Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 12

Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Kveldúlfikórinti hélt sína árlegn aSventukvöldtónleika sídastlióid mánudagskvöld. Þráttfyrir aS jólaundirbúningurinn hafi þá staðið sem hæst gáfu margir Borgnesingar og mersveitamenn sér tíma frá amstrmu til að njóta söngsins í Borgameskirkju og meðtaka hinn sanna jólaanda. Mynd: GE Hann er svosem ekkert þreytulegur þessi jólasveinn enda myndin tekin snemm á jólafóstunni. MyndlH • • Orþreyttir jóla- sveinar fá hjálp Síðustu dagana fyrir jólin aukast mjög annir jólasveinanna því víða þarf að koma gjöfum til skila. A Hellissandi voru mestu annir jóla- sveinanna á þriðjudaginn s.l. þegar þeir með góðri aðstoð unglinga- deildar björgunarsveitarinnar þeyttust hús úr húsi með sínar gjaf- ir. Þar var nú skrautiegt lið á ferð, sumir rauðir en aðrir forneskjulegir að íslenskum sið. Svipaður háttur verður hafður á í Olafsvík. Þar hefur björgunarsveitin og ung- lingadeild hennar ákaveðið að rétta þessum örþreyttu hetjum hjálpar- hönd með því að skipuleggja fyrir þá dreifingarstarfið svo enginn fari í jólaköttinn. Þeir bjóða þeim sem vilja hafa samband við jólasveinana að hitta sig í Mettubúð föstudags- kvöid 22. desember það sem skipu- lögð verður dreifinginn á jólapökk- um jólasveinsins. I Grundarfirði er svo mikil mergð barna að For- eldrafélag grunnskólans sá sér ekki annað fært en að aðstoða jólasvein- ana við skipulagningu og dreifingu á pökkunum. Þar hringja fulltrúar foreldrafélagsins á hvert barna- heimili til að fá staðfestingu á þölda og aldri barna. Þeim upplýsingum er svo komið til jólasveinanna þannig þeir vita uppá hár hvað gjaf- ir henta hverju barni. Þannig er reynt að tryggja að enginn fari í jólaköttinn þegar ekkert alltof slcynsamir jólasveinar dreifa gjöf- unum á Þorláksmessu. I Stykkis- hólmi eru Lionsmenn helstu hjálp- arhellur jólasveinanna. A Þorláks- messu skipuleggja þeir heimsóknir með glaðning söng og jólasprell á dvalarheimilið og á sjúkrahúsið og fvrst þessar hetjur óbyggðanna er komnar í bæinn heilsa þeir upp á gesti og gangandi við verslanir með jólasveinasprelli við verslanir og íjölfarnari staði. III Okeypis í sund Framhaldsskólanemar í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og öðruni framhaldsskólum fá ókeypis aðgang að sund- og í- þróttaaðstöðunni að Jaðarsbökk- um á meðan að verkfall kennara stendur yfir. Tillaga Péturs Ottesen, bæjarfulltrúa, þess efnis var samþykkt á síðasta fundi bæj- arstjórnar Akraness. I tillögunni segir að með þessu sé reynt að stuðla að heilbrigðri afþreyingu þeirra ungmenna sem væru ann- ars við nám. K.K. Frá Reykhólum. Lionsdeild Reykhólahrepps fær styrk Lionsdeild Reykhólahrepps var einn átta aðila sem fengu styrk úr Menningarsjóði Lands- banka Islands sem úthlutað var úr fyrir skömmu. Styrkurinn til Lionsdeildarinnar, sem var sá næst hæsti að þessu sinni, var að upphæð 270.000 krónur og mun hann renna til kaupa á tækjum fyrir vistheimilið Barmahlíð á Reykhólum. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.