinni net- inu er hægt að ganga í sértilboða- klúbb Flugleiða. Aðgangur að sértilboðaklúbbi Flugleiða er end- urgjaldslaus og öllum opinn,“ sagði Netleikurinn er á Flugleiðavefnum. Guðni. Sértilboðaklúbbur Flugleiða á Flugleiðavefhum heldur upp á eins árs afmæli um þessar mundir. Tæp- lega 20.000 manns hafa skráð sig í klúbbinn og tryggt sér aðgang að nýjum og fjölbreyttum tilboðum í hverri viku á vef Flugleiða. Félagar í klúbbnum fá jafnan senda til- kynningu um sértilboð í tölvupósti um leið og þau birtast á netinu, auk upplýsinga um nýjungar hjá Flug- leiðum. Sértilboð Flugleiða eru vaxandi þáttur í markaðssemingu Flugleiða og bætast við flóra ann- arra tilboða Flugleiða um flug og ferðalög. Sértilboðin miðast við til- tekinn sætafjölda og takmarkaðan bókunarfyrirvara. Netleikur Komið hefur í ljós að meirihluti klúbbfélaga er á stór-Reykjavíkur- svæðinu. í því skyni að vekja at- hygli íbúa landsbyggðarinnar á þjónusm Flugleiða á vefnum munu Flugleiðir í samvinnu við Skessu- horn gefa einum heppnum lesenda Skessuhorns ferð fyrir tvo til Parísar. Leikreglur era þær að les- endur Skessuhoms skrá sig í Netklúbb Flugleiða á eftirfarandi slóð www.icelandair.is eigi síðar en fimmmdaginn 20. maí, þeir fara í pott sem dregið verður úr og nafn vinningshafa birt í Skessu- horni. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í sértilboðaklúbbinn á Flugleiðavefnum. Slóðin er www.icelandair.is Flugleiðir og Skessuhom Föndrað á follu Kraftmiklar konur í bjartsýniskasti Margir smíðagripimir eru bráðskemmtilegir. Þær Inga Björg Sigurðardóttir og Inga Dóra Steinþórsdóttir eru báðar fæddar og uppaldar á Skaganum. Þær segjast hafa vitað af hvor annarri í gegnum tíðina en kunningskapur tókst með þeim fýrir nokkrum árum þegar Inga Dóra flutti aftur á Skagann en hún bjó um árabil á Akureyri. Þessar kraftmiklu konur starf- rækja verkstæði og vinnugallerí ásamt dálítilli búð við Ægisbraut á Akranesi. Opnað var með pomp og prakt 10. október á liðnu hausti og hefur reksmrinn gengið ágætlega. Þær vinna ýmsa hluti úr tré sem þær segja að hafi verið vel tekið, og nú æda þær að færa út kvíarnar og koma sér upp brennsluofhi fýrir leir. Blaðamaður Skessuhoms leit til þeirra á dögunum og fékk að heyra alla sólarsöguna um það hvernig Hugur og hönd ehf kom tdl. Það er bæði notalegt og upplífg- andi andrúmsloft á verkstæðinu hjá þeim stöllum, þær slá ekki slöku við þótt blaðamaðurinn reyni að tefja þær með spurningum sínum heldur halda ótrauðar áfrarn að búa til skemmtilega gripi. Duldir hæfileikar „Við heitum hugur og hönd - ég er hugurinn og hún er höndin,“ segir Inga Björg og þær hlæja báðar dátt. Þær segja að hugmyndin að þessu smáfýrirtæki þeirra hafi kviknað yfir strauvélinni í Efha- lauginni Lísu þótt hún hefði reynd- ar átt sér lengri aðdraganda. „Okk- ur datt í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að í stað þess að vera að föndra þetta smávegis heima við að drífa bara í að stofha Iítið fyrirtæki. Og þar sem við erum báðar frekar bjartsýnar að eðlisfari, eða tökum alla vega svona bjart- sýnisköst, þá létum við vaða. Við héldum að við byggjum yfir duld- um hæfileikum sem væra illa nýttir við að vera bara að strauja.“ Inga Dóra segir að það hafi líka haft sín áhrif að fólk var farið að biðja þær að búa til hluti fýrir sig. „Maður var að gera allar jólagjafir og fólk var byrjað að koma og biðja mann að búa til hitt og þetta fýrir sig og vildi kaupa. Þegar upp var staðið kom það þannig út að maður gaf í rauninni alltaf allt sem maður gerði.“ Að standa rétt að málum Þær segja að það sé ekki þrauta- laust að stofna fýrirtæki þótt ekki sé það stórt í sniðum. „Við voram nógu vitlausar til að halda að það væri létt verk að stofna fýrirtæki en það reyndist öllu snúnara. Við byrjuðum alls staðar á öfugum enda og okkur hefði aldrei tekist þetta nema með aðstoð góðra manna. Við voram hreinlega leidd- ar áfrarn enda þekkti hvorag okkar til fýrirtækjarekstrar. En við vildum standa rétt að málum frá upphafi, ekki síst gagnvart opinberam aðil- um. Það er óhætt að segja að við eram búnar að læra heilmikið á stuttum tíma.“ Fram til þessa hafa þær Ingur unnið mest með tré en hyggjast færa út kvíarnar. Brennsluofni verð- ur komið fýrir á næstunni og eins era uppi hugmyndir um að bæta við saumavinnu, stimplun á efni og fleira. „Við vinnum sjálfar allt efni sem við smíðum úr, sögum út stórt sem smátt, blöndum liti og svo framveg- is. Þetta er hellings vinna. Við ætl- uðum okkur ekki að vera mjög lengi í trénu en það vindur stöðugt upp á sig. Við höfum einhvern veginn ekki komist útúr því og það er ljóst að við höldum áfram að vinna með tré. Trévinnan er rosalega skemmtileg og við sjáum alltaf eitt- hvað sem við hreinlega verðum að gera.“ Draumurinn Inga Dóra bjó á Akureyi í níu ár og þar kynntist hún Punktinum. Inga Björg Sigurðardóttir og lnga Do'ra Steinþórsdóttir sem reka vimiugalleríið Hug og hönd á Akranesi. „Upphaflega var Punktinum ætlað að vera opið hús fýrir atvinnulaust fólk en hann var sóttur af alls konar fólki sem hafði áhuga á að gera eitt- hvað í höndunum. Þar vora leið- beinendur í saumaskap, útskurði, smíðum, leir, skrautskrift og fólk sýndi þessu gífurlegan áhuga. Það var draumurinn að opna kannski sambærilega aðstöðu fýrir fólk hér á Skaganum en náttúrlega miklu smærri í sniðum.“ Inga Björg kinkar kolli til sam- þykkis. „Hugmyndin er fá fólk til að koma og hafa sírennsli hér í gegn,“ segir hún. „Fólk getur þá komið á þeim tíma sem að því hent- ar. Það er svo gaman að vinna að svona hlutum með öðram, og síðast en ekki síst hefur maður gott af því sjálfur að kynnast því sem býr í kollinum á öðru fólki.“ Þær hafa boðið upp á námskeið sem þær segja að hafi verið vel sótt og reynst mjög skemmtileg. Opið hús hefur verið hjá þeim einu sinni í viku og fýrirhugað að halda því áfram. „Við viljum fá bæjarbúa með okkur og hvetjum þá til að koma. I flestum býr þörf fýrir að tjá sig með litum og formum. Það era til marg- ar flinkar konur út um allan bæ sem föndra mikið, en þær era kannski ekki svona góðar með sig eins og við.“ segja þær og sem fýrr er stutt í hláturinn. K.K. Auglýsing um deiliskipulag- -Tjaldstæði við Kalmansvík, Akranesi. Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulag - Tjaldstæði við Kalmansvík, Akranesi. Svæðið sem deiliskipulagstillagan tekur til er tæplega 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af þjóðvegi 509 til suðausturs, strandsvæði í Kalmansvík til norðvesturs, nær norður fyrir bæjarhól gamla Kalmansvíkurbæjarins og suður fyrir skurð sem leiddur er til sjávar í Kalmansvík. Teikningar og greinargerð ásamt frekari upplýsingum liggja frammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18,3. hæð, frá og með 27. apríl 1999 til 27. maí 1999. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bygginga- og skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaoar eigi síðar en 10. júní 1999. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkja hana. Skúli Lýðsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi. Akranesi, 27. apríl 1999. A

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.