Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Side 12

Skessuhorn - 30.11.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 2005 31ESSUII0BKI Jöfii kynjahlutföll í skautsmiðju Norðuráls á Grundartanga Kvennastörf eru ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar störf í álverksmiðjum eiga í hlut. Því vakti það óneitanlega athygli í síðustu viku þegar Norðurál á Grundartanga auglýsti eftir starfs- fólki vegna stækkunnar fyrirtækis- ins að lögð var áhersla á jafna möguleika karla og kvenna til starfa á þeim vettvangi. A undanförnum árum hefur konum farið fjölgandi í störfum hjá Norðuráli og er nú svo komið að til dæmis í skautsmiðju fyrirtækisins eru hlutföll kynja jöfh. I skautsmiðjum álvera eru skaut úr kerskálanum endurnýjuð og slík- ir vinnustaðir voru löngum ein- göngu mannaður körlum. Starfs- menn skautsmiðju Norðuráls eru nú 24 að tölu en þeim verður fjölg- að nokkuð fyrir áramót. Sveinn Snæland framkvæmdastjóri skautsmiðjunnar segir ákvörðun hafa verið tekna á sínum tíma að fjölga konum í smiðjunni. „Þegar fyrsta konan kom hér til starfa kom í ljós að þrátt fyrir að störf hér séu eðli málsins vegna frekar óþrifaleg hentaði starfið konum mjög vel. Ekkert í starfinu sem slíku segir að konur geti ekki unnið það. Einnig höfðu konurnar mjög góð áhrif á vinnustaðinn í heild bæði vinntma sjálfa og einnig vinnuandann og því höfum við markvisst stefht að því að hafa kynja- hlutföll hér jöfh,“ segir Sveinn. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur að undanförnu staðið yfir stækkun ál- versins og hefur það haff mikil áhrif á starfsaðstæður í skautsmiðjunni. „Olíkt öðrum deildum fyrirtækis- ins hefur stækkunin haft mikil áfrif á dagleg störf starfsmanna í smiðj- unni þar sem starfsemi hennar mátti ekki stöðvast. Hafa starfs- mennirnir staðist þá raun með miklum sóma og nú sér sem betur fer fyrir endann á þeim fram- kvæmdum,“ segir Sveinn. Við stækkun fyrirtækisins verða nokkrar breytingar á daglegri starf- semi skautsmiðjunnar sem varð til þess að nokkrir starfsmenn þurftu að færa sig til innan fyrirtækisins og því hafa verið ráðnir nokkrir nýir starfsmenn umfram þann fjölda sem stækkun verksmiðjunnar krefst. Nýtt vaktafyrirkomulag I skautsmiðjunni standa einnig fyrir dyrum athyglisverðar breyt- ingar á vaktafyrirkomulagi. Nú er í undirbúningi að taka í notkun vaktakerfi af sænskum uppruna sem heitir „Time care.“ I því kerfi geta starfsmenn sniðið vaktir sínar að sínum eigin þörfum. Kerfi þetta hefur meðal annars verið nýtt í heilbrigðiskerfinu en að sögn Sveins verður Norðurál fyrsta fyrir- tækið af þessari gerð sem nýtir það. Sveinn segir að með þessu sé reynt að laga vaktavinnukerfi að þörfum hvers og eins þar með talið fjöl- skyldufólks. Sumum hentar til dæmis að vinna tvö kvöld í viku einn mánuð en fleiri annan. Þarfir manna og geta er svo misjöfti og erfitt hefur reynst að mæta þeim í hefðbundnum vaktavinnukerfum. „Þótt ótrúlegt sé þá er það reynsla þessa kerfis að ríflega 75% óska starfs- fólks fást uppfylltar í hvert skipti og því þarf einungis að púsla saman milli fimmtungs og fjórðungs hvers tímabils. Það er gert með aðstoð tölvukerfis. Með því að taka að sér óvinsæla daga til vinnu geta menn á- unnið sér rétt til þess að hafna vinnu síðar. Einnig geta menn unnið af sér ákveðinn tíma og einnig skuldað vinnutíma allt eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir Sveinn. Hann kveðst mjög bjartsýnn á að þetta nýja kerfi verði vinsælt því með því eru aðstæður hvers og eins starfs- manns settir í öndvegi. I upphafi verða vaktir ákveðnar einn til tvö mánuði ffam í tímann með þessu nýja fyrirkomulagi. Aðspurður hvort hann telji að þetta kerfi verði notað í öðrum deildum fyrirtækisins segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós. Verði reynslan af því jafn góð og hann telji þá muni fleiri deildir án efa taka það upp. Skautsmiðjan hafi hins vegar orðið fyrst vegna þess að breyta þurfti vaktafyrirkomulagi þar í kjölfar stækkunar verksmiðj- unnar. „Að undanförnu hefur verið mik- ið álag á starfsmenn skautsmiðjunn- ar og þeir hafa staðið saman sem einn maður. Því er nú gleðilegt að geta boðið nýju starfsfólki vinnu á vinnustað þar sem glaðværð, sam- staða og jafnrétti ríkir auk þess sem hlúð er að aðstæðum hvers og eins,“ segir Sveinn að lokum. HJ I byggingu eru tvö einbýlishús og tvö parhús (4 íbúðir) við Stööuisholt nr 1, 3,2-4 og 6-8 í Borgarnesi: Húsin eru boðin til sðiu á byggingarstiginu: Fulibúin að utan með grófjafnaðri lóð. Að innan: Tiibúin undir mátningu og með milliveggjum, raf-og hitalögnum. Afhendingartími á ofangreindu byggingarstigi er mars 2006. Allar nánari upplýsingar Hjá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar sími 4371700 Söfuaðili: Lögfræöistofa Inga Byggingaraðili: Framkvæmdaaðiíi: Hönnun: Nýhönnun M2 Ráðgjöf Hús og Hönnun I as- Mmsstt 1 [ff \ \ \ I % I V I V I V I

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.