Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 44
44
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
Jk£asuhu«j:j
>Penninn
Hualeiðim á ahentu
Það er ljóst að umfjöllun fjölmiðla af á-
kveðnum svæðum eins og Borgarfjarðarhér-
aði skipta miklu máli fyrir þá sýn sem lands-
menn almennt hafa afviðkomandi svæði. Ég
varð nokkuð var við það þegar ég var að
flytjast í Borgarnes að kunningjum og fyrri
starfsfélögum þótti þetta undarleg ákvörð-
un. Astæðan var m.a. sú að fólk hafði þær
hugmyndir um Borgarfjörðinn að þar væri
samdráttur og lítið að gerast, fólk væri helst
að þrasa um vegstæði og ýmis “smámál”.
Að sumu leyti var þetta eðlilegt. Atvinnulíf á
þessu svæði hefur gengið í gegnum mikið
samdráttartímabil og þá ekki síst sú atvinnu-
grein sem allt hefúr í raun byggst á, land-
búnaðurinn. Islenskur landbúnaður er þessi
árin að ganga í gegnum ótrúlegar breyting-
ar sem ekki sér fyrir endann á. Fólki fækkar
í hefðbundnum búskap en ferðaþjónusta
ýmiskonar vex. Sífellt verður algengara að
fólk í dreifbýli sæki vinnu fjarri heimili.
Anægjulega breytingu hefur mátt merkja
undanfarið varðandi ímynd Borgarfjarðar-
svæðisins. Þannig er m.a. greinilegt að frétt-
ir sem bárust af opnun verslunarmiðstöðvar
Hyrnutorgs hafa verið til að styrkja jákvæða
mynd af þróun mála. Af samtölum við fólk,
t.d. á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að frétta-
flutningur hafði í þessu tilfelli töluverð á-
hrif. Almennt held ég að fréttaflutningur úr
Borgarfjarðarhéraði hafi styrkst, ekki síst
eftir að fréttaritarar af Vesturlandi eiga orð-
ið innangengt á ríkisfjölmiðlunum. Eg hefði
þó gjarnan viljað sjá fjölmiðla sýna þessu
svæði meiri athygli. Þar skipir auðvitað bæði
máli hversu virkir fréttaritarar eru og ekki
síður hversu virkir við heimamenn erum að
koma fréttnæmu efni til skila.
Færa má líkur að því að Borgarbyggð
standi á vissan hátt á tímamótum. I Borgar-
nesi eru uppi framsæknar hugmyndir bæði
um að efla atvinnustarfsemi sem fýrir er og
hefja nýja. Ekkert er þar þó fast í hendi en
gangi væntingar eftir munum við sjá umtals-
verða uppbyggingu verða hér á næstu árum.
Sveitarfélagið hefur þar mikilvægu hlutverki
að gegna varðandi samfélagslega þjónustu,
skipulagsmál og að skapa almennt þau skil-
yrði sem þurfa að vera til staðar. Markvisst
hefur verið unnið í skipulagsmálum í Borg-
arnesi á árinu og ekki komið að leiðarenda í
því. Senn hefjast framkvæmdir við byggingu
nálægt 40 íbúða á lóðum sem úthlutað hef-
ur verið. Deiliskipulag fyrir tvær nýjar göt-
ur fyrir um 60 íbúða byggð er auk þess í
kynningu. Unnið hefur verið rammaskipu-
lag fyrir 40 hektara athafnasvæði ofan við
Borgarnes sem þarf að vera til reiðu fyrir
uppbyggingu atvinnulífs í Borgarnesi á
næstu árum. Brátt verður hafist handa við að
reisa viðbyggingu við Grunnskólann í Borg-
arnesi. Þar með næst fram markmið um ein-
setningu grunnskólans en um leið getur
hann tekið við töluverðri aukningu nem-
enda.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun senn
kynna áform um umtalsverða aukningu á
sinni starfsemi á allra næstu árum í fram-
haldi af samningi við Menntamálaráðuneyt-
ið. Það er viðurkennt að starfsemi háskól-
anna í Borgarfirði hefur orðið til þess að efla
samfélagið á svæðinu mikið. Viðskiptahá-
skólinn hefur leitað til Borgarbyggðar um
samstarf varðandi uppbyggingu á Bifröst en
fyrir rekur Borgarbyggð þar leikskóla.
Frekara samstarf mundi fela í sér að sveitar-
félagið taki að sér að hluta eða öllu leyti
verkefni sem snúa að gatnagerð, veitumál-
um og fleiru á staðnum. Bæjarstjórn Borgar-
byggðar hefur tekið jákvætt í erindi Við-
skiptaháskólans og væntir þess að með því
geti bæjarfélagið stuðlað að enn öflugra og
umfangsmeira skólastarfi í héraðinu sem
skili sér víða í samfélaginu þegar fram líða
stundir.
Ég læt þessar hugleiðingar nægja að sinni.
Verkefni sveitarfélaga eru mörg og flest afar
þörf. Því miður er ekki hægt að uppfýlla
óskir allra. Fjárhagur sveitarfélaga er al-
mennt þröngur á Islandi og aðhald nauð-
synlegt. Breytingar á tekjustofnum sveitar-
félaga sem samþykktar voru á Alþingi nú í
desember nægja því miður engan veginn til
þess að rétta af fjárhag sveitafélaganna. Ætl-
ast verður til þess að hér sé aðeins um á-
fanga að ræða í breytingum á tekjuskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Einnig eru vonir
bundnar við samkomulag um að lagafrum-
vörp og stjórnvaldsákvarðanir sem hafa áhrif
á fjárhag sveitarfélaga verði kostnaðarmetin
í framtíðinni. Þannig á að vera ljóst hverju
sinni hvaða tekjur þurfa að fylgja nýjum
skyldum sem sett verða á sveitarfélögin.
Eg óska íbúum Borgarbyggðar og vest-
lendingum öllum gleðilegra jóla með þökk-
um fýrir samstarfið á árinu og ósk um far-
sæld á því nýja.
Borgarnesi 18. desember 2000
Stefán Kalmansson
I
Í
I
I
0
I
#
|
1
1
I
1
I
I
1
I
jóðfegt fjorn
Verið varkdr, varist jólasveina
Heilir og sælir, lesendur góðir til sjávar og sveita
Hinir rammíslensku, þjóðlegu jólasveinar eru ekki
góðir menn. Alls ekki. Síður en svo. Þvert á móti.
Fjarri því. Oðru nær. Þeir eru einhver þau and-
styggulegustu illþýðis-úrhrök sem sögur fara af. Um
aldir hefur þjóðin borið ugg í bfjósti fýrir þessum
þokkapiltum, og ekki að ástæðulausu.
Svo rammt kvað að jólasveinaógninni að á 16. öld
gengu í gildi lög þar sem foreldrum var fortakslaust
forboðið og með öllu bannað að hræða börn sín með
tröllum, forynjum og jólasveinum. Féllu þessi lög illa
í kramið meðal landsmanna enda höfðu kvikendi þessi
dugað vel til að hræða börn frá hves kyns óspektum.
En því miður fór sem fór og allt síðan hefur hver ein-
asta kynslóð Islendinga reynst jafnvel enn agalausari,
glæpahneigðari, forhertari og dónalegri en næsta kyn-
slóð á undan. A.m.k. að mati næstu kynslóðar á und-
an. Allt er þetta úrkynjun jólasveinastéttarinnar að
kenna.
Fyrir ekki eins löngu og okkur finnst bjó þjóðin við
talsvert þrengri kost en nú er. Sérstaklega var vetur-
inn erfiður. Það var dimmt. Ekkert rafmagn. Kerta-
ljós takmarkað. Það var dimmt. Vorin voru tími
horfellis, því var matur naumt skammtaður á veturna.
Fólk var svangt - nema um jólin. Þessa örfáu daga
þegar myrkrið er svartast leyfðu menn sér þá tilbreyt-
ingu að kveikja ljós og veita góðan mat af rausn.
Því voru engin vonbrigði stærri en þau þegar jóla-
sveinarnir, þeir örmu þjófar, komu og hreinlega stálu
jólunum rétt eins og Trölli nokkur útlendur iðkar nú í sölum kvikmyndahúsanna.
Það var ekki mikið um matföng eftir að Bjúgnakrækir, Skyrgámur og Ketkrókur höfðu
farið ránshendi um búrið. Ekki einu sinni hægt að sleikja upp afganga. Fyrir því sáu þeir
bræður, Þvörusleikir og Askasleikir.
A slíkum jólum mátti hemilisfólk láta sér nægja að sitja í myrkri og hlusta hvert á ann-
ars gaul í görnum, því auðvitað hafði bannsettur loddarinn hann Kertasníkir með klækj-
um sínum vélað síðasta ljósið frá börnunum.
Við þessar aðstæður var engum hlátur í huga, nema ef vera skyldi heimasætunni þá er
hún hugsaði til þess er Giljagaur reið húsum, eða eins og segir í kvæðinu góða:
Giljagaur kom annar
giljaði sá.
Vera skyldu meyjar
varðbergi á.
Nærri má geta hve illa kauði þessi var þokkaður meðal bænda. En jafnvel enn verr var
þó Stekkjastaur þokkaður, því hann skreið inn í fjárhúsin og lagðist þar á féð.
Jólasveinarnir eru fæddir og uppaldir í köldum helli
hjá óþjóðahyski því sem Grýla heita og Leppalúði.
Það eru hauglöt tröll úr forneskju sem ekkert hafa fýr-
ir stafni annað en að tína lýs hvort af öðra og rífa í sig
ket af börnum þeim er stolist hafa út eftir að lögboðn-
um útivistartíma lýkur. Það þarf ekki mikla spekinga á
sviði sálar- og uppeldisfræði til að sjá að við slíkar heim-
ilisaðstæður alast ekki upp nein góðmenni.
Goðsögnin um hina göfuglyndu, gjafmildu, rauð-
klæddu jólasveina er því ekkert annað en útlend firra og
menningarsögulegt slys að þessu skuli haldið að börn-
um. Að halda því fram að þessir asnalegu kókakóla
karlar eigi eitthvað skylt við rammíslenska jólasveina af
tröllakyni er hrein móðgun.
Þaðan af síður er sennilegt að þeir gefi börnum í skó-
inn. Til þess hafa þeir hvorki tíma, vilja né getu.
Hvernig getur einn jólasveinn farið heim til allra
barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu? A
landinu eru um 70.000 börn 15 ára og yngri. Ef við
hugsum okkur að hver jólasveinn hafi 12 klukkustund-
ir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn á meðan þau sofa
þarf hann að setja gjafir í 97 skó á hverri mínútu.
Hvernig getur einn jólasveinn borið allt sem krakk-
arnir fá í skóinn? Ef meðalþyngd gjafar er 200 g þarf
jólasveinninn að burðast með 14 tonn af gjöfum þegar
hann leggur af stað. Hann getur auðvitað geymt dótið
á ákveðnum stað og borið hluta af því í einu, en það tef-
ur hann við verkið þar sem hann þarf að hlaupa meira í
staðinn til að sækja dótið.
Svo klæðist þeir eldrauðum búningi með snjóhvítum bryddingum og glimmeri af því
þeir vilja ekki að nokkur maður sjái til sín. Þykjast síðan halda upp til fjalla í þessum efn-
islitlu rauðu silkimussum. Þessi múndering gæti svo sem hentað í einhverja homma-
skrúðgöngu en á fjöllum myndu þessir attaníossar krókna strax í fýrsta frosti.
Nú á dögum skortir fólk hvorki jólamat né ljósmeti. Það vita íslenskir jólasveinar af
tröllaætt vel. Þeir hafa brugðist við kalli tímans, tekið upp nýja klæki og ný nöfn. I dag
kallast þeir Krullusprellir, Kennaraskelfir, Kvótakrókur, Hnúkaspillir, Gullkamradrullir,
Beljukyssir, Þensluþefur, Sjúkraskýrsluseljir, Bankaklúðrir, Herjólfshrellir, Natósleikir og
Graðfolagaur. Þeir sitja í valdastólum háum og hrella landsmenn, rétt eins og þeir hafa
alltaf gert um aldir alda.
1
I
1
I
I
Í
1
I
I
1
I
1
1
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
1
Verið kært kvödd á fýrsta Þórsdegi í Mörsugi.
Bjarki M. Karlsson §§
Bjarki Már Kttrlsson vJS M
sjálfskipaður þjóðháttafi\eðmgitr táKsm