Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Page 10

Skessuhorn - 02.11.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 ^áusunuú’ Hugsum um aldraða en ekki fyrir þá „Bætt þjónusta við aldraða á Vesturlandi mun ekki kosta stór- aukningu í krónum talið, til lengri tíma litið, en hún mun hins vegar kosta stóra hugarfarsbreytingu. Hætt verði byggingu hjúkrunar- rýma en þess í stað verði byggðar þjónustuíbúðir þar sem því verður við komið,“ þetta sagði Ólafur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í öldr- unarlækningum m.a. í erindi sem hann hélt á ráðstefnu sem hags- munaaðilar og stjórnendur í heil- brigðisþjónustu héldu á Hótel Hamri við Borgarnes í síðustu viku. A ráðstefnunni var rætt um öldrunarþjónustu á Vesturlandi, þróun hennar og umbætur í þágu skjólstæðinga. Ólafur var fyrir nokkru ráðinn til starfa við Sjúkra- húsið og heilsugæslustöðina á Akranesi. I kjölfar ráðningar hans hefur verið unnið að ýmsum á- herslubreytingum í starfi SHA. Öldruðum fjölgar hratt I erindi Ólafs Þórs kom ffam að öldruðum fjölgar mjög hratt á landinu og um síðustu áramót voru 10,6% þjóðarinnar 67 ára og eldri og 3,1% þjóðarinnar 80 ára eða eldri. A tíu árum hefur lands- mönnum 67 ára og eldri fjölgað um 19,5% og 80 ára og eldri hefúr fjölgað um 28,7%. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað um 9,9%. Samkvæmt mannfjölda- spá er gert ráð fyrir að 15% þjóð- arinnar verði eldri en 67 ára og eldri árið 2025 og á sama tíma er því spáð að heilsufar aldraðra fari batnandi og því muni að sögn Olafs Þórs þörf fyrir önnur úrræði en að stofnanir vaxi. A Vesturlandi hefur íbúum á svæðinu frá Hvalfjarðarströnd í suðri, að Reykhólum í vestri og Strandasýslu í norðri fjölgað um tæplega 1% á síðastliðnum 10 árum. A sama tíma hefur íbúum 67 ára og eldri fjölgað um 12% en í- búum 80 ára og eldri hefur fækkað um tæp 5%. I dag eru 273 rými fyrir aldraða á Vesturlandi, af þeim eru 102 vist- eða dvalarrými en 171 hjúkrunarrými og eru þessi rými að mestu setin. 5ORGARBY0GE Nýr leikskóli í Borgarnesi Borgarbyggö auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum á nýjan leikskóla í Borgarnesi Borgarbyggó hyggst opna nýjan tveggja til þriggja deilda leikskóla í Borgarnesi á næsta ári. Fyrst um sinn verbur starfrækt ein deild, fyrir 2ja til 3ja ára börn, í bráðabirgöahúsnæbi á meðan nýtt húsnæði leikskólans er í hönnun og byggingu. Deildin verður opnuð í janúar 2006 og áformað er að nýtt húsnæði verbi tekið í notkun um ári sföar. Leikskólastjóri Borgarbyggb auglýsir eftir leikskólastjóra í fullt starf frá og meb 1. janúar 2006. Mebal verkefna fyrsta árib er ab taka þátt í undirbúningi og hönnun húsnæbis og innra starfs hins nýja leikskóla, auk þess ab stjórna leikskóladeild í brábabirgbahúsnæbi. Menntunar- og hæfniskröfur leikskólastjóra: * Leikskólakennaramenntun * Hæfni og reynsla í stjórnun * Færni í mannlegum samskiptum * Sjálfstæb vinnubrögb * Skipulagshæfni, frumkvæbi, áhugi og metnabur í starfi Leikskólakennarar Borgarbyggb auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa frá og meb 1. janúar 2006. Fáist ekki leikskólakennarar til starfa kemur til greina ab rába starfsmenn meb abra uppeldismenntun og/eba reynslu. Menntunarkröfur leikskólakennara: * Leikskólakennaramenntun * Reynsla af uppeldis- og/eba kennslustörfum meb börnum * Færni í mannlegum samskiptum * Skipulagshæfni, nákvæmni, áreibanleiki og frumkvæbi í starfi í samræmi vib jafnréttisstefnu Borgarbyggbar eru jafnt karlar sem konur hvött til ab sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Asthildur Magnúsdóttir, forstöbumabur fræbslu- og menningarsvibs, í síma 437-1224 eba í tölvupósti; asthildur@borgarbyggd.is Ólafur Þór Gunnarsson. Þjónustan víðast góð á Vesturlandi I erindi Olafs Þórs kom fram að í dag sé víðast á Vesturlandi boðið upp á heimahjúkrun á dagvinnu- tíma en hvergi er í boði regluleg kvöld- og helgarþjónusta heima- hjúkrunar. Þá er víða boðin félags- þjónustu um helgar og sjúkraþjálf- un er víða í boði en þó án sérstakr- ar áherslu á þarfir aldraðra. Að- gangur íbúa Vesturlands að pláss- um fyrir aldraða er betri en víða annars staðar. Sem dæmi má nefna að 68 ára íbúi á Vesturlandi á jafn góða möguleika á stofnanavist og 80 ára Kópavogsbúi. Þrátt fyrir að þjónustan við aldr- aða á Vesturlandi á stofnunum sé góð að mati Olafs er hún of stofn- anamiðuð. Það sé trúlega vegna þess að landshlutinn er stór og byggð dreifð. Því verði tilhneig- ingin frekar sú að veita þjónustu á stofhunum en á heimilum íbúa. Einnig nefndi hann sem mögulega skýringu að lífeyrir margra væri ekki hærri en svo að hann dygði ekki fyrir framfærslu fólks á heim- ilum sínum og því sæktu íbúar í þjónustu stofnana. Einnig ráði ef- laust nokkru óöryggi fólks við að búa afskekkt á efri árum. Þá varp- aði hann einnig frarn þeirri spurn- ingu hvort tekjustofnar sveitarfé- laga dygðu ekki til að veita íbúum lögbundna þjónustu og því horfðu sveitarfélög frekar til þjónstu stofnana. Aukin áhersla á endurhæfingu I heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er hins vegar lögð aukin á- hersla á endurhæfíngu og heima- hjúkrun auk annarrar þjónustu í heimahúsum. Markmið þeirrar á- ætlunar er að um 7 5 % landsmanna 80 ára og eldri búi í heimahúsum en hlutfallið var 64% árið 1996. Hvert hjúkrunarrými kostar í byggingu um 12 milljónir króna og árlegur kostnaður við það er á bil- inu 4,7 - 12 milljónir króna á ári. Ólafur telur hins vegar að aldraðir vilji búa sem lengst að sínu og vilji því eiga kost á þjónustu í eða sem næst við heimabyggð. Stofnana- þjónusta verði þó kostur þegar þess er þörf en án óhóflegs biðtíma eins og hann komst að orði. Stórefla ber heimahjúkrun Því telur Ólafur Þór þörf á stór- eflingu heimahjúkrunar á svæðinu og auka þurfi samþættingu í starfi heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Þá þurfi að fjölga möguleikum aldraðra til endurhæf- ingar. Ólafur vill hins vegar að hætt verði byggingu hjúkrunarrýma en þess í stað verði byggðar þjónustuíbúðir þar sem þeirra er þörf. Einnig að boðið verði einbýli á stofnunum. Rétt sé því að flytja stöðugildi frá hjúkrunar- og dvalarheimilum yfir í heimahjúkrun og dag- vistun og að heilsugæsla og þjónusta göngudeilda fyrir aldraða verði efld. Því þurfi meðal annars að auka samstarf stofn- ana og sveitarstjórna á Vesturlandi í málefnum aldraðra. Til þess að þessar breytingar nái fram að ganga vill Ólafur að verkefni eins og heilsu- gæsla og öldrunarþjónusta verði flutt til sveitarfélaganna ásamt við- unandi tekjustofnum. Þá verði aukin samvinna sveitarfélaga og minnkað það sem hann kallar of- uráhersla á fagþjónustu. Hugsa þurfi fyrst um fólkið en ekki fyrir fólkið. Þessar breytingar telur Ó- lafur ekki kosta stóraukningu í krónum talið til lengri tíma litið en mikillar hugarfarsbreytingar sé hins vegar þörf. Störfum muni ekki fækka í kjölfarið í heimabyggð aldraðra en þau muni breytast. Heilsufar aldraðra muni batna al- mennt og því gefist kostur á að njóta lengur reynslu þeirra, þekk- ingar og visku. Þannig takist að bæta samfélagið í heild. A ráðstefnunni á Hótel Hamri flutti Vilborg Ingólfsdóttir deild- arstjóri öldrunarmála í heilbrigðis- ráðuneytinu erindi og fjallaði hún um stefnur og áherslur stjórnvalda í málefnum aldraðra. Að loknum erindum framsögumanna urðu nokkrar umræður um málefni aldraðra á Vesturlandi enda var fjöldi fólks mættur sem starfar að þessum málum í landshlutanum. HJ Yggdrasill og Eivör á Hamri Aðrir tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar á yfirstandandi starfsári verða haldnir á Hótel Hamri föstudagsdvöldið 4. nóv- ember nk. og hefjast þeir klukkan 21. Að þessu sinni er það færeyska hljómsveitin Yggdrasill sem sækir Borgfirðinga heim. Hljómsveitin, sem var stofnuð árið 1980, flytur svokallaða heimstónlist og lagaval- ið er blanda af tónsmíðum Kristi- ans Blak, stofnanda hljómsveitar- innar, og þjóðlegri tónlist frá lönd- um sem liggja að Norður-Atlants- hafi. Nefna má færeyskar ballöður, sálma og rímur, Inuitalög og tón- list frá Hjaltlandseyjum. Jafnframt gætir sterkra djassáhrifa í tónlist Yggdrasils. Hljómsveitina skipa þeir Kristi- an Blak, píanó, Villu Veski, saxó- fónn, Heðin Ziska Davidsen, gítar, Mikael Blak, bassi, Brandur Jacob- sen, trommur og söngkonan Eivör Pálsdóttir sem Islendingum er að góðu kunn. Hljómsveitin Yggdrasill hefur haldið tónleika í mörgum löndum og leikið inn á fjölmarga geisla- diska. Kristian Blak hefur meðal annars samið 9 stærri verk í svítu- formi fyrir hljóm- sveitina, m.a. við ljóð eftir færeyska rithöf- undinn William Heinesen og undir á- hrifum frá klippi- myndum hans. Jafn- framt hefur hann samið verk sem sér- staklega eru ætluð til flutnings utandyra og þar leikur færeysk náttúra stórt hlut- verk. A næsta ári mun hljómsveitin koma fram á tónleik- um víða um heim. Það er stjórn Tón- listarfélags Borgar- fjarðar sérstök á- nægja að kynna nú til sögunnar nýjan tón- leikastað en það er stefna félagsins að halda tónleika sem víðast í hér- aði. Allir eru velkomnir á tónleik- ana á Hótel Hamri. Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir utanfélags- menn en 1000 krónur fyrir börn og eldri borgara. Argjald Tónlist- arfélags Borgarfjarðar er 4500 krónur og veitir það aðgang fyrir tvo að öllum tónleikum á starfsár- inu. A aðventutónleikum félagsins þann 26. nóvember nk. syngur Operukór Hafnarfjarðar undir stjórn Elínar Oskar Oskarsdóttur og verða þeir haldnir í Reykholts- kirkju að vanda. ('fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.