Skessuhorn - 13.12.2001, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001
^ácssunui..
J
Listasafii Borgamess 30 ára
Listaverkagjöf Hallsteins til sýnis
Höfuðmynd af Hallsteini Sveinssyni eftir Ragnar
Kjartanssom frá 1970.
í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá
því að Listasafn Borgarness var sett
á stofn stendur nú yfir sýning í and-
dyri Safnahúss Borgarfjarðar á fá-
einum perlum úr listaverkagjöf
Hallsteins Sveinssonar. Verkin eru
eftir nokkra af okkar ástsælustu
listamönnum og státa þau af sér-
stöku handbragði Hallsteins í
myndarömmunum.
Hallsteinn fæddist 7. júlí 1903 á
Kolsstöðum í Miðdölum, níundi í
röðinni af ellefu systkinum, en árið
1925 flutti hann ásamt foreldrum
sínum í Eskiholt í Borgarhreppi í
Mýrasýslu. Átján árum síðar fór
hann til Reykjavíkur og dvaldi hjá
systur sinni þar til hann keypti Háa-
leitisbraut 45, sem hann nefndi
Uppland. Á árunum 1970 og 1971
varð það að ráði að Hallsteinn flutt-
ist upp í Borgarnes á Dvalarheimili
aldraðra þar, sem þá var nýlega
byggt. Hallsteinn lést 21. nóvember
1995, 92 ára að aldri.
Hallsteinn lagði stund á smíðar,
bæði í Borgarfnði og í Reykjavík,
og var sem allt léki í höndunum á
honum. Hann smíðaði mikið af
römmum fýrir listamenn og ósjald-
an fékk hann málverk í staðinn.
Hann fór að safna málverkum, að-
allega eftir samtímamálara, sem
hann hafði trú á og átti hann orðið
mjög gott safn listaverka eftir
marga okkar þekkmstu og ástsæl-
ustu listamenn þegar hann gaf
Borgarnesbæ safnið. Hafsteinn
Austmann segir í minningarorðum
um Hallstein að hann hafi m.a. ver-
ið hagleiksmaður, rammasmiður og
lífskúnstner: „Hann smíðaði ramma
fyrir flesta málara, sem tóku listina
alvarlega í dentíð og vildi þá oftar
en ekki fá í staðinn myndverk. Æi,
þetta er svo ljótt hjá mér. Þú gemr
látið mig hafa þetta skiterí í staðinn.
Þetta era svo vondar myndir hjá þér
hvort sem er. Þetta var viðkvæðið
og glettnin blikaði í augum gamla
mannsins."
Safn að gjöf
Hallsteinn hafði aðstöðu í kjall-
ara Dvalarheimilis aldraðra í Borg-
arnesi og þar smíðaði hann ramma,
aska, kismr, borð og ýmislegt fleira.
Listin átti allan hans hug; hann var
mikill velunnari Listasafns Borgar-
ness og lét hann sig flest varða sem
vék að listmenningu í héraðinu,
m.a. beitti hann sér fyrir því að láta
steypa Sonatorrek Ásmundar bróð-
ur síns í varanlegt efhi og koma því
upp á Borg á Mýram. Einnig var
hann hjálparhella
nafna síns og frænda,
Hallsteins Sigurðs-
sonar, við að koma
upp verkum eftir
hann í Borgarfirðin-
um.
Listasafn Borgar-
ness var stofnað árið
1971 er Hallsteinn
færði Borgarnes-
hreppi hundrað lista-
verk að gjöf. Bjarni
Bachmann, fyrrver-
andi safnvörður, átti
mestan þátt í því að
Borgarnesbær hlaut
höfðinglega gjöf
Hallsteins. Á haust-
mánuðum 1970 vakn-
aði áhugi Bjarna á að
fá safnið til Borgar-
ness og þegar hann
fann góðan hljóm-
grann að því máli fór
hann á fund Hall-
steins í Reykjavík. Hallsteinn ákvað
af rausn sinni að afhenda Borgar-
nesbæ safnið og þáði þess í stað ó-
keypis uppihald og vinnuaðstöðu á
nýbyggðu Dvalarheimili aldraðra í
Borgamesi, sem hreppsnefnd vildi
veita honum sem lítinn þakklætis-
vott fyrir ómetanlega gjöf. Þetta
var síðan fastmælum bundið 22.
janúar 1971. Þann 19. febrúar fór
formleg afhending fram og 103
listaverkum komið fyrir í Safnahús-
inu í Borgarnesi. Listasafn Borgar-
ness hefur æ síðan verið í stöðugum
vexti. Hallsteinn Sveinsson jók við
safnið á meðan hann lifði með lista-
verkagjöfum og lætur nærri að alls
hafi hann gefið um 200 verk auk
þess sem hann veitti safhinu vegleg-
an fjárstuðning. I tímans rás hafa
fleiri gjafir borist safninu auk þess
sem hreppurinn hefur fjárfest í ein-
stökum verkum og er nú svo komið
að listaverk í eigu Listasafns Borg-
arness era óðum að nálgast sjötta
hundraðið.
Safnahús Borgarfjarðar er til
húsa að Bjarnarbraut 4-6 Borgar-
nesi, og verður sýningin opin á
opnunartíma þess, alla virka daga
frá kl. 13-18 og þriðjudags- og
fimmtudagskvöld til kl. 20. smh
Omenntaðir foreldrar og sælgætisát vænlegt til árangurs!
Niðurstöður úr sálfræðirannsóknum nemenda í FJL4
Fjölbrautaskólinn á Akranesi
Breyting á opnunartíme
'l
<
fígætu viðskiptavinir
Frá og með næstu áramótum
hættum við að hafa
opið síðdegis á
fimmtudögum
á milli
kl. 17 og 18
Um leið óskum við viðskiptavinum okkar gleðilegra
jólahátíðar og farsœldar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að tíða.
BÚNAÐARBANKINN
A K R A N E S I
Nemendur sem taka áfangann
Sálfræði 103 í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands hafa undanfarin ár fengið
það skylduverkefni að gera ýmsar
kannanir meðal samnema sinna. Á
heimasíðu skólans má nú finna
rannsóknaniðurstöður nemend-
anna og segir þar í undirmálsgrein
að þær séu fyrst og fremst birtar til
skemmtunar og að þær beri ekki að
taka sem stórvísindalegar sannanir.
Niðurstöðurnar era mjög athyglis-
verðar.
Sælgæti best í óhófi!
Nemendum var skipt í hópa og á-
kvað einn þeirra að rannsaka hvort
sælgætisát hefði áhrif á námsárang-
ur. Spurningalistinn var lagður fýr-
ir 60 nemendur í skólanum þar sem
spurt var um meðaleinkunnir í
stærðfræði, íslensku, ensku og
dönsku og hversu oft í viku við-
komandi borðaði sælgæti. Niður-
stöðurnar reyndust vera þær að því
oftar sem nemendur borðuðu sæl-
gæti þeim mun betri árangri náðu
þeir í viðkomandi greinum. Best
stóðu þeir nemendur sig sem borð-
uðu sælgæti á hverjum degi en þeir
sem borðuðu það 3-4 sinnum í viku
sýndu yfirleitt lélegastan námsár-
angur.
Skemmtanafiklar og
reykingamenn
Einnig var rannsakað hvort
reykingamenn í skólanum hefðu
lélegra sjálfsálit en þeir sem reyktu
ekki og hvort skemmtanafysn og
iðkun áhugamáls stuðlaði að lægri
einkunnum í skólanum. I ljós kom
að þeir sem reyktu höfðu áberandi
minna sjálfsálit en þeir sem létu
það vera og að skemmtanafíklar og
þeir sem eyddu miklum tíma í sín
áhugamál fá lægri einkunnir í
skóla.
Niðurdregnir
dreifbýlisbúar
Nemendur í sálfræðiáfanganum
komust einnig að því að utanað-
komandi nemendum líður verr í
skólanum en þeim sem eiga lög-
heimili á Akranesi. Gilti þá einu
hvort þau vora stödd innan eða
utan veggja skólans. Krökkum sem
koma ffá Borgarnesi líður best af
öllum utan veggja skólans en Akur-
nesingum líður best af öllum innan
þeirra.
Pabbann firekar í partý
Einum hópnum datt í hug að at-
huga hvort nemendur væra ffekar
mömmubörn eða pabbabörn. Nið-
urstöðurnar urðu þær að bæði
strákar og stelpur spyrja móður sína
frekar um leyfi til einhvers en bæði
kynin vildu frekar hafa pabbann
með í gleðskap en mömmuna! Ann-
ar hópur rannsakaði áhrif sætaraðar
á námsárangur og enn einn rann-
sakaði hvort börn sem ættu há-
skólamenntaða foreldra væra dug-
legri í skóla en þeir sem ættu lítið
menntaða foreldra. I ljós kom að
þeim nemendum sem eiga lítið
menntaða foreldra gengur betur í
skóla.
Lykillinn að góðum
námsárangri
Á heimasíðu skólans segir: "Ef
teknar era saman helstu niðurstöð-
ur varðandi námsárangur er ljóst að
til þess að gulltryggja sig og sinn
námsferil ætti nemandi að borða
nammi daglega, stunda kynlíf
þrisvar í viku (hvorki oftar, né
sjaldnar), sitja í næst fremstu röð
eða 4. röð frá kennara, hafa nám
sem helsta tómstundagaman og for-
eldri má helst ekki hafa lengri
menntun en grannskólapróf."