Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.12.2000, Blaðsíða 9
gSESSIíiiGSKI FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 9 Mæður í ökukennslu Margt hefar breyst með tilkomu Hvalfjarðarganganna og má þar meðal annars nefna ökukennslu á Akranesi. Að sögn Sigurðar Amar Sigurðssonar, ökukennara hjá Al- menna ökuskólanum, eru mæður farnar að koma í ökutíma með krökkunum sínum í þvf skyni að læra að keyra í höfuðborginni. “Þessar konur hafa ökuréttindi en hafa aldrei keyrt í Reykjavík. Við aðstoðum þær með að koma þeim af stað en þær eru fljótar að ná þessu því aðalatriðið er bara að þora og koma sér af stað.” Sigurð- ur segir að þetta hafi ekki komið fyrir áður en göngin voru opnuð íyrir rúmum tveimur árum síðan. “Fólk er greinilega meira í Reykja- vík en áður en þær hafa sig ekki af stað í að keyra þar. Þegar krakk- arnir fara svo í ökutíma þangað er komið tilefhi til að gera eitthvað í málunum. Við höfum hins vegar alltaf farið með nemendur okkar til Reykjavíkur í ökutíma en samt ekki í svona miklum mæli. Nú keyra þeir allir töluvert í Reykjavík og alla leiðina suður. Aður fórum við þangað en það fór svo mikill tími í að keyra fyrir Hvalfjörðinn að menn þurftu að skipta í Akra- borginni.” Sigurður segir að fúllorðið fólk sæki í auknum mæli eftir leiðsögn eftir öll þau alvarlegu slys sem hafa átt sér stað að undanförnu. “Einu sinni var þetta bara meðfætt, það kunnu allir að keyra, en núna er fólk farið að sjá að það þarfnast leiðsagnar. Það bætast alltaf við ný og ný umferðarmerki auk þess sem umferðin er alltaf að aukast. Fólki finnst undantekningalaust gott að fá þessa leiðsögn og það er eigin- lega spurning hvort við ættum ekki að fara að gefa fólki kost á þessu al- mennt.” SÓK Ingunni seinkar enn Skip Haraldar Böðvarssonar hf.,. Ingunn, sem hefúr verið í smíðum í Chile undanfarin misseri, verður þar enn um sinn. Afhending skipsins hefúr seinkað oftar en einu sinni eins og ffægt er orðið en áhöfú þess var send til Chile til að sækja það á dögunum. Hún kom þó heim í síð- ustu viku skipslaus. “Það er drulla í spilkerfi skipsins sem verið er að hreinsa” segir Sveinn Jónsson, út- gerðarstjóri Haraldar Böðvarssonar hf. “Þeir verða hugsanlega búnir að því um áramótin og þá sendum við mannskapinn út aftur. Þeir komu heim í jólaffí núna og fara því tví- efldir eftir áramótin. Það tekur um það bil 25 daga að sigla heim og við vonum að hægt verði að leggja af stað fljótlega í janúar. Þá á skipið að vera orðið í toppstandi.” SÓK Vegna stækkunar álvers Norðuráls hf. á Grundartanga óskar fyrirtækið að ráða starfsfólk til ýmissa starfa. Um er að ræða störf í framleiðslu- og viðhaldsdeildum, bæði tímabundin og til lengri tíma. Vinnutími er ýmist vaktavinna eða dagvinna. Gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn hefji störf á tímabilinu frá febrúar til apríl 2001. Fyrstu tveimur til þremur mánuðunum í starfi er varið til starfsþjálfunar. Þór Þorsteinsson Tölvert sameinast ÍUT Þór Þorsteinsson eigandi tölvu- fyrirtækisins Tölverts í Borgarnesi hefúr nú gengið til samstarfs við Islenska upplýsingatækni ehf. í Borgarnesi. Samhliða því hefur Þór tekið að sér verkstjórn í Inter- netdeild IUT. Þór hefur undanfar- in ár unnið að gagnagrunnstengd- um veflausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir auk námskeiðahalds á sviði tölvu- og upplýsingafræða. Stærsta verkefni Þórs, sem nýlega var lokið við, er gagna- grunnstengdur vefur Landssam- bands veiðifélaga; www. angling.is MM Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Vesturlandi. Skipulegar ferðir eru á milli Norðuráls annars vegar og Akraness og Borgamess hins vegar fyrir upphaf vinnudags og að honum loknum. Hjá Norðuráli hf. eru laun að hluta árangurstengd. Fyrirtækið greiðir viðbótarframlag í séreignarlífeyrissjóð og einnig er hluti árangurstengdra launa greiddur í slíkan sjóð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil berist til Norðuráls hf, Grundartanga, 301 Akranes fyrir 15. janúar nœstkomandi. Þeir sem hafa á síðustu sex mánuðum sent inn umsóknir til Norðuráls þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Norðurál hóf starfsemi sína í júní 1998. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugu liði um 170 starfsmanna sem verða orðnir 210 talsins eftir stækkunina. Framleiðslugeta álversins er 60.000 tonn af áli á ári og verður orðin 90.000 tonn haustið 2001. Eigendur hafa hug á frekari stækkun álversins ef orka og aðrar forsendur verða fyrir hendi. Norðurál leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi eiginleika starfsmanna sinna: Jákvætt viðhorf, lipurð í samskiptum, frumkvæði, fagmennsku, sveigjanleika og vilja til að axla nýja ábyrgð. Starfsþjálfun og þróun skipa veigamikinn sess innan fyrirtækisins. Áhersla er lögð á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. KR NORÐURÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.