Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Page 13

Skessuhorn - 02.11.2005, Page 13
aíŒSSlijflöíM MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 13 Asmundur ogjónína með málverkið. Ljósm: Baldur Magnússon. X" Asmundur kvaddur Stjóm Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi bauð nýverið íbúum og starfsmönnum til samsætis til heið- urs Asmundi Olafssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Höfða og Jón- ínu Ingólfsdóttur konu hans. Sig- ríður Gróa Kristjánsdóttir, formað- ur stjórnar Höfða ávarpaði As- mund og þakkaði honum vel unnin og farsæl störf í 24 ár. Þá færði hún honum að gjöf ffá Höfða málverk af Innsta-Vogi, en fjölskylda As- mundar átti Innsta-Vog í áratugi. Þá færði Asmundur Höfða að gjöf mynd af móður sinni, Ólínu Asu Þórðardóttur og Svövu Finsen á unglingsárum en Olína Asa er elstí íbúi Höfða, tæplega 98 ára gömul. Guðjón Guðmundsson ffamkvæmdastjóri Höfða þakkaði Ásmundi fyrir lipurð við fram- kvæmdastjóraskiptín og hve góðu búi hann skilar. Nokkrir íbúar Höfða tóku tíl máls og þökkuðu Asmundi góð kynni. Þau voru Elín Frímanns- dóttir, Eggert B.Sigurðsson, Skúli Þórðarson og Stefán Bjarnason. Þá var flutt ávarp frá Valgarði L. Jóns- syni. Flutt var tónlistaratriði undir stjórn Patrycju B.S.Mochola tón- listarkennara, sem starfaði á Höfða í sumar. Boðið var upp á veitingar sem Bjarni Þór Olafsson bryti og hans fólk hafði útbúið af alkunnri snilld. I þessu kveðjuhófi kom glöggt ffam sá mikli hlýhugur sem fólkið á Höfða ber tíl Asmundar Olafssonar. MM Sigfusarhátíð Halldórssonar í bígerð á Reykhólum Mennta- og menningarmála- nefnd Reykhólahrepps hefur tíl skoðunar að efna á sumardaginn fyrsta á næsta ári til „Sigfúsarhá- tíðar“ en þá verða 10 ár liðin frá andláti Sigfúsar Halldórssonar tónskálds. Það var Einar Orn Thorlacius sveitarstjóri sem lagði þetta til við nefndina. I flestra huga tengist Sigfús frekar þéttbýl- inu við Faxaflóa en Reykhólum en staðreyndin er sú að á Reykhólum samdi Sigfús sína þekktustu perlu, Litlu fluguna og það sem meira er; ljóðið við það lag var einnig samið á Reykhólum. Að sögn Einars Arnar sóttí Sig- fús nokkuð til Reykhóla og dvaldi þar oft hjá vini sínum Sigurði Elí- assyni sem var forstöðumaður til- raunastöðvarinnar á Reykhólum. I æviminningum Sigurðar segir frá því er lagið um fluguna litlu varð til. Sigfús tók bók úr hillu og féll þá miði úr henni. Sigfús gerði sig líklegan tíl þess að lesa það sem á miðanum stóð en Sigurður bann- aði honum það. I blóra við bann Sigurðar las Fúsi á miðann og þar var kvæðið um litlu fluguna, sem Sigurður hafði ort. Sigfúsi leist mjög á kvæðið og vildi gera við það lag. Sigurður sagði honum það heimilt með því skilyrði að honum tækist það á innan við tíu mínútum. Tónskáldið settist við píanó Sigurðar og átta mínútum síðar var lagið sem allir landsmenn kunna tilbúið. I íbúðarhúsi Sigurðar er nú rek- ið gistiheimilið Álftaland og þar er píanóið góða sem lagið var samið á. I ljósi þessara staðreynda segir Einar Orn hugmyndina að hátíð- inni hafa kviknað. Skipulagning er þegar hafin og fljótlega kemur í ljós hvort af hátíðinni verður. HJ 8 liða úrslit Hópbílakeppninnar SVcaWo9t'r('or vs. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi AUGLÝSING UM STARFSLEYFISTILLÖGUR FYRIR OLÍUBIRGÐASTÖÐVAR OLÍUDREIFINGAR EHF. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir, auglýsir Umhverfisstofnun starfsleyfistillögur fyrir olíubirgðastöðvar Olíudreifingar ehf. í Hvalfirði og á Flatey. Tillögumar liggja frammi til kynningar á afgreiðslutíma hjá viðkomandi bæjarskrifstofum; Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hlöðum, 301 Akranesi og Reykhólahreppur, Álfheimum, 380 Reykhólahreppi, á tímabilinu frá 4. nóvember til 30. desember 2005. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögumar skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 30. desember 2005. Einnig má nálgast starfsleyfistillögurnar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, http://www.ust.is Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Umh verfisstofnun \___________________________________________________________________________) UST AUGLÝSING UM STARFSLEYFISTILLÖGUR FYRIR OLÍUBIRGÐASTÖÐ OLÍUDREIFINGAR EHF. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir, auglýsir Umhverfisstofnun starfsleyfistillögur fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á eftirtöldum stöðum. Tillögumar liggja frammi til kynningar á afgreiðslutíma í skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga, á tímabilinu frá 2. nóvember til 28. desember 2005. Stykkishólmur, Ráðhúsinu Hafnargötu 3,340 Stykkishólmi Grundarfjörður, Grundargötu 30,350 Grundarfjörður Olafsvík, Snœfellsási 2, 360 Hellissandur Akranes, Stillholti 16-18,300 Akranesi Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögumar skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 28. desember 2005. Einnig má nálgast starfsleyfistillögurnar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, http://www.ust.is Umhverfisstofnun I U S T Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík \_________________________________________________________________________________) Ljósmyndasýning Islandsbanka að Höfða X X I tilefni af Vökudögum þá býður Islandsbanki upp á Ijósmyndasýningu að Höfða, dvalarheimili aldraðra. Um er að ræða hluta af Hinni árlegu Ijósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Islands MyND ARSINS sem var haldin í Gerðarsafni fyrr d þessu dri. Blaðaljósmyndarar spegla samfélagið og atburði líðandi stundar í myndum sínum. Þær eiga það sammerkt að flytja tíðindi og ef vel tekst til er enginn miðill áhrifameiri en Ijósmyndin. Opnunartími 15-18 virkadagaog 13-18 um helgina. fSLANDSBANKI 1QO%

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.