Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Page 7

Skessuhorn - 21.12.2000, Page 7
^&iLsatmu^ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 7 TM Það gildir einu hvernig við reynum að hamla á móti, við hljótum alltaf að hrífast með. Það gildir einu þó við fussum opin- berlega og jafnvel innra með okkur þegar hellist yfir okkur auglýsingaflóðið þar sem við erum hvött til að eyða stórum fúlgum, í alls konar óþarfa, við erum samt fyrr en varir farin að telja í laumi pening- ana í buxnavasanum til að vita hvort ekki gæti verið að við ættum fyrir þessu, þetta er nú í rauninni nokkuð sniðugt, getur ekki verið að einhver sem við þekkjum þurfi einmitt á þessu að halda. Það gildir einu þó við jánkum og kinkum kolli þegar einstaka raddir hefja sig upp úr fjöldan- um og segja okkur að jólin séu hátíð kær- leikans og friðarins og okkur sæmdi betur að íhuga hvernig við getum gert veröldina betri og fallegri heldur en að taka þátt í kauptíðinni, við kinkum kolli þar sem við hverfum inn í dótabúðina að kaupa skran sem við vitum fullvel að börnin okkar þurfa ekkert á að halda og mun alls ekki gera þau hamingjusamari né betri mann- eskjur, við jánkum um leið og við skjótum okkur inn í fatabúðina að kaupa einhverj- ar þær flíkur handa okkar nánustu sem við erum hreint ekki viss um að þau muni nokkurn tíma brúka - við samsinnum leið og við kaupum bók sem við vitum vel að vafasamt er að verði nokkurn tíman lesin - við tökum undir raddirnar um að betra væri að eyða peningunum í eitthvað þarft og borgum á sömu stundu nokkra þúsund kalla fyrir græjur sem engin þörf er á, kaupum geisladiska sem verður hlustað á einu sinni... og svo framvegis. Og svo sitjum við uppi með reikning- ana. Skelfing sem við erum óskynsamleg um jólin. Og dásamleg. Því maðurinn lifir ekki á skynseminni einni saman. Aldrei sést það betur en um jólin, aldrei gefur maðurinn á sér annan eins höggstað og þá. Dýr merkurinnar myndu aldrei taka þátt í annarri eins vit- leysu og jólunum. Þá leggjum við á hill- una gamla orðskviðinn: “Ég hugsa, því er ég til”, og orðtak okkar verður í staðinn: “Ég kaupi, því er ég til.” Og það sem ein- kennilegast er - þetta er svo yndislega klikkað og bráðskemmtilegt og í rauninni fallegt að það er ekki hægt annað en dást að mannskepnunni fyrir að hafa fundið upp jólin. Vissulega rumskar stundum í kollin- um ein lítil áhyggja af því að kannski sé maður að láta hafa sig að fífli. Sams konar tilfinning og þegar maður stendur sig að því að vera farinn að hlaupa á eftir upp- finningum blómasalanna sem eru sífellt að finna upp nýja “daga” og þeir heimta að við sönnum einlægar tilfinningar okk- ar með því að kaupa þá af þeim blóm - konudagurinn, bóndadagurinn, mæðra- dagurinn, feðradagurinn, elskendadagur- inn, afaogömmudagurinn og þar fram eftir götunum. Og ef við kaupum ekki blóm á þessum “dögum” erum við lélegir pappírar. Við vitum vel að jólin eru að parti til af sömu rót runnin - við höfum látið kaupmennina blekkja okkur til að trúa því að kerti og spil dugi ekki lengur, við verðum að sanna vináttu okkar, ást, virðingu með stærri og dýrari gjöfum. Við vitum það vel, en við látum okkur standa á sama, því við erum manneskjur. Og manneskjur haga sér sem betur fer ekki alltaf skynsamlega. Þær láta sér ekki nægja lágmarksáreynslu til að komast af, heldur vilja fara um með slætti og gassa- gangi. Og aldrei sem á jólunum. Það er aldrei jafn vitfirringslegt að vera manneskja og á jólunum. Og aldrei jafn yndislegt að láta undan vitfirring- unni og stökkva af stað og kaupa meira. Og aldrei jafn réttlætanlegt að láta und- an. Því við skulum ekki gleyma því að þótt óhófið sé ógurlegt og stundum tóm vit- leysa, þá er nú markmiðið samt í rauninni að gleðja aðra. Það þarf ekki svona mikið til, og sumt er áreiðanlega fullkomlega misráðið, en þetta er nú tilgangurinn samt - að gleðja aðra. Og það er ekki slæmt eftir öll þessi ár - að þegar við leggjum mest undir í lífinu skulum við þó vera að reyna að gleðja aðra, hvernig svo sem til tekst þegar upp er staðið. Ég óska lesendum Skessuhorns á- nægjulegra stunda á lokaspretti æðisins sem grípur okkur fram að jólum, ég vona að enginn gangi of langt og þurfi ekki lengi að súpa seiðið af þessum jólum, en ég trúi því og treysti að allir fái þá eitt- hvað fallegt. Illugi Jökulsson Sameinaðir kraftar Hlutabréfasjóöur Vesturlands skaltaafslátt? Hlutabréfasjóður Vesturlands hf. var stofnaður 1. desember 1 999. Sparisjóður Mýrasýslu og Sparisjóður Ólafsvíkur benda Vestlendingum á kosti þess að kaupa hlutabréf á árinu og nýta sér pannig skattaafslátt sem leyfilegur er skv. lögum. Kaup á hlutabréfum Frádráttur, þ.e. lækkun á tekjuskattsstofni, er veittur vegna kaupa á hlutabréfum í innlendum félögum sem ríkisskattstjóri hefur staðfest eða skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. Nokkur áhætta fylgir fjárfestingu í hiutabréfum en þó er hægt að minnka hana með því að fjárfesta í safni margra félaga eins og Hlutabréfasjóði Vesturlands hf. Lyfjagrein 2% Uppiýsingatækni 34% Fjárfesting í innlendum og erlendum atvinnufyrirtækjum. Markmiðið er að 60% eigna sjóðsins séu í innlendum hlutabréfum og 40% í erlendum hlutabréfum. Lögð er áhersla á eftirmarkað með hlutabréf í sjóðnum og virka eignastýringu. Sjóðurinn geti fjárfest í félögum sem huga að skráningu á VÞÍ. Markmið sjóðsins er að gera betur en samanburðarvísitölur. Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk sjóðanna Sparisjóður Mýrasýslu Borgarbraut 14, 310 Borgarnes Sími 430 7500, fax 430 7501 Sparisjóður Ólafsvíkur Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík Sími 436 1180, fax 436 1497

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.