Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 1
' ’ Virka daga 10-19 §§ Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 *nettð alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTSJRLANDI 47. tbl. 8. árg. 30. nóvember 2005 - Kr. 300 í lausasölu Akveða 300 sæta stækkun stúkunnar Bæjarráð Akraness hefur samþykkt heimild til að stækka áhorfendastúku í- þróttavallarins á Jaðarsbökkum. Eftir stækkun mun stúkan taka eitt þústmd á- horfendur en áður var þar rými fyrir 700 á- horfendur. Bæjarráð veitti ffamkvæmda- nefhd íþróttamannvirkja heimild til þess að leita til hönnuða um útfærslu á stúkunni og leggja síðan fyrir bæjarráð tillögu að út- færslu og kostnaðaráætlun á stækkuninni. Að sögn Guðna Tryggvasonar, sem sæti á í framkvæmdanefhdinni, er stækkunin komin dl vegna aukinna krafha ffá Knatt- spymusambandi Evrópu. HJ Lýsir von- brigðum með frágang lóða Þorvaldur T. Jónsson bæjarfull- trúi Framsóknar- flokksins í Borgar- byggð lét á síðasta fundi bæjarstjórnar bóka vonbrigði sín með frágang lóða í sveitarfélaginu. Sem kunnugt er hefur nokkur um- ræða farið ffam um málið meðal annars í Skessuhomi. Bókun Þorvaldar er svohljóðandi: „Undirritaður lýsir yfir vonbrigðum sínum með að svo virðist sem ekki verði staðið við ffam- kvæmdaáædun ársins hvað varðar ff ágang á götum og malbikun t.d. á Kvíaholti og plani við Oðal. Þá er og ljóst að ffam- kvæmdir við gatnagerð era ekki í samræmi við effirspum og úthlutanir lóða. Skoða þarf verklag sveitarfélagsins og samninga við verktaka með það að markmiði að styðja við uppbyggingu í Borgarbyggð.“ HJ ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Sííastliiinn föstudag héldu útskriftamemar FVA d haustönn upp á útskrift sína meé hefðbundinni dimmiteringu. Að venju var nemendum og starfsfólki skólans boiií uppá skemmtidagskrá sem samanstóð mestmegnis af því að gert var grín að nemetidum og kennurum. Þemað að þessu sinni var 9. áratugurinn og voru útskriftamemar klæddir líkt og alsiða var um það leyti sem þeir voru að koma í heimmn. Að dimmijóninu loknu héldu nemamir til Reykjavíkur þar sem þeir skemmtu sér frameftir degi eða þar til að haldið var á Skagann á ný. Lauk deginum með dansleik á Breiðinni þar sem bljómsveitin Nýdönsk, ásamt DjElínu, lékfyrir dansi. ÞGB/ Ljósm. BG Múlavirkjun tekin í notkun Eigendur virkjunarinnar við túrbínumar. Frá vinstri eru Bjarni Einarsson, Eggert Kjartansson og Astþór Jóhannsson. Vatnasvæði Straumfjarðarár hefur af og til verið ofarlega í hugum manna með það fyrir augum að nýta það vatn sem þar rennur til raforkuframleiðslu. Nokkrir athafhamenn hafa nú látið þann draum rætast en það var athafhamaðurinn Bjarni Ein- arsson á Tröðum sem reið á vað- ið. Hann fékk síðan til liðs við sig þá Ástþór Jóhannsson í Dal og Eggert Kjartansson bónda á Hofsstöðum. Þremenningarnir hafa undanfarin þrjú ár staðið fyrir undirbúningi, leyfisveiting- um, mannvirkjagerð og ffágangi og er nú virkjunin tilbúin og samningar verið gerðir um sölu raforkunnar til Hitaveitu Suður- nesja sem sér um endursölu hennar. Síðastliðinn fimmtudag var Múlavirkjun vígð. Það var Ellert Eiríksson stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja sem ræsti vélarnar. I virkjuninni em tvær túrbínur sem geta framleitt allt að 3,2 megavött en samið er við HS um kaup á 2 megavöttum rafmagns að jafnaði. Stýring virkjunarinnar fer fram frá Svartsengi. Virkjunarstíflan er í Straumfjarðará rétt neðan við úrrennslið úr Baulárvallavatni og er fallhæð vatnsins 82 metrar. Hraunsfjarðarvatn, sem er rétt vestan Baulárvallavams er nýtt sem miðlunarlón. „Þetta hefur verið erfitt verk- efni bæði við undirbúninginn og síðan á framkvæmdatímabilinu, en ánægjulegt er að koma að verkefhi þar sem er verið að búa til vermæti á landsbyggðinni, fjármagnað af banka á svæðinu, en Sparisjóður Mýrasýslu fjár- magnaði verkið,“ sagði Eggert Kjartansson í samtali við Skessu- horn. MM ^Léttreyktur lambahryggurl Rauðvíns lambalæri Samkaup |u.r\/cil Egils jólaöl 0.5L Smákökur 280g Mackintosh 1,2kg Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavik • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 1 ,-4.des.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.