Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 46

Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ^niaaunui. Þú verður einhvemtínian góður! Benedikt Sveinbjöm Betiediktsson kaupmaður á Hellissandi var síðasti faktor Dana á Islandi. Hellissandur er talið elsta þétt- býli á Islandi og er talið að þar hafí þéttbýlismyndun hafist strax á 11 .öld. Þetta byggðarlag, sem í dag er ysta hverfi Snæ- fellsbæjar, á sér því langa sögu. Hér verður ekki farið langt aft- ur í tímann en þó litið til baka með kaupmanninum Ottari Sveinbjömssyni á Blómsturvöll- um. Afi Óttars, Benedikt Svein- bjöm Benidiktsson, var síðasti danski faktorinn á íslandi. Benedikt réðst til Tang og Riis á Hellissandi 1926 og rak verslun þeirra þar þangað til fyrirtækið varð gjaldþrota 1932. Eftir það rak hann eigin verslun fyrst í húsi Tang og Riis og síðan í húsinu Bjargi sem áður var verslun Sæmundar Halldórsson- ar. Ur æskuminninguni Benedikt var fæddur í Steinshús- um við Patreksfjörð 26. nóvember 1890. Þaðan fluttu foreldrar hans í Litlu Klappenborg á Vatneyri og síðan í nýtt hús á landamerkjum Vatneyrar og Geirseyrar. Benedikt hélt dagbækur alla sína æfi og er þar margt fróðlegt að finna um líf hans og lifnaðarhætti Islendinga. “Um aldamótin var ég kúa- og kví- arollusmali í Bröttuhlíð á Rauða- sandi. Næstu sumur var ég notaður til að skera úr kúfskeljum og beita lóðir og róa í góðu á árabát, þar af tvö sumur í Hlíðardal á Patreks- firði. Síðasta sumarið fyrir ferm- ingu var ég á m/b Hegra við fisk- og vöruflutninga til Tálknafjarðar og í Utvíkur að Látrum. Fór dag- inn eftir fermingu til sjós á færa- skipið Pollux litla, var ég tvö sum- ur á honum 1905 og 1906. Næstu tvö sumur 1907 og 1908 á Admiral Ship í eigu Björns Olsen, en á sumrin við snúninga og afgreiðslu við verslun hans og í kvöldskóla séra Magnúsar Þorsteinssonar”. Eftir það gerðist Benedikt verslun- armaður og verkstjóri við fiskverk- un hjá nokkrum aðilum á Patreks- firði en settist í Verslunarskóla Is- lands 1911 og útskrifaðist þaðan í maí 1913. Snæfellsnesið Eftir útskrift úr Verslunarskól- anum vann Benedikt ýmis störf þangað til hann réðst þann 25. á- gúst 1915 til Péturs A Ólafssonar konsúls og kaupmanns á Geirs- eyri. Pétur A Ólafsson hafði þá eignast verslunarréttindi á ungum verslunarstað í Grafarnesi. Þessi verslunarstaður varð til með skip- un konungs um 20 árum áður eft- ir að hinn forni Grundarfjarðar- kaupstaður var endanlega úr sög- unni. I Grafarnesi varð það hlut- verk Benedikts að stofna verslun og vélbátaútgerð. Þar kynntist hann konu sinni og þar fæddust synir þeirra tveir. Arið 1920 seldi Pétur verslun sína í Grafarnesi og leið Benedikts lá þá aftur til Pat- reksfjarðar þar sem hann var bók- haldari hjá Pétri, eða þar til hann réð sig aftur suður á Snæfellsnes, nú til Tang og Riis eins og fyrr er að vikið. Skipaafgreiðsla Við eldhúsborðið hjá Óttari Sveinbjörnssyni kaupmanni á Blómsturvöllum veltum við upp spurningunni hver hafi nú verið munurinn á aðföngum og aðstöðu hans sjálfs og afa hans. “Þegar afi byrjaði sinn verslunarrekstur var hér til kaupfélag sem verslaði í Bjargi. Kaupfélagið kaupir svo eignir Tang. og Riis en karlinn náði að kaupa húsið sem kaupélag- ið verslaði í og hóf þar verslun á efri hæðinni því neðri hæðin var enn í leigu kaupfélagsins og varð að standa auð þangað til leigu- samningurinn rann út. Nú, að- flutningar voru allir af sjó því eng- inn akvegur lá þá til Hellissands. A þessum tírna var hafnaraðstaða hér ákaflega bágborin. Afi hafði um- boð fyrir þau skip sem gengu hingað, Eimskip og fleiri. Hann átti tvö bringingaskip sem notuð voru til að flytja vörur milli skip- anna og lands. Öllum freðfiski og saltfiski var skipað um borð í þessa báta og svo voru þeir dregnir af mótorbátum milli skips og lands. Eins var með vöruna sem kom með skipunum. Vörurnar voru hífðar úr flutningaskipunum í bringingaskipin við skipshlið í svokölluðu heisum síðan var varan borin úr fjörunni. Jólaávextir farast Eg man eftir óhappi sem varð þegar verið var að skipa upp vör- um á jólaföstunni. Eg hef líklega verið um 10 ára aldur. Þá slitnaði niður eitt heisið og megnið af á- vöxtunum sem borða átti um jólin fóru í sjóinn. Á þeini tíma fékk maður ávexti aðeins um jól, utan þess tíma var sá varningur ófáan- legur. Það vildi nú svo vel til að það var norðanátt svo ávextirnir ráku á land og við krakkarnir vor- um út um allar fjörur að tína þetta góðgæti upp. Það var slæglega mætt í skóla þá dagana! Við vorum leitandi undir þaranum næstu daga og auðvitað átum við þetta allt jafn óðum. Þetta varð að vísu til þess að minna var til af þessum sjaldséða varningi á sjálfum jólun- um. Snúningapiltur Eg er elsta barnabarn karlsins og var mikið heima hjá þeim. Þegar ég var 11 eða 12 ára var ég farinn að snúast fýrir hann og aðstoða í búðinni. Fyrstu verkin voru að vikta í poka vöru, því þá kom öll vara sekkjuð eða í kössurn. Þá kom brjóstsykurinn í háum boxum. Haframjöl, rúsínur og hvaðeina var viktað úr kössum eða sekkjum og ég man sérstaklega eftir því er molasykurinn kom. A þeim tíma var þetta fremur sjaldgæf vara að það varð að skipta þessu niður svo föstu viskiptavinirnir fengju það sem þeir þyrftu. Þetta var 1957. Þá komu 12 kassar af molasykri og karlinn hann afi var í Reykjavík og ég sá um búðina fyrir hann á með- an. Þar sem ég er nú latur maður að eðlisfari hraus mér hugur við að fara að vigta þetta allt og skipta því niður. En búðin var full af körlum sem voru þar að hangsa því á þess- um tíma voru búðirnar einskonar samkomustaðir. Eg gerðist því klókur og gat doblað karlana til að kaupa helminginn af kössunum, þeir gætu svo skipt honum sjálfir. Þar með slapp ég við að vigta upp- úr þeim kassanum. Þegar karlinn kom og frétti þetta varð hann alveg trítilóður því svona gekk verslun þá ekki fyrir sig. Undir niðri hafði hann þó lúmskt gaman af og sagði við mig; “þú verður einhvern tím- an góður”. Engir peningar “Á þessum tíma átti varla nokkur maður peninga og var megnið af viskiptunum í formi vöruskipta. Menn lögðu inn afurðir og tóku út vörur, allt út í reikning. Um öll þessi viskipti var haldið sérstakt bókhald og þannig áttu menn ým- ist inni eða skulduðu. Eg komst svolítið í þetta þegar karlinn var um tíma á sjúkrahúsi og lengi eftir það og jafnvel enn þann dag í dag er ég að finna miðasnepla þar sem Óttar kaiipmaður með sonarson sinn og nafim Óttar Asbjömsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.