Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 Full metnaðar og bjartsýn á framtíð verslana á Akranesi Rætt við Huga og Elsu eigendur verslunarinnar Ozone sem nú flyst í nýtt hús Hugi Harðarson og Elsa Bjöms- dóttir hafa rekið sportvömverslun á Akranesi í 17 ár. Annan des. nk. munu þau flytja verslun sína Ozone um set og opna stærri og glæsilegri verslun að Kirkjubraut 20 á neðstu hæð nýs fjögurra hæða húss sem þar er risið. Miklar sviítingar hafa átt sér stað á þeim 17 ámm síðan Hugi og Elsa hófu verslunarreksmr, bæði í verslunarrekstri á Akranesi sem og á landinu öllu. Blaðamaðvu- Skessu- homs tók þau hjónakorn tali og ræddi við þau um verslunarreksmr- inn, fjölskylduna og framtíðina. jafnfætis þeim,“ segir Hugi um samninginn við NTC. „Dótaúrval- ið mun einnig aukast því nýja búð- in verður stærri. Við emm komin í samstarfi við Leikbæ og Dótabúð- ina og því er samræmi í verlagningu hjá okkur og þeim,“ bætir Elsa við. Fj ölskyldufyrirtæki Það var haustið 1988 sem Huga og Elsu býðst að kaupa sportvöra- verslunina Óðinn. Hugi hafði alla tíð verið tengdur íþrótmm og því sé vel við hæfi að fylgja því áhugamáli eftir á þennan hátt. Smtt var á milli unin hefur hreinlega alltaf verið sem hluti af fjölskyldunni enda börnin alin upp við þetta,“ segir Elsa og bætir við; „við komumst lít- ið í burm, maður er rosalega bund- inn búðinni, sem er erfitt sérstak- lega með lítil börn, en allt hefur þetta reddast, þökk sé góðri aðstoð við pössun í gegnum árin,“ segir hún og brosir. Hugi segir einnig að þau hafi alltaf verið mjög heppin með starfsfólk. „Við höfum aldrei þurft að auglýsa efrir fólki og höf- um ætíð fengið til okkar mjög gott fólk. I dag em hjá okkur alveg frá- Hugi og Elsa fyrir framan nýju búSina á Kirkjubrautinni. Eins og sjá má er mikið eftir ífrágangi lóöarinnar þó stutt sé í opnun nýrrar og mun starri verslunar. Nýtt og glæsilegt húsnæði I mörg horn er að líta hjá starfs- fólki Ozone þessar vikurnar. Hver einasta stund er nýtt í að raða, taka upp vömr, pakka niður þar sem flutningar fara í hönd og verð- merkja. Föstudaginn 2. desember, mun Ozone opna stóra og glæsilega verslun í næsta húsi við núverandi verslun á Kirkjubrautinni. „Nú emm við komin í samstarf við versl- unarkeðjuna NTC undir nafrú gall- erí 17 og fleiri verslana með galler- íbúð. En sérstaða okkar mun verða sú að við gemm valið það flottasta frá öllum aðilum. Verðlag er ná- kvæmlega það sama og hjá hinum búðunum þar sem við stöndum nú stórra smnda þetta haust því mán- uði eftir að þau tóku við versluninni eignuðust þau sitt fyrsta barn, Dag- nýju. Tveimur ámm seinna fæðist svo Bjöm. Arið 1995 söðluðu þau um og flutm reksturinn í nýuppgert húsnæði handan gömnnar og breyttu í leiðinni nafhi búðarinnar í Ozone. Um svipað leiti fæddist þeim yngsta barnið, hún Sara Yr. Elsa segir að lítill tími hafi gefist til að dúlla heima með börnunum. „Bömin hafa hreinlega alist upp hér í búðinni, sváfu meira að segja í vagninum héma fyrir utan búðina. Oft er lítill tími eftir fyrir börnin og fjölskylduna eins og gengur hjá versltmarfólki, þá sérstaklega á á- lagstímum eins og fyrir jól. Versl- bærar konur.“ Verslunarrekstur í 17 ár Miklar breitingar hafa átt sér stað í verslunargeiranum ekki bara á Akranesi heldur um land allt. „Við erum orðin ein elsm sjálfstæðu sportvöruverslunareigendurnir á landinu í dag. Þessi tími hefur alls ekki verið auðveldur, reksmrinn hefur gengið svona upp og niður í gegnum árin. Margir sjálfstæðir verslunareigengur hafa dottið úr lestinni og eftir standa stærri keðj- ur. Við höfum upplifað miklar breytingar og búum að mikilli reynslu,“ segir Hugi. Elsa segir að þau hafi alla tíð lagt allt sitt í versl- unina, séu með memað fyrir að Huga Haröarson handsalar hér samning viö Svövu Johansen (Svövu í 17) og Maríu Siguröardóttur, fjármálastjóra NTC viö undirskrift samstarfssamnings viö NTC um ojmum gallerí verslunar á Akranesi. gera allt vel. „Við emm alltaf með augun opin fyrir tískusveiflum, hér sem og erlendis, og þannig höldum við okkur í takt við tímann," bætir Elsa við. „Ef að haustvörarnar era komnar þá fara sumarvömrnar á til- boð eða ofaní kassa og seinna á út- sölumarkað. Við höfum alla tíð haft einungis nýjar vömr til sölu í búð- inni og er Elsa sérstaklega ströng á því,“ segir Hugi og brosir til konu sinnar. Bjartsýn um framtíð verslana á Akranesi Að kaupa nýtt og stórt verslunar- húsnæði er mikil fjárfesting sem fylgir þónokkur áhætta. Segjast þau hjónakorn þó hvergi bangin og ætla sér að halda ótrauð áffam rekstri Ozone af fullum krafti. „Það er alls ekki gott þegar verslanir á Akranesi leggjast af og því gleðiefni þegar nýjar opna og gamlar bæta sig,“ segir Hugi um þær breytingar sem hafa átt sér stað í verslunarrekstri á Akranesi síðari árin, en verslunum hefur fækkað um 20 síðan Hval- farðargöng opnuðu, en aðrar kom- ið að hluta til í staðinn. „Einhverjir töldu að ég hafi orðið kámr þegar hin sportvömverslunin lagðist af, en það er langt ffá því. Samkeppni milli heimaverslana er af hinu góða. Þá getur fólk farið á milli þeirra og borið saman, vöm og verð. Þegar einungis ein verslun þjónar ákveð- inni vöm er hætta á að samkeppnin flytjist til Reykjavíkur og oft fólkið með,“ bætir hann við. Varðandi framtíðina segjast þau hjón vera bjartsýn. „Eg tel allt vera á uppleið hérna og emm við því bjartsýn.11 Þarf að hlúa að gamla miðbænum Hugi bendir á það að fallegur miðbær er lykilatriði í hverjum bæ eða borg. „Mér finnst að Akranes- kaupstaður hafi alveg gleymt að sinna gamla miðbænum. Uppbygg- ing hér er lítil sem engin. Fallegur miðbær, með trjám, bekkjum, fal- legum húsum og ljósastauram, eitt- hvað sem brýtur upp umhverfið og gerir það fallegt og aðlaðandi, er afar mikilvægt. Það er ekki gaman að ganga um miðbæ og skoða ef það er ekkert að sjá nema umhverfi sem ekki hefur verið hlúð að lengi. Þá nýmr þess enginn að eyða þar tíma, sötra kaffi á kaffihúsi eða skoða í búðir. Miðbæinn okkar og þeirri menningu sem honum þyrfd að tengjast þarf bókstaflega að byggja upp ffá grurmi hér á Akranesi. Þá fyrst, samhliða því, mtm allt annað eflast. Eg tel þessa nýju byggingu með verslunarmiðstöð af hinu góða og vona að uppbyggingin haldi á- ffam í framhaldi af því,“ segir Hugi að lokum. BG I PISTILL GISLA Leitin að iðnaðarmanninum Starf mitt sem fféttamaður byggist ekki hvað síst upp á því að ná í fólk enda væri lítið um fréttir án fólks. Fólkslausar fréttir ganga einhvernveginn, allavega ekki eintómar. Eg tel mig hafa náð allgóðum árangri í því verkefni með hæfilegum skammti af ósvífni. Ég hef ekki vílað fyrir mér að vekja ráð- herra og elta mektarmenn uppi í veislum ef það hefur þjónað málstaðnum í það og það skipt- ið. Ég tek þó fram að ég læt menn vera í jarðaförum. Alla- vega þeirra eigin. Yfirleitt gefst ég ekki upp ef ég ætla mér að ná í einhvern hvort sem honum sjálfum líkar betur eða verr. Ég nefni sem dæmi að eitt sinn þurfti ég að ná heimsþekktum gítarglamrara sem staddur var við laxveiðar norður í landi. Honum líkaði verr og hótaði mér limlestingum á útlensku sem ég skildi hvort eð er ekki almennilega. Ég náði hinsvegar í hann eins og til var ætlast. Ég taldi mig því býsna góðan í þessu fagi og var nokkuð drjúgur með mig vegna þess að þeir voru ekki margir sem ég hafði ekki náð í. Það breyttist aftur á móti núna á haustdögum og ég glataði um það bil fimm- tíu prósentum af mínu sjálfsáliti á skömmum tíma vegna þess að mér brást algjörlega bogalistin. Ég þurffi nefnilega að ná í iðn- aðarmann. Ég segi mér það þó til málsbóta að sennilega er varla nokkur hlutur í allri ver- öldinni í dag erfiðara að öðlast en iðnaðarmaður. Ég vil þó á þessum tíma- punkti, til að forðast misskiln- ing, taka það skýrt fram fyrir þá fáu sem ekki vita að ég er vissu- lega völundur á járn og tré og bjór sem eru helstu efni sem iðnaðarmenn þurfa að með- höndla í sínu starfi. Aftur á móti er ég afleitur málari, öm- urlegur pípari og alónýtur raf- virki. Iðnaðarmenn eru vandfund- inn munaður en það er ekki vegna þess að þeir séu latir til minnu. Verkefnin eru einfald- lega of mörg og iðnaðarmenn- irnir of fáir. Fyrir vikið þurfa viðskiptavinir að ganga ansi langt til að fá iðnaðarmenn í heimsókn. Ég hef jafnvel frétt af konum sem í örvæntingu sinni hafa reynt að bjóða iðnað- armönnum blíðu sína vegna þess að ekki hefur dugað að bjóða þeim peninga. Þetta er sorglegur veruleiki en svona er samt Island í dag. Það ætti að vera hægt að leysa þetta vandamál á tiltölu- lega stuttum tíma með því að mennta fleiri iðnaðarmenn. Þar liggur hinsvegar hundurinn grafinn vegna þess að alvöru Is- lendingar vilja ekki læra að verða iðnaðarmenn. Það er alls ekki nógu fínt. Ungt folk á uppleið vill frekar gerast atvinnualir lögfræðingar eða viðskiptafræðingar heldur en iðnaðarmenn sem hafa alltof mikið að gera. Það er enginn maður með mönnum í dag, ekki einu sinni iðnaðarmönn- um, nema hafa háskólapróf. Því legg ég til að Viðskipta- háskólinn á Bifröst gangi fram fyrir skjöldu og bjóði upp á nám í viðskiptapípulögnum og útskirfi cand mag í rafvirkjun eða cand raf öllu heldur. Einnig vildi ég sjá koma þaðan málara- doktora og ef það hjálpar þá mætti kalla málaranámið mál- vísindi til að gera það fínna. Gtsli Einarsson, örvæntingarfullur p.s. mig vantar ennþá raf- virkja í lítilsháttar viSvik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.