Skessuhorn - 21.12.2000, Side 19
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
19
^aiasunuiJ'
Skreytilist
á Skaganum
Flestir hafa það fyrir sið að
skreyta híbýli sín í ltringum jólin.
Margir láta sér nægja seríu í eldhús-
glugganum og jólatré í stofunni en
öðrum finnst ekki komin jól fyrr en
búið er að skreyta allt hátt og lágt,
bæði að innan sem utan. Mágarnir
Magnús Ingólfsson og Daníel Rún-
ar Elíasson eru í síðarnefnda hópn-
urn og eru þeir löngu orðnir heirns-
frægir á Akranesi fyrir jólaskreyt-
ingamar á húsum sínum. Skessu-
horn hitti kappana að máli nýverið
og spurði þá hvenær þessi gífurlegi
skreytingaáhugi hefði hafist. Þeir
segja báðir að um sex ár séu síðan
þeir byrjuðu að skreyta af kappi.
“Ahuginn hefur auðvitað alltaf ver-
ið til staðar” segir Daníel. “Svo fór
maður í nýtt hús sem bauð upp á
þessa möguleika.” “Maður hefur
náttúmlega verið að skreyta ffá því
maður byrjaði að búa” bætir Magn-
ús við. “Það hefur alltaf verið mikið
skreytt inni hjá okkur en þegar var
orðið fullt inni urðum við að fara að
skreyta húsin að utan!”
Kveikt þegar
klukkan slær tólf
Flestir halda eflaust að mikill raf-
magnskostnaður fylgi því að láta
loga á tæplega 3.000 perum í heilan
mánuð en þeir félagarnir eru sam-
mála um að það sé rnesta furða
hversu lítill sá kostnaður sé. “Mað-
ur hefur fylgst með kostnaðinum í
gegnum árin og þetta er ekkert sem
lætur mann hrökkva við. Það er eig-
inlega frekar að það komi manni á
óvart hvað þetta kostar lítið.”
Það er engin tilviljun sem ræður
því hvenær kveikt er á jólaljósunum
enda er allt tilstandið í kringum þau
skipulagt í þaula. Sú hefð hefur
skapast að þegar klukkan slær tólf á
miðnætti á laugardeginum fyrir
fyrsta sunnudag í aðventu er allt
sett í samband. “Við eram búnir að
halda okkur við þessa tímasetningu
í þrjú ár” segir Magnús. “Eg held að
hápunkturinn í þessu hjá okkur sé
allur undirbúningurinn að því að
verði kveikt. Vtð erum eins og litlu
börnin og ætli megi ekki segja að
þetta sé okkar stóri pakki.” Daníel
bætir því við að það sé alltaf jafn
spennandi að sjá hvort kvikni á öllu
í einu.
Þrjár vikur að skreyta
Það tekur þó minnstan tíma að
stinga öllu í samband. Magnús flutti
ásamt fjölskyldu sinni úr húsinu
sínu á Heiðarbrautinni í nýtt hús-
næði fyrir nokkrum mánuðum síð-
an. Það tók hann þrjár vikur að
skreyta í ár en að hans sögn tekur
það að öllu jöfnu um fimm daga.
“Eg þurfti mun minni tíma því
þetta var allt tilbúið hjá mér síðan í
fyrra” segir Daníel. “Eg notaði
góða veðrið í þetta sem verið hefur
undanfarið og byrjaði viku áður.
Veðrið er búið að leika við mann og
þetta var rosalega gaman.”
Konumar taka
þátt í þessu
Það er ekki víst að allar konur
yrðu hrifnar ef eiginmaðurinn sæist
varla fyrstu vikuna í desember en
þeir Daníel og Magnús segja að
eiginkonurnar séu ekki síður á-
hugasamar en þeir. “Hugmyndirnar
koma frá okkur og við höfum mjög
frjálsar hendur. Konurnar taka full-
an þátt í þessu en leyfa okkur að sjá
um verkið!” segja þeir og hlæja.
“Þeim finnst þetta skemmtilegt og
reyndar fjölskyldunum í heild sinni.
En það fær enginn að koma nálægt
þessu nema við. Reyndar fékk hann
Aron [sonur Daníels] að vera sér-
legur aðstoðarmaður okkar beggja í
ár. Hann er mjög efnilegur og á ör-
ugglega eftir að toppa okkur báða
einn daginn ef marka má herbergið
hans.”
Skreyta fyrir sig og sína
Það er varla til sá Skagamaður
sem ekki hafa veitt skreytingum
þeirra félaga athygli í gegnum árin
og þeir viðurkenna að þær vekji ó-
neitanlega athygli fólks. “Þó svo að
maður skreyti náttúrulega fyrst og
fremst fyrir sjálfan sig og sína fjöl-
skyldu er ekki laust við að þettá,
dragi fólk að. Það er ekki spurning,
Maður tók meira eftir því í gamkí-
húsinu á Heiðarbrautinni að fólk
var að keyra framhjá og skoða og
þar var oft öngþveiti. Stundum
þorði maður ekki einu sinni út í
glugga! I ár finn ég ekki eins mikið
fyrir því því húsið er í alfaraleið.
Daníel verður örugglega meira var
við umferðina sem er eingöngu til
að skoða því hann býr á þannig
stað” segir Magnús en Daníel býr í
botnlanga í Jörandarholti. “Það er
töluverð umferð í kirkjugarðinum
sem er rétt hjá mér og ég hef heyrt
að fólk sé ánægt með að það sé
svona lýsing út í garðinn. Því finnst
það notalegt. Það segir sig alveg
sjálft að fólk langar að skoða og það
er auðvitað bara af hinu góða. Það
sem mér finnst best við þetta allt
saman er hvað bæjarfélagið í heild
sinni hefur gert mikið. Mér finnst
Akranes orðinn jólabær. Flér er
skreytt frá Breiðinni og niður að
göngum. Hérna áður fyrr fór fólk
til Revkjavíkur bara til þess að sjá
“jólin” og komast í rétta skapið en
þegar það fer í bæintr núna verður
það ekki fyrir þessum hughrifum
sem það varð áður. Þetta átak versl-
unarmanna er líka alveg frábært,
það hefur skilað rniklu og þeir eiga
heiður skilinn fyrir framtakið.”
Fólk vaknaði allt í einu
A síðasta ári var ákveðið að veita
verðlaun fyrir fallegustu jólaskreyt-
ingarnar í bænum og það var
Magnús sem hreppti þau í það
skiptið. Daníel vermdi annað sætið
ásamt Þorsteini Ingasyni, íbúa á
Alelteig á Akranesi. Þeir segjast þó
vissir um að þessi verðlaun hafi ekk-
ert með þá staðreynd að gera að það
hefur færst mikið í aukana að fólk
skreyti hús sín vel og vandlega að
utan fyrir jólin. “Það virðist sem
fólk hafi bara vaknað allt í einu. Það
er ekki bara einn og einn sem
skrevtir heldur eru svo margir
komnir með fullt af fallegum og
miklum skret'tingum. Ég held að
þessi verðlaun séu ekki það sem
virkar hvetjandi á fólk” segir Daní-
el. “Fólk er bara að sjá þetta hjá
öðrum og langar að gera svipað hjá
sér.” “Já, ég er sammála því. Ég
held að þessar viðurkenningar séu
utan við þetta allt saman. Þetta kom
óvænt inn í fyrra og ég held að það
sé enginn í rauninni að keppa að því
að sigra. Hitt er annað mál að auð-
vitað er alltaf gaman að fá viður-
kenningar og ég er alls ekki að gera
lítið úr þeim. Þær þjóna alveg sín-
um tilgangi.” Þeir þurfa ekki að
hugsa sig lengi um þegar blaðamað-
ur spyr þá hver ætti að fá verðlaun-
in í ár. “Bæjarfélagið, ekki spurning.
Atak Akranes fyrir þeirra framtak í
að gera bæinn jólalegan. Verðlaun-
in eiga að fara þangað.”
Imynduð samkeppni
Sú yfirlýsing þeirra félaga að það
séu ekki endilega verðlaunin sem
hvetji fólk tií að skreyta hjá sér
kemur blaðamápni nokkuð á óvart í
ljósi þess að flestir Akurnesingar
virðast standa í þeirri trú að á milli
Magnúsar og Daníels ríki mikil
samkeppni. Þeir hrista hins vegar
hausinn og segja að það væri mun
nærri lagi að tala um samvinnu.
“Það halda þetta margir en það
kemur oft fyrir að ef ég sé eitthvað
flott sem mér finnst henta betur hjá
Danna segi ég: Heyrðu Danni, þú
verður að fá þér svona!” Daníel tek-
ur í sama streng. “Við vorum að
skemmta okkur um síðustu helgi og
Magga var boðinn sleði. Hann end-
aði hins vegar inni í garði hjá mér.
Þannig að þetta er alls ekki eins og
við séum í samkeppni. Þetta er bara
svona sameiginlegt áhugamál.”
Burtséð frá rafmagnsreikningn-
um kostar skrautið sitt. “Oll tóm-
stundaáhugamál kosta eitthvað og
við erum hvorki í golfi né laxveiði.
Við reykjum hvorugir svoleiðis að
það er eiginlega hægt að segja að
þetta séu sígaretturnar okkar sem
hanga þama úti. Þær loga í heilan
mánuð og gera engan usla. Þetta er
okkar áhugamál og það er öraggt
að við eyðum ekki eins miklu í þetta
eins og ef við myndum reykja enn
pakka á dag.”
[E~
__, ' » -■■
Sf-'’
! j 1 ■-•-•: , . :
Olíubfllinn valt
Svo óheppilega víldi til í
hálkunni á mánudaginn að olíu-
bíll frá Grundarfirði sem var á
ferð um Kolgrafarfjörð skrikaði
til í kálku og valt út af veginum.
Mjög gott veður var þegar óhapp-
ið átti sér stað en mikil hálka.
Okumaður bílsins sem ekki hefur
orð á sér fyrir að fara glannalega,
tnissti stjórn á bílnutn á lítilli ferð
er hann var að koina yfir blind-
hæð skammt fyrir innan Eiði.
Þarna er tvískipt blindhæð á mal-
arvegi og halla akbrautirnar báðar
frá miðju vegarinns. Þegar kom-
ið er norður af hæðinni í sömu
akstursstefnu og olíubíllin var á er
mjög þröngt við skiltið og liggur
við að þurfi að krækja fyrir það.
Einmitt á þeirn stað missti öku-
maður olíubílsins vald á bílnum.
Að sögn lögreglu hafa ijölmörg
umferðaróhöpp verið á þessum
slóðum og hefur engu verið sinnt
um ábendingar unt úrbætur. Talið
er sáralítið mál að ýta þessari hæð
út svo hún þurfi ckki að vera
blind. Engin aðvörun er um
þessa hættu þegar koinið er að
hæðinni. Þegar ekið er úr gagn-
stæðri átt er hinsvegar örskammt
frá slysstaðnum stórt aðvörun-
arskilti þar setn sagt er að á næstu
15 kílómetrum hafi orðið fjöl-
mörg uinferðaróhöpp. Þama var
ekkert sem hindrað gat að óhapp
yrði. Hinsvegar er það lán í óláni
að þarna var gætinn bílstjóri á
ferð og slapp hann alveg án
meiðsla. Lítil olía var á tanknum
og fór ekkert af henni niður.
Nokkuð hefur verið um smærri
óhöpp og pústra í hálkunni und-
anfarna daga. III
SOK
Þórður við breytingu á nýja jeppa björgunarsveitarinnar Berserkja.
/ /
Ox Asmegin
í Stykkishólmi eru menn nú
farnir að endursmíða þessa jeppa
sem fluttir eru hálfsmíðaðir til
landsins. Eins og alþjóð veit hefur
sá siður lengi viðgengist á Islandi
að betrumbæta jeppa. Engin
jeppaframleiðandi hefur getað
framleitt jeppa að smekk íslend-
inga. Lengi hefur það tíðkast að
jeppamenn breyti sínum bílum
sínum á þann hátt sem þeir vilja
hafa þá. Jeppaeigendum hefur
fjölgað gríðarlega hér á landi á
undan förnum árum og hefur það
leitt af sér að risið hafa sérhæfð
verkstæði á þessu sviði sérstaklega
á Reykjavíkursvæðinu. Bifreiða-
verkstæðið Asmegin í Stykkis-
hólmi var stofnað fyrir röskum 10
árum og hefur veitt alhliða við-
gerðarþjónustu fyrir bíla, dekkja-
verkstæði og bílaleigu. Þórður
Magnússon eigandi fyrirtækisins
er bílasmiður að mennt og er nú
farinn að stunda jeppabreytingar.
Þegar Skessuhornið var í Stykkis-
hólmi á dögunum var hann nýbú-
inn að afhenda einn bílinn og
komnir aðrir þrír í breytingu.
Þórður er ekki bara hagur bíla-
smiður heldur einnig flinkur í
orðaleikjum því framkvæmir
hann þessar jeppabreytingar und-
ir kjörorðinu “Ox Asmegin” og
það er alveg rétt minnsta kosti
hvað varðar þann jeppa sem ég sá
honum óx Asmegin.
IH