Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 58

Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ðk£SSUÍiui2 3 Þeir voru stoltir íbúar Snæfells- bæjar síðastliðinn laugardag þegar vígt var nýtt og glæsilegt íþróttahús í Olafsvík. Þetta var sannarlega hátíð- arstund þar sem menn stigu á stokk og lofuðu glæsilegt framtak og þá bjartsýni og einurð sem þarf til að koma í framkvæmd þvílíku mann- virki. Með tilkomu þessarar aðstöðu hafa íþróttaiðkendur eignast aðstöðu eins og hún gerist best á landinu. Reynslan af uppbyggingu sem þess- ari er allstaðar sú sama, gríðarlegur áhugi kemur upp og mikil orka leys- ist úr læðingi og félagsstarf á íþrótta- sviði eflist til mikilla muna. Vígsluathöínin hóst á því að As- björn Óttarsson, forseti bæjarstjóm- ar, bauð íbúa og gesti velkomna. Síð- an fór Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og formaður byggingarnefndar hússins, yfir undirbúning og fram- gang byggingarinnar. Undirbúningur hófst 1996 Það var árið 1996 sem undirbún- ingur að þessu mikla verki hófst. Skipuð var undirbúningsnefnd sem fór í þarfagreiningu og athugun á stærð húss og staðsetningu. Nefndin skilaði tillögum sínum til bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar 6. mars 1997. I framhaldi af því var skipuð dóm- nefhd sem efndi til forvals um hönn- un byggingarinnar í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins, en 32 hönnunarstofur tóku þátt í forvalinu. I ffamhaldi af því voru þrjár stofur valdar til að keppa um hönnun húss- ins og varð arkitektastofan Gláma/Kím fyrir valinu. I júní 1998 var jarðvinna við húsið boðin út og buðu 7 verktakar í þann þátt. Lægst- bjóðandi var Bjarni Vigfusson og var tilboði hans tekið. Fyrrsta skóflustunga hússins var tekin þann 9. ágúst sama ár og framkvæmdu böm úr öllum Snæfellsbæ það verk. Margmenni var við þá athöfn og greinilegt var að mikil tilhlökkun var hjá þeim sem þar vom. Bygging hússins var boðin út í mars 1999 og vom tilboð opnuð 25. mars, fimm aðilar buðu í verkið og var lægsta tdl- boð frá Skipavík h.f. í Stykkishólmi og var samið við þá um verkið. Skipavík hóf síðan ffamkvæmdir í maí 1999. Mikið hús Iþróttahús Snæfellsbæjar er tæp- lega 2400 fermetrar að stærð, í- þróttavöllurinn sjálfur er um 1200 fermetrar, 27 m. á breidd og 45 m. á lengd og innan hans rúmast löglegir keppnisvellir í handbolta, körfu- bolta, blaki og babminton. Sex körf- ur em í salnum og salnum er hægt að skipta í þrennt með tveimur skipti- tjöldum sem sett hafa verið upp. Fjórir sturtuklefar era í húsinu og tvö herbergi fyrir íþróttakennara og dómara. Ahorfendastæðin í salnum em útdraganleg og taka um 450 á- horfendur. Starfsmannaaðstaðan er rúmgóð og björt og inngangurinn einnig. I húsinu em tveir fjölnota salir sem nýttir verða sem kennslu- stofur fyrir gmnnskólana í Snæfells- bæ. Ahaldageymslur em nokkrar í húsinu og em þær stærstu undir á- horfendapöllum og við inngangsdyr í austurenda hússins. Fyrir utan keppnisvellina era í salnum tveir æf- ingavellir fyrir körfubolta, þrír blakvellir, sjö æfingavellir fyrir bad- minton og í salnum er hægt að fara í stangarstökk og fleiri greinar frjálsra íþrótta. Auk þessa em kaðlar og hringir sem hengdir em upp í burð- arbitana. I húsinu hefur verið lögð á- hersla á gott aðgengi fyrir fatlaða og m.a. þá er lyfta milli hæða í húsinu. Stórt skref I lok ræðu sinnar sagði Kristinn bæjarstjóri. “Agætu gestir, það ervon mín að þetta glæsilega mannvirki sem við emm að taka í notkun í dag muni reynast okkur öllum til hags- bóta. Það er ekkert launungarmál að Snæfellsbær er að stíga stórt skref með þessari framkvæmd og djarft er teflt, en við sem emm að stýra Snæ- fellsbæ í dag teljum, að mannvirki eins og þetta glæsilega hús sé einn þáttur af mörgum sem verður að vera til, þannig að blómlegt bæjarfé- lag haldi áfram að vaxa og dafna. Hvað varðar húsið sjálft þ.e. innra og ytra útlit þá tel ég að vel hafi til tek- ist og sú ákvörðun okkar í bygging- amefnd að leyfa arkitekt hússins að vera einráða um lita og efnisval hafi verið rétt því heildarmynd húsins kemur ákaflega vel út. Eg vona að þetta mikla mannvirki verði til þess að efla og styrkja íþrótta og æsku- lýðsstarf í bæjarfélaginu. Ollum þeim er komið hafa að byggingu hússins vil ég þakka samstarfið og því starfsfólki sem ráðið hefur verið til að vinna í húsinu óska ég góðs geng- Mikill fengur Björn Bjarnason menntamálaráð- herra vígði húsið “Það er mikill fengur fyrir hvert bæjarfélag að eign- ast íþróttahús og þetta augnablik er skemmtilegt hjá Snæfellsbæ sem nú er kallaður hástökkvarinn meðal sveitarfélaganna. Eg las það í blöð- um að þessa nafngift hafi sveitarfé- lagið hlotið fyrir góðan árangur við stjóm bæjarfélagsins”. Síðan fór ráð- herra yfir gæði þess starfs sem unnið er í þróttum og rakti í fáum orðum afrek íslensks íþróttafólks að undan- förnu. “Sjálfur veit ég að héðan úr þessu bæjarfélagi hafa komið afreks- menn í íþróttum og sjálfur þekki ég persónulega Þorgrím Þráinsson sem er glæsilegur affeksmaður og góð fyrirmynd vmgs fólks.” Síðan klippti Bjöm á borða sem tvö ungmenni strengsu á milli sín sem tákn um að húsið væri formlega tekið í notkun. Ráðherra óskaði fólki til hamingju með þetta glæsilega hús. Ræktun líkama og sálar Því næst blessaði séra Óskar Ósk- arsson húsið og sagði meðal annars. “Það fer einstaklega vel á því að hér á sömu torfunni skuli þessi tvö glæsi- legu mannvirki standa, kirkjan og í- þróttahúsið. Það undirstrikar nefni- lega það samhengi að rækta líkama og sál”. Eftír að hafa blessað húsið tóku gestir til máls og færðu íbúum Snæfellsbæjar hamingjuóskir og gjafir sem nýtast eiga við starfsemi hússins. Loks kom svo óvænmr glaðningur fyrir börninn þegar full- trúar frá Latabæ mætm í salinn. Oft hefur íþróttalíf í Snæfellsbæ verið öflugt og þar hafa orðið til íþrótta- menn sem virkilega hafa skipað sér í fremstu röð og sú aðstaða sem þarna er boðið upp á mun efla hug og þrótt Séra Oskar Hafsteinn Óskarsson blessaði hitsið. Mytidir: IH / GE ungmenna í Snæfellsbæ til stórra verka á komandi ámm. Hjartanlega til hamingju. IH Heiðursgestir við opnun íþróttahússins Bjöm Bjamason opnaði htísið formlega með viðeigandi hætti

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.