Skessuhorn - 26.10.2005, Qupperneq 24
*
þjónustu á Vesturlandi
A Vesturlandi eru nærfellt 300
rými fyrir aldraða þegar talin eru
með rýmin á Hólmavík og á Reyk-
hólum. Þjónustan á hverjum stað
fyrir sig er á mismunandi stigum
eftir aðstæðum og staðháttum.
„Tengsl milli aðila á Vesturlandi
sem veita öldrunarþjónusm eru ó-
formleg og í mörgum tilvikum lítil
sem engin. Þannig hggja t.d. ekki á
lausu heildstæðar upplýsingar um
þarfir, ffamboð, þjónustu og aðra
þætti á öldrunarstofnunum. Sama
er raunar að segja um þörfina á
auknum samskiptum ábyrgðaraðila
sem veita öldrunarþjónustu. Þessi
atriði hafa komið upp í umræðum
nokkurra aðila sem fjalla um þessi
málefhi á Vesturlandi og hugmynd
orðið til í framhaldi þess að efna til
fundar þar sem öldrunarþjónusta,
áherslur og viðhorf í nútíð og ff am-
tíð væru rædd með það fyrir augum
að koma á auknum tengslum og
samskiptum stofnana og þjónustu-
aðila á Vesturlandi,“ segir Guðjón
Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA
í samtali við Skessuhorn. Guðjón á
frumkvæði að því að boða til fund-
ar aðila sem tengjast þjónustu við
aldraða í landshlutanum. Fundur-
inn verður á morgun, fimmtudag-
inn 27. október á Hótel Hamri í
Borgarnesi.
Fyrir u.þ.b. ári var Olafur Þór
Gunnarsson, sérffæðingur í öldr-
unarsjúkdómum ráðinn til starfa á
Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöð-
inni á Akranesi en hann starfar jafn-
ffamt á Landspítala, háskólasjúkra-
húsi í Reykjavík. „I kjölfar ráðning-
ar Olafs Þórs hefur verið unnið að
ýmsum áherslubreytingum í starfi
E deildar SHA til samræmis við
ríkjandi viðhorf til þjónustu við
þennan samfélagshóp. Olafur Þór
mtm á fundinum kynna þau viðhorf
sem uppi eru nú varðandi heil-
brigðisþjónustu við aldraða, m.a.
stefnu SHA. Þá mun Vilborg Ing-
ólfsdóttir, nýráðinn deildarstjóri
öldrunarmála í heilbrigðisráðu-
neytinu fjalla um stefnu og áherslur
stjórnvalda í málefnum aldraðra og
taka þátt í umræðum,“ segir Guð-
jón Brjánsson.
MM
Rjúpnaveiðin hefur gengið vel undanfama daga og margir lagt leiS sína á fjöll.
Rjúpan hefur víSa veriS berskjölduS á auSrijörS og sjálf er húnfarin aS lýsast mikiS.
A myndinni eru Rúnar Vilhjálmsson og Gre'tar N. SkatphéSinsson efiir veiSiferS um
liSna helgi. Ljósm: Amar.
Samráðsfundur um öldrunar-
Vilja kaupa Katanesland
Hreppsnefhd Hvalfjarðarstrand-
arhrepps hefur engin svör fengið
ffá fjármálaráðuneytinu vegna á-
huga nefndarinnar á kaupum á
Kataneslandi í Hvalfirði. Landið,
sem er um 230 hektarar að stærð,
eignaðist ríkið á sínum tíma þegar
hugmyndir komu upp um hugsan-
lega byggingu rafskautaverksmiðju
á landinu. Hallffeður Vilhjámsson
oddviti segir áhuga hreppsins koma
til vegna þess að eðlilegt sé að
skipulagsmál á svæðinu komist á
eina hendi. Hann vill engu spá um
hugsanlegt verðmæti landsins.
Fjármálaráðuneytinu var ritað bréf
í ágúst þar sem vilja hreppsins var
lýst. Þar sem engin viðbrögð hafa
borist fól hreppsnefndin oddvita
fyrir skömmu að ítreka bréfið. HJ
Vinna við stækkun leik-
skóla í fuilum gangi
Starfsmenn Trésmiðju Guð-
mundar Friðrikssonar vinna um
þessar mundir hörðum höndum við
stækkun leikskólans Sólvalla í
Grundarfirði. Viðbyggingin er 170
fermetrar að stærð og mun gjör-
bylta aðstöðu í leikskólanum.
Einnig verða gerðar breytingar á
eldri byggingu skólans. Fyrsta
skóflustunga var tekin í byrjun á-
gúst og stefht er að því að ffam-
kvæmdum ljúki í júní á næsta ári.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
föstudaginn en þá var stóð steypu-
vinna yfir.
HJ
mngiir ag, gleði að Jtfátel Jtfamrv
9 rétta jólamatseðill 18., 25., 26. nóv, 2., 3., 9., 10., 16. og 17. des.
Forréttir:
Kryddlegnar rjúpur með marineruðum gráfíkjum og peru.
Bláberjagrafinn lax með hunangskexi og ristuðum furuhnetum.
Jarðarberja- og mintusorbet.
'Verð hr. 5.500 á
crmami
Aðalréttir, val um einn aðalrétt:
Andabringa með hindberjagljáa, kanillegnum kartöflum og
púrtvínslagðri hindberjasoðsósu.
Smjörsteikt smálúða með pistasíum og rósapipar, borinfram með
maker kartöflum og kampavínslagaðri saffransósu.
Lambahryggjarvöðvi með rósmarin engifer, borin fram með
rauðlaukssultu og kartöflu-sveppa “sauté”.
Eftirréttahlaðborð:
Riz a l’amande, alvöru súkkulaðiterta með hindberjasósu, berjaterta,
kransakökutoppar, ávaxtafoss með vanillukremi.
Efþú vilt leggja þig eftir
matinnfœrðu gistingu,
kvöldverð og morgunverð
á kr. 9.900 á mann.
Borðapantanir í síma
433 6600 eða í tölvupósti
hamar@icehotels. is
H ó tel Hamar - Borgarnesi - sími 433 66 - h a m a r @ icehotels.is