Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 45
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
45
Penninn
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem á erindi í
kirkjugarðinn á Akranesi í desembermán-
uði ár hvert til að fara með skreytingar á
leiði ástvina minna og taka þátt í því að lýsa
leiðin upp. Ekki hefur spillt fyrir að fá heitt
kakó og kökur hjá Kiwaniskonunum á eft-
ir. Garðurinn hefur að mínu mati verið
einstaklega fallegur um jólin, gulu og
rauðu ljósin á krossunum hafa sést langt að
og yljað um hjartaræturnar. Nú í ár hefur
orðið mikil breyting á. I stað ljósanna áð-
urnefndu eru komnir lágir ljósakrossar sem
auk þess að lýsa aðeins nánasta umhverfi
eru flestir skakkir á leiðunum, væntanlega
vegna frosts í jörðu. Ekki þyrfti mikinn
snjó til að þeir færu nánast í kaf. En þetta
er ekki allt, nú kostar 5900 kr að fá afnot af
einum krossi í stað 2500 kr áður. Þetta er
umtalsverð hækkun svo ekki sé meira sagt.
Ekki má gleyma að margir vilja lýsa upp
Ljósin í kirkjumrðimim á Akrmesi
fleiri en eitt leiði. Mér verður hugsað til
allra þeirra sem aðeins hafa úr ellilífeyri að
spila og vilja lýsa leiði ástvina sinna. Hrædd
er ég um að þeir finni fyrir þessari miklu
hækkun. Nú hef ég ekki hugmynd um
hvers vegna þessi breyting hefur orðið en
ef þetta er hugsað svona til frambúðar, legg
ég til að hver og einn geti greitt fyrir að-
gang að rafmagni en hafi frjálsar hendur
um lýsingu. Kirkjugarðurinn á Altranesi
hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig eins og
svo marga aðra og mig langar að hafa hann
aftur eins og verið hefur fram að þessu um
jólin.
Ég óska Skagamönnum nær og fjær gleði-
legra jóla.
Asgerður Ólafsdóttir
Kópavogi
fS^Penninn
Nú er Tónlistarskóli Borgarfjarðar búinn að
starfa á fjórða áratug og hefur gert hvorutveggja í
senn, að kalla til starfa í héraðinu, lengur eða skem-
ur, hóp ágætra tónlistarmanna, innlendra og er-
lendra, - og að ala upp með þeirra tilstyrk iðkendur
og njótendur tónlistar í margvíslegum myndum.
Það var í upphafi ljóst að slíkt starf þarf tíma til að
bera ávöxt. Nú er farið að uppskera. Söng- og tón-
listarlíf blómgast og er orðinn ríkur þáttur í menn-
ingarlífi héraðsins og þátttaka almenn, þar sem
margir eru veitendur og enn fleiri tryggir áheyrend-
ur. Og tekið er að gefa þessa tónlist út hljóðritaða,
svo fleiri megi heyra og víðar og endist lengur en þá
ögurstund sem hverjir tónleikar vara.
Þar er nú nýjust geislaplata þeirra Theodóru Þor-
steinsdóttur sópransöngkonu og skólastjóra tónlist-
arskólans og Ingibjargar Þorsteinsdóttur píanóleik-
ara og fyrrverandi kennara við skólann, en nú skóla-
stjóra tónlistarskóla hjá grönnum okkar í Stykkis-
hólmi. Báðar eru þær heimamenn í Borgarfirði en
menntaðar bæði innanlands og utan en ekki veit ég
betur en Theodóra hafi byrjað sitt tónlistarnám í
þeirn sama skóla sem hún stýrir nú af atorku. Þær
stöllur eru okkur því kunnar af verkum sínum og
samstarfi um árin. Nú hafa þær ráðist í að hljóðrita
sýnishorn af sinni tónlistariðkun og gefið út á veg-
um Fjölritunar- og útgáfuþjónustunnar í Borgar-
nesi. I tilefni af útkomu geislaplötunnar buðu þær
hverjum sem heyra vildi á kynningartónleika í Borg-
arneskirkju 8. des. sl. Ég tók því boði allshugar glað-
ur, en auðvitað dálítið spenntur að heyra hvernig
gengi.
Fluttur var meirihluti þeirra laga sem á plötunni
eru. Þar eru eingöngu íslensk lög, margar kunnar
söngperlur, (en einnig lög, sem ekki er vitað til að
áður hafi verið hljóðrituð) eftir sex tónskáld, sem
starfað hafa á þessari öld; Pál Isólfsson, Sigvalda
Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Þórarinn Guð-
mundsson, Jón Þórarinsson og Sigurð Þórðarson.
Þá fluttu þær gullfallegt lag eftir Birnu tónlistar-
kennara, systur Theodóru, sem sómdi sér vel innan
um lög snillinganna. En síðast en ekki síst verður að
nefna, að Theodóra hóf tónleikana með því að
syngja án undirleiks lítið lag og ljóð eftir móður
sína, Sigríði Jónsdóttur, litla barnagælu, sem hún
hafði raulað yfir barni sínu ungu. Þetta gaf stund-
inni blæ hlýju og innileika, sem gerði hana sérstaka
og minnisstæða. Ég er ekki fær um að rekja lag fyr-
ir lag hvernig flutningurinn kom mér fýrir eyru, get
bara sagt að þær skiluðu þessari tónlist með mynd-
ugleika og öryggi þess sem veit að hann veldur sínu
viðfangsefni og hefur í fullu tré við það. Sópranrödd
Theodóru liggur hátt og hún beitir henni ekki síst af
miklu öryggi og fimi á hæstu tónunum en vald
hennar og styrkur á neðri hluta raddsviðsins fer vax-
andi. Undirleikur Ingibjargar er eins og bjarg sem
einsöngsröddin getur byggt ofari á eins og henni
hentar, agaður og öruggur stuðningur, en tranar sér
aldrei fram. Ég verð að játa það að ég hef verið að
hlusta á plötuna síðan á tónleikunum og er auðvitað
farinn að rugla saman hvað ég heyrði í kirkjunni og
hvernig það hljómar á plötunni. En mér leið vel á
þessum tónleikum og fór héim glaður og hreykinn
af þessu listræna framlagi landsbyggðarinnar. Það er
um seinan að segja þeim heimamönnum hér, sem
ekki komu til að hlusta, af hverju þeir misstu á föstu-
dagskvöldið. En ég get huggað þá með því að plöt-
una geta þeir keypt og eignast þar margar perlur í
vönduðum flutningi (og óaðfinnanlegri hljóðritun
Sigurðar Rúnars). Ekki bara af því að þeim ber sið-
ferðileg skylda til að styðja sitt heimafólk, heldur af
því að platan stendur fyrir sínu - hvar sem er.
Magníis Sigurðsson Gilsbakka
Akranes
Sólin skín.
Máninn fyllir himininn.
Myrkriö fljr.
Fjallið lyftist frá jörðinni
þrýstir toppum sínum
upp til himins.
Bærinn sefur í jólaljósunum.
Dagurinn vaknar; minnist næturinnar
angurvært og undurhlítt
hlandast dagurinn og nóttin
og sameinast
á fjallinu.
Arndís 13.12.2000
„Hleypið mér út“ gœti þessi migi drengur veri aS hagsa