Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.11.2005, Blaðsíða 11
11 akUsunuij MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Vita nú hvemig tímanum líður Fyrir leik ÍR og Skallagríms í körfunni sl. sunnudag afhenti Steinunn Guðmundsdóttir skrif- stofustjóri í Sparisjóði Mýrasýslu íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi stigatöflu að gjöf. Þetta er svoköll- uð útstöð sem tengd er aðalstiga- töflu hússins til þess að varamenn og þjálfarar sjái stigaskor og tíma og þurfi ekki að fara inn á völlin til þess eins og verið hefur. „Þessi út- stöð hefur verið draumur okkar lengi og rætist nú auk þess sem klukka sem verið hefur utan á gamla sparisjóðnum fer nú upp á gervigrasvöll til að menn sjái hvernig tímanum líður þar. Stiga- taflan sem sett var upp í íþrótta- salnum er gamla klukkan úr í- þróttamiðstöð- inni í Njarðvík þannig að það er aldrei að vita nema að henni fylgi meistara- heppni,“ sagði Indriði Jósafats- son íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem veitti klukk- unni viðtöku. MM/ Ijósm: IJ ftfíVT Nýja stigataflan i IþróttamiSstöðinni í Borgamesi. Gaman ad geta vígt töfluna og sýnt yfirburöi heimamanna ífyrsta leiknum sem töflunnar naut við (jáfrétt hls 23) Góður árangur skákkrakka í UMSB Helgina 19.-20. nóvember fór fram Unglingameistaramót í skák fyrir 20 ára og yngri á Akureyri. UMSB sendi fjóra keppendur þangað. Tefldar voru 7 umferðir og náði Tinna Kristín Finnboga- dóttir 3. sæti í telpnaflokki með 4 vinninga. Bestum árangri drengja náði Jóhann Óli Eiðsson og var hann í 8.-9. sæti í opnum flokki með 4,5 vinninga. Keppendur á mótinu voru 37. Islandsmót unglingasveita 15 ára og yngri var haldið laugardag- inn 26. nóvember. Ein sveit fór á vegum UMSB en hana skipuðu Tinna Kristín Finnbogadóttir á 1. borði, Jóhann Óli Eiðsson á 2. borði, Fjölnir Jónsson á 3. borði og Auður Eiðsdóttir keppti á 4. borði auk varamannsins Gunn- laugar Birtu Þorgrímsdóttur. 17 sveitir kepptu, flestar af höfuð- borgarsvæðinu en einnig voru keppendur frá Akureyri og Vest- mannaeyjum. Það var Taflfélagið Hellir A-sveit sem bar sigur úr býtum með 22,5 vinninga af 28 mögulegum. I öðru sæti var Taflfé- lag Reykjavíkur A-sveit en hana skipuðu norðurlandameistarar Laugalækjarskóla og fékk sveitin 20 vinninga. Sveit UMSB náði 14 vinningum af 28 í 7 umferðum sem jafngildir annarri hverri skák unninni en það er nákvæmlega sami árangur og á Islandsmótinu síðasta vetur. Besta árangri náði Jóhann Óli en hann vann 6,5 skák í 7 umferðum. MM BM Vallá ehf. auglýsir eftir stöðvarstjóra í starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi en þar er rekin steypustöð. Við erum að leita að einstaklingi - iðnlærðum, með reynslu úr byggingariðnaði og af meðhöndlun steypu - sem getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi - sem hefur góða framkomu, á auðvelt með samskipti ogsamstarf við aðra, bæði viðskiptavini og samstarfsfólk - sem er skipulagður, duglegur og vinnusamur - með tölvuþekkingu Um er að ræða lifandi og krefjandi framtíðarstarf. Starfið felst í almennri verkstjórn á staðnum, samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins, skipulagningu á útkeyrslu og afhendingu steypu o.fl. Mikil áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð og árangur í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og sé eldri en 35 ára. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Arnason í síma 860 5010. Vinsamlegast sendið umsóknir á sigurdur@bmvalla.is en þar þarf að koma fram upplýsingar um menntun, fyrri störf, aldur og annað sem viðkomandi vill taka fram. BM Vallá ehf. BM-VALIÁ Bíldshöfða 7 www.skessuhorn.is kynnið ykkur atvinnumöguleikana í rafiðnaði Rafiönaðarsamband Islands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík, sími: 560 5200, bréfasími: 580 5220, rsi@rafis.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.